Borgarráð - Fundur nr. 4874

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, fimmtudaginn 30. desember, var haldinn 4874. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerði framtalsnefndar frá 23. og 30. nóvember. R04010016

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 13. desember. R04010038

3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Hlíða frá 9. og 14. desember. R04010039

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 15. desember. R04010033

5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 14. desember. R04010018

6. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 15. desember. R04010005

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 21. desember. R04010020

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 15. desember. R04010022

9. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 15. og 21. desember. R04010012

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál. R04110153

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi í Fossaleyni. R04100004
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóðunum nr. 17 og 19 við Borgartún vegna stækkunar hússins á lóðinni nr. 19 og sameiningar lóðanna nr. 17 og 19. R04100002
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi auglýsingu deiliskipulags reita 1.197.2 og 1.197.3, Smáragötureita, sem afmarkast af Smáragötu, Njarðargötu, Laufásvegi og Einarsgarði. R04120102
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

14. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 17. þ.m. varðandi skiptingu jarðarinnar Brautarholts á Kjalarnesi. R03010165
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar frá 15. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 14. s.m., varðandi nánar tilgreindar breytingar á hámarkshraða á Reykjanesbraut, Suðurlandsbraut og Bæjarhálsi. R04120117
Samþykkt. Vísað til lögreglustjóra til staðfestingar.

16. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 17. þ.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs 15. s.m., varðandi umboð til fræðsluráðs til að skipa fulltrúa Reykjavíkurborgar í skólanefndir tónlistarskólanna. R02010079
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 17. s.m., varðandi hækkun viðmiðunarupphæðar fjárhagsaðstoðar frá og með 1. janúar 2005. R01060013
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar frá 15. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 14. s.m., varðandi reglur um úthlutun sérmerktra bílastæða til sendiráða. R04120119
Samþykkt.

19. Lagður fram listi yfir umsóknir um styrki til borgarráðs vegna ársins 2005, ásamt tillögu borgarstjóra um afgreiðslu, dags. 16. þ.m. R04110026
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 14. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 10. s.m., varðandi úthlutun almennra styrkja leikskólaráðs. R04120083

21. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 14. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 10. s.m., um úthlutun styrkja úr rannsóknasjóði Leikskóla Reykjavíkur. R04120083

22. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 14. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 10. s.m., um styrkveitingar úr Þróunarsjóði Leikskóla Reykjavíkur fyrir árið 2005. R04120083

23. Lagt fram bréf ritara menningarmálanefndar frá 20. þ.m., sbr. samþykkt nefndarinnar 17. s.m. um styrkveitingar menningarmálanefndar fyrir árið 2005. R04100091

24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 10. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 9. s.m., um breytingar á samþykkt um hundahald í Reykjavík nr. 52/2002. R04100044
Vísað til borgarstjórnar.

25. Lagt fram yfirlit forstjóra Innkaupastofnunar frá 7. þ.m. yfir viðskipti Ráðhúss Reykjavíkur við Innkaupastofnun í nóvember 2004. R03030048

26. Lögð fram skýrsla starfshóps um siða- og starfsreglur kjörinna fulltrúa og embættismanna Reykjavíkurborgar, dags. 15. þ.m., ásamt bréfi formanns stjórnkerfisnefndar, dags. s.d., þar sem lagt er til að tillögur hópsins verði samþykktar og jafnframt að stjórnkerfisnefnd verði heimilað að setja á stofn stýrihóp um skráningu siðareglna og ráða Siðfræðistofnun Háskóla Íslands til verksins. R03010146
Samþykkt.

27. Lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa frá 15. þ.m. þar sem lagðar eru til nánar tilgreindar breytingar á fjárhagsáætlun gatnamálastofu fyrir árið 2004. R04050135
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

28. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs 15. s.m., varðandi tillögur að uppbótum vegna tapaðra skóladaga í verkfalli kennara. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:

Lagt er til að fjárveiting til fræðslumála verði hækkuð um allt að 50 mkr. á árinu 2005 til að standa straum af kostnaði við kennslu nemenda vegna tapaðra skóladaga í verkfalli kennara. Útgjaldaaukanum verði mætt með tilfærslu af ófyrirséðu, 09205.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04120136
Tillaga borgarstjóra samþykkt.

29. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar frá 22. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um spilafíkla og meðferðarúrræði, sbr. 23. liður fundargerðar borgarráðs frá 21. október s.l. R04100199

30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 28. þ.m., þar sem lagt er til að Bílabúð Benna ehf. og Ræsi hf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir starfsemi sína á lóðunum nr. 9 og 11 við Krókháls, með nánar tilgreindum skilyrðum. R04120020
Samþykkt.

31. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Björk Vilhelmsdóttir verði kosin í borgarráð til loka kjörtímabils ráðsins í stað Árna Þórs Sigurðssonar. Jafnframt verði Katrín Jakobsdóttir kosinn varamaður í borgarráð í stað Bjarkar til sama tíma. R03060120

32. Lagt fram bréf bæjarstjóra Garðabæjar frá 20. þ.m. varðandi breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna breytinga á aðalskipulagi Garðabæjar. R02010120
Vísað til umsagnar sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs.

33. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra um lækkanir á fargjöldum Strætó bs. ásamt greinargerð, sbr. 18. liður fundargerðar borgarráðs 14. október. Jafnframt lögð fram umsögn stjórnar Strætó bs. frá 21. þ.m. R03090140
Frestað.

34. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að heiti nýs menntamálaráðs verði breytt í menntaráð. R04120164

35. Lögð fram greinargerð og kostnaðaráætlun verkefnisstjórnar um menningarminjar í Aðalstræti, dags. í desember 2004, ásamt bréfi formanns stjórnarinnar, dags. 17. þ.m. R04010059

36. Rætt um málefni hjúkrunarheimilanna Grundar og Hrafnistu að beiðni Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. R04040122

Fundi slitið kl. 12:40.

Alfreð Þorsteinsson

Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson