Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2004, fimmtudaginn 16. desember, var haldinn 4873. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Margrét Tómasdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 9. desember. R04010037
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 14. desember. R04010020
3. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 8. desember. R04010019
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 10. desember. R04010009
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R04110153
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 8. s.m., varðandi skipun stýrihóps um gerð rammaskiplags í Vatnsmýri. R04120045
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 8. s.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi á miðsvæði M5 við Hlíðarenda, milli Bústaðavegar og Hlíðarfótar. R04090120
Samþykkt.
- Kl. 10.20 tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 8. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi í Sogamýri. R02080063
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 8. s.m., varðandi auglýsingu deiliskipulags á lóðunum nr. 1-3 við Ármúla og nr. 5-9 við Lágmúla 5-9. R04120048
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 8. s.m., varðandi auglýsingu deiliskipulags reits 1.133.2, sem afmarkast af Framnesvegi, Holtsgötu, Seljavegi og Vesturgötu. R04120049
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
11. Lagðir fram samningar Reykjavíkurborgar við Eflingu, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Bandalag háskólamanna varðandi viðbótarframlag í lífeyrissjóði, dags. 15. desember 2004.
Borgarráð staðfestir samningana fyrir sitt leyti.
Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Hækkun mótframlaga í lífeyrissjóði á árinu 2005 er mætt með ráðstöfun af handbæru fé um sömu fjárhæð.
Tillögunni vísað til borgarstjórnar. R04120095
12. Lagt fram samkomulag milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Launanefndar sveitarfélaga annars vegar og Bandalags háskólamanna, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Kennarasambands Íslands f.h. aðildarfélaga sinna hins vegar um tiltekin atriði er varða réttindi starfsmanna sem eru félagsmenn í framangreindum samtökum, dags. 15. desember 2004. R04120096
Borgarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 8. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna íþróttasvæðis við Rauðavatn. R04120046
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. f.m., varðandi auglýsingu á deiliskipulagi reits 1.115.3, Ellingsenreits. Jafnframt lögð fram umsögn hafnarstjórnar frá 1. þ.m., sbr. bréf hafnarstjóra, dags. 2. s.m. R04120051
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 8. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 14-16 við Skútuvog. Jafnframt lögð fram umsögn hafnarstjórnar frá 1. þ.m., sbr. bréf hafnarstjóra, dags. 2. s.m. R04120047
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 8. s.m., varðandi auglýsingu á deiliskipulagi reits 1.170.0, sem afmarkast af Lækjargötu, Hverfisgötu, Ingólfsstræti og Bankastræti. R04120050
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
17. Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings frá 22. f.m. varðandi uppbyggingu á Laugardalsvelli, sbr. 6. liður fundargerðar borgarráðs 25. s.m. Jafnframt lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 15. þ.m., þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili Knattspyrnusambandi Íslands að hefja framkvæmdir við jarðvinnu vegna skrifstofubyggingar sem sambandið áformar að reisa við Laugardalsvöll. Ekki verði heimilað að hefja jarðvinnu við nýja stúkubyggingu fyrr en frekari upplýsingar um hönnun og kostnað þess verkefnis liggja fyrir. R03090010
Erindi borgarverkfræðings frá 15. þ.m. samþykkt.
18. Lögð fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 8. s.m., og hafnarstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt hafnarstjórnar 1. s.m., varðandi tilnefningu fulltrúa í starfshóp um flutning olíustarfsemi úr Örfirisey, sbr. 5. liður fundargerðar borgarstjórnar frá 2. f.m. R04110031
19. Lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 8. þ.m. varðandi beiðni Kópavogsbæjar um sérstaka svæðisskipulagsmeðferð vegna vatnsveitu Kópavogs á grundvelli 15. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. R04040040
20. Lagðar fram tillögur stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 6. þ.m. að breytingum á stofnsamningi Strætó bs., sbr. bréf framkvæmdastjóra samtakanna frá 7. s.m. R04120043
Borgarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti.
21. Lagt fram yfirlit fræðslustjóra frá 6. þ.m. yfir styrkúthlutanir fræðsluráðs fyrir árið 2005, sbr. samþykkt fræðsluráðs 1. s.m. R04120032
- Kl. 11.20 vék Alfreð Þorsteinsson af fundi.
22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. í dag, varðandi stöðu útboða á kaupum á matvöru fyrir Reykjavíkurborg, ásamt minnisblaði forstjóra Innkaupastofnunnar, dags. 15. þ.m. R04080004
23. Lagt fram minnisblað forstöðumanns innri endurskoðunardeildar frá 14. þ.m. um niðurstöður úttektar á virkni innra eftirlits fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar. R04120068
24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 13. þ.m. varðandi endurnýjun á lóðarfyrirheiti til Markarholts ses. vegna lóðar nr. 58-62 við Suðurlandsbraut, með nánar tilgreindum skilmálum. R03110033
Samþykkt.
25. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 13. þ.m. varðandi kaupsamning Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurhafnar um lóðir og eignir við Austurbugt og Faxagötu, ásamt drögum að kaupsamningi, dags. í desember 2004. R04120069
Samþykkt.
26. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 13. þ.m. varðandi endurskoðun samnings Reykjavíkurborgar og ríkisins um byggingu tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels við Austurhöfn, ásamt endurskoðuðum samningi, dags. í desember 2004. R04010001
Samþykkt.
27. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 13. þ.m. varðandi samkomulag Reykjavíkurborgar og Austurhafnar-TR ehf. vegna byggingar tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels við Austurhöfn, og tengdra verkefna, ásamt drögum að samkomulagi, ódags. R04010001
Samþykkt.
28. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 14. þ.m. varðandi kaupsamning Reykjavíkurborgar og Kers hf. um Geirsgötu 19, ásamt drögum að kaupsamningi, dags. í desember 2004. R04030015
Samþykkt.
29. Lagt fram tilboð eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. frá 10. þ.m. í byggingu nýrrar fasteignar að Lækjargötu 12, #GLBorgarhúss#GL, og kaup á fasteignum borgarinnar að Borgartúni 1-3 og Skúlatúni 2. Jafnframt lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 14. s.m. varðandi málið. R01040116
- Kl. 13.00 vék Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.
30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 13. þ.m. varðandi breytingar á kaupsamningi Eyktar hf. og Reykjavíkurborgar um byggingarrétt að Skúlatúni 1, ásamt drögum að viðauka við samninginn, dags. í desember 2004. R00050063
Samþykkt.
31. Lagður fram listi yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2005, ásamt tillögum borgarstjóra um afgreiðslu, dags. 14. þ.m. R04110026
Frestað.
32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Borgarráð samþykkir að framlengja þjónustusamning við stjórn og starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins til tveggja ára eða til ársloka 2006.
Jafnframt að sömu fulltrúar skipi stjórn garðsins út þetta tímabil. R04120075
Samþykkt.
33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags 14. þ.m.:
Lagt er til að greiðendum fasteignagjalda gefist kostur á að gera skil á fasteignagjöldum ársins 2005 með sex jöfnum greiðslum á gjalddögum 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Fjármáladeild er heimilt að víkja frá ákvæðum um gjalddaga ef fjárhæð gjalda er undir kr. 20.000 og/eða gjaldendur óska eftir að greiða gjöldin með eingreiðslu í maí. R04110081
Samþykkt.
34. Lagðar fram að nýju tillögur nefndar um aðgengi fatlaðra í byggingum borgarinnar, dags. 15. f.m., sbr. 19. liður fundargerðar borgarráðs frá 2. þ.m. og 22. liður fundargerðar borgarráðs 29. júní sl. Jafnframt lögð fram umsögn stjórnar Fasteignastofu frá 14. þ.m., sbr. bréf forstöðumanns Fasteignastofu, dags. s.d. R04060213
Tillögur nefndar um aðgengi fatlaðra samþykktar.
35. Lagt fram bréf Árna Þórs Sigurðssonar frá 14. þ.m. þar sem hann óskar lausnar úr stýrihóp um Mýrargötuskipulag og leggur til að Álfheiður Ingadóttir taki þar sæti í hans stað. Jafnframt lagt fram bréf Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, dags. í dag, þar sem hún óskar lausnar úr stýrihópnum og leggur til að Dagur B. Eggertsson taki þar sæti í hennar stað. R03020008
Samþykkt.
36. Lagt fram bréf Árna Þórs Sigurðssonar frá 14. þ.m. þar sem hann óskar lausnar úr stýrihóp um skipulag Miðborgar og leggur til að Dagur B. Eggertsson taki þar sæti í hans stað. R03010259
Samþykkt.
37. Lagt fram bréf Árna Þórs Sigurðssonar frá 14. þ.m., þar sem hann óskar lausnar úr verkefnisstjórn um sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. og Vélamiðstöðvarinnar ehf. og leggur til að Björk Vilhelmsdóttir taki þar sæti í hans stað. R04090035
Samþykkt.
38. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 13. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 10. s.m., varðandi nýja gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur, sem taki gildi 1. janúar n.k. Jafnframt lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista við gjaldskrána, dags. 14. þ.m.:
Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögu leikskólaráðs frá 10. desember sl. varðandi gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur.
1. Fallið er frá fyrirhugaðri 1,7#PR hækkun á kennslugjaldi í gjaldflokki I og verður gjaldið kr. 2.800 pr. klst.
2. Til að koma á móts við námsmenn sem hafa gert fjárhagslegar ráðstafanir fyrir yfirstandandi námsár hefur verið fallið frá því að fella niður gjaldflokk II í einu lagi 1. janúar n.k. Verður gjaldflokkur II felldur niður í þrepum: 1. júní (10,9#PR) og 1. september jafnast gjaldflokkar I og II. Gjald þeirra barna þar sem annað foreldri er öryrki verður í lægsta flokki eins og fyrri tillaga gerði ráð fyrir. R04070012
Breytingatillagan samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
Gjaldskráin svo breytt samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
39. Lögð fram tillaga Umhverfis- og heilbrigðisstofu að gjaldskrá fyrir lausagöngubúfé í Reykjavík, dags. í desember 2004. R04120082
Samþykkt.
40. Lögð fram tillaga umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 25. f.m. að nýrri gjaldskrá fyrir sorphirðu í Reykjavík, ásamt bréfi skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 29. f.m. R02120033
Samþykkt.
41. Lagt fram bréf Gísla Þórs Gíslasonar frá 11. þ.m., þar sem hann biðst lausnar frá störfum sem varamaður í hverfisráði Háaleitis. R02060102
Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir taki við sem varamaður í hans stað.
42. Samþykkt borgarráðs:
Borgarráð telur að þær upplýsingar sem nýlega komu fram opinberlega um umfang skattsvika séu mjög alvarlegar. Talið er að ríki og sveitarfélög verði af um 20-30 milljörðum kr. vegna skattsvika. Borgarráð hvetur til þess að skattrannsóknir og skattaeftirlit verði eflt frá því sem nú er í þeim tilgangi að taka á þessum alvarlega vanda. R04120097
43. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, þar sem óskað er staðfestingar á kaupsamningi og leigusamningi milli Reykjavíkurborgar og Stoða hf. um sýningarskálann að Aðalstræti 16, dags. 15. þ.m. R04010059
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
44. Afgreidd 43 útsvarsmál. R04010153
Fundi slitið kl. 13:10
Stefán Jón Hafstein
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson