Borgarráð - Fundur nr. 4877

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 20. janúar, var haldinn 4877. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 19. janúar. R05010035

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R05010052

3. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar frá 13. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R05010003
Samþykkt að veita verkefninu #GLkrakkar á ferð og flugi#GL styrk að fjárhæð 400 þkr.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m., þar sem lagt er til að Vagneignir ehf. verði lóðarhafi lóðarinnar nr. 9 við Krókháls með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R04120020
Samþykkt.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 17. þ.m., þar sem lagt er til að Almerkingu ehf. verði seldur byggingarréttur fyrir starfsemi sína á lóð nr. 89 við Jónsgeisla, með nánar tilgreindum skilmálum. R04020001
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 12. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tillögu forvarnarnefndar frá 11. s.m. um stofnun forvarnarsjóðs. R04030025
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf Regínu Ásvaldsdóttur, verkefnisstjóra, frá 18. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um ráðningar framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar, sbr. 7. liður fundargerðar borgarráðs frá 13. janúar s.l. R04110171

8. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráð 12. s.m., þar sem lagt er til að gata sem liggur milli Klyfjasels og Látrasels og tengist Jaðarseli fái nafnið Lambasel. R05010125
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi í Grafarholti austur, Klausturstíg. R04100371
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 17. þ.m. til iðnaðarráðherra varðandi lögnámsbeiðni Kópavogsbæjar á nánar tilgreindu landi Reykjavíkurborgar í Heiðmörk. R04040040

11. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar til úrskurðarnefndar um áfengismál frá 18. þ.m. vegna kæru Veitingahússins Þjóðhildarstígs 2 ehf. varðandi veitingatíma áfengis. R04100133

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Strætó bs. frá 19. þ.m., þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg tilnefni fulltrúa og varamann í stjórn byggðasamlagsins. R04120043
Björk Vilhelmsdóttir kosin fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Strætó bs. til loka kjörtímabilsins, varamaður til sama tíma kosin Katrín Jakobsdóttir.

13. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Samkvæmt því sem fram kemur í Fréttamiðli Reykjavíkurborgar 3. tbl. 2004 er lagt til að fagnefndir geri þjónustusamninga við þjónustumiðstöðvar um tiltekin verkefni. Má skilja þetta svo að viðkomandi fagnefnd/fastanefnd geri starfs- og fjárhagsáætlun fyrir sérhverja þjónustumiðstöð? Er gert ráð fyrir einhverri samræmingu þar á milli? Hvað verða margir þjónustusamningar samtals gerðir við hverja þjónustumiðstöð? Mun þá Miðgarður ekki lengur gera sérstaka starfs- og fjárhagsáætlun fyrir sína starfsemi? R04100035

14. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fundi borgarráðs 30. desember sl. var samþykkt að hækka fjárveitingu til fræðslumála um allt að 50 mkr. á árinu 2005 til að standa straum af kostnaði við kennslu nemenda vegna tapaðra skóladaga í verkfalli kennara. Samkvæmt því sem fram kom í fréttum Stöðvar 2 17. janúar sl. hafa einungis tveir grunnskólar í Reykjavík sótt um fjármagn. Nýtt menntaráð sem fer með lögbundið eftirlitshlutverk gagnvart skólastarfi í borginni hefur enn ekki verið kallað saman og þess vegna leita borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til borgarráðs eftir nánari upplýsingum um stöðuna. R04120136

15. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Sökum þess að nýtt menntaráð hefur ekki tekið til starfa beina borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi fyrirspurn til fulltrúa R-lista í borgarráði:
Framlag Reykjavíkurborgar til tónlistarskólanna í Reykjavík hefur dregist saman á undanförnum árum t.d. um 42#PR til Tónlistarskólans í Reykjavík á aðeins þremur árum. Ekki er ósennilegt að stefna borgaryfirvalda í málefnum tónlistarskólanna m.a. með fjárhagslegum stuðningi eigi þátt í þessari þróun. Er komin niðurstaða í viðræður borgarinnar við skólastjóra tónlistarskólanna (STÍR) og ef svo er, hver er hún? R02010079

16. Afgreidd 18 útsvarsmál. R05010128


Fundi slitið kl. 11:30

Alfreð Þorsteinsson

Anna Kristinsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein