Borgarráð - Fundur nr. 4875

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 6. janúar, var haldinn 4875. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 22. desember. R04010041

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R05010052

3. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 22. s.m., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi lóðanna nr. 9-21 við Vagnhöfða og Dverghöfða. R04120150
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

4. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 22. s.m., varðandi breytt deiliskipulag austurhluta Laugardals. R04100003
Frestað.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi í Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889. R04070111
Samþykkt.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 22. f.m. varðandi auglýsingu deiliskipulags lóðar Menntaskólans við Hamrahlíð. R04110160
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

7. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra um lækkanir á fargjöldum Strætó bs. með greinargerð, sbr. 33. liður fundargerðar borgarráðs 30. desember, ásamt umsögn stjórnar Strætó bs. frá 21. f.m. R03090140
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð felur fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Strætó bs. að beita sér fyrir því að kostir nýs greiðslumáta í strætisvagna verði nýttir til markaðssóknar samhliða því að nýtt leiðakerfi Strætó bs. verður tekið í notkun. Notendakannanir Strætó bs. benda eindregið til þess að sú leið sem tillaga F-lista gerir ráð fyrir, niðurfelling fargjalda fyrir börn og aldraða sem kosta mun um 120 milljónir, er ekki líkleg til að leiða til víðtækrar aukningar á notkun vagnanna. Því er henni vísað frá. Hinsvegar er rétt að stjórn Strætó bs. skoði alla möguleika í fargjöldum sem leiða til eflingar almenningssamgangna.

Tillaga borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Ég er ósammála þeirri fullyrðingu að niðurfelling strætófargjalda barna, unglinga, aldraðra og öryrkja leiði ekki til aukinnar nýtingar almenningssamgangna. Tillögur F-lista í borgarstjórn um niðurfellingu fargjalda áðurnefndra hópa hafa fengið góðar undirtektir.
Afgreiðsla málsins í borgarráði eru því mikil vonbrigði og lýsa uppgjöf R-listans gagnvart því mikilvæga samfélags- og umhverfismáli sem felst í betri nýtingu almenningssamgangna. F-listinn í borgarstjórn mun halda áfram að berjast fyrir þeirri réttlátu fjölskyldustefnu sem felst í lægri þjónustugjöldum fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri sem og aldraða og öryrkja.

8. Borgarráð samþykkir að Dagur B. Eggertsson taki sæti í samvinnunefnd miðhálendisins í stað Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. R05010056

9. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir því að innri endurskoðun leggi fyrir borgarráð yfirlit yfir fjárráðstafanir vegna landnámsbæjarins við Aðalstræti, hvaða kostnaður er áfallinn á Reykjavíkurborg (sundurliðað) og hvaða áætlanir liggi fyrir um heildarkostnað verksins. Auk þess verði gerð grein fyrir árlegum rekstrarkostnaði.
Einnig er óskað svara við eftirfarandi:
1. Hvernig var staðið að því að ráða þýska fyrirtækið ART+COM til að vinna margmiðlunarverkefni vegna landnámsminjanna?
2. Fram kemur að greiða á að minnsta kosti 38 mkr. fyrir þetta verk. Var það boðið út?
3. Hvers vegna var ekki leitað samstarfs við innlenda aðila um margmiðlunarþáttinn? R04010059

10. Lagður fram listi yfir umsækjendur um störf framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðva, dags. í dag. Jafnframt lagðar fram tillögur starfshóps um ráðningarnar, dags. 5. þ.m. ásamt bréfi borgarstjóra, dags. í dag, þar sem lagt er til að farið verði að tillögum hópsins. R04110171
Frestað.

Fundi slitið kl. 12.00.

Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson