Borgarráð - Fundur nr. 4872

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, fimmtudaginn 9. desember, var haldinn 4872. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 23. nóvember. R04010036

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 25. nóvember. R04010038

3. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 17. nóvember. R04010005

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 19. nóvember. R04010022

5. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 18. nóvember. R04010019

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 26. nóvember. R04010043

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 29. nóvember. R04010021

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R04110153

9. Lagt fram bréf Árna Þórs Sigurðssonar frá 6. þ.m., þar sem hann óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum sem borgarfulltrúi frá 1. janúar til 1. júlí 2005, auk þess sem hann tilkynnir að Katrín Jakobsdóttir taki sæti hans í borgarstjórn á meðan á leyfinu stendur. R04120027
Vísað til borgarstjórnar.

10. Lagt fram bréf Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur frá 29. f.m., þar sem hún óskar lausnar sem varamaður úr hverfisráði Hlíða. R03110063
Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Einar Kárason taki sæti Steinunnar sem varamaður í hverfisráði Hlíða til loka kjörtímabilsins.

11. Lagt fram bréf Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur frá 29. f.m. þar sem hún óskar lausnar úr hverfisráði Laugardals. R04110170
Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Guðný Aradóttir taki sæti Steinunnar í hverfisráði Laugardals til loka kjörtímabilsins.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að Orkuveitu Reykjavíkur verði úthlutað byggingarrétti fyrir dælustöð á lóð nr. 5 við Norðlingabraut. R04120016
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 29. f.m. varðandi sölu íbúða að Furugerði 1 og Lönguhlíð 3 til Félagsbústaða. R04120007
Samþykkt

- Kl. 11.20 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

14. Lagt fram að nýju bréf forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma frá 15. f.m. varðandi framkvæmdaáætlun og skiptingu kostnaðar vegna gerðar duftgarðs í Leynimýri, sbr. 10. liður fundargerð borgarráðs 18. f.m. R02020010
Vísað til meðferðar við gerð 3ja ára áætlunar.

15. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs 1. s.m., varðandi stofnun nýs grunnskóla í Norðlingaholti og hugmyndir um nýjar leiðir í skólastarfi. R04120025
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 30. f.m. varðandi skotíþróttasvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. R04050166
Vísað til meðferðar við gerð 3ja ára áætlunar.

17. Lagt fram bréf samráðshóps um sumarvinnu skólafólks frá 8. október sl. varðandi Vinnumiðlun ungs fólks fyrir árið 2004.
R04020002
Samþykkt að vinnuhópur um atvinnumál ungs fólks starfi áfram á næsta ári.

18. Lögð fram bréf borgarlögmanns frá 7. þ.m. varðandi umsagnir um eftirtalin þingmál:

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
Frumvarp til laga um náttúruvernd.
Frumvarp til laga um lánasjóð sveitarfélaga.
Tillaga til þingsályktunar um veggjald í Hvalfjarðargöngum.

Jafnframt er lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. s.d., þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að gefnu tilefni að beina því til forstöðumanna að umsagnir þeirra eða viðkomandi nefnda um þingmál skuli sendar til borgarráðs sem afgreiði slík mál til nefndasviðs Alþingis. R04020132
Frestað.

19. Lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa frá 7. þ.m., þar sem lagðar eru til nánar tilgreindar breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2004 vegna tilfærslna innan ramma fræðslumála og Félagsþjónustunnar. R04050135
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 12.35.

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson