Borgarráð - Fundur nr. 4871

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, fimmtudaginn 2. desember, var haldinn 4871. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 9. nóvember. R04010016

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 24. nóvember. R04010038

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 24. nóvember. R04010039

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 17. nóvember. R04010033

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 26. nóvember. R04010042

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19. nóvember. R04010043

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. R04110153

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 24. þ.m. þar sem lagt er til að heimilað verði þeim veitingahúsum, þar sem almennt er heimilt að veita áfengi til kl. 03.00 eða lengur um helgar, að veita áfengi til kl. 03.00 aðfaranótt 27. desember 2004. Um önnur veitingahús gildi að þeim verði heimilað að veita áfengi jafn lengi umrædda nótt eins og um helgi væri að ræða. R04110143
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf Trésmiðju Snorra Hjaltasonar ehf. frá 20. mars s.l., þar sem sótt er um lóð fyrir íbúðir og bílastæðahús við Brautarholt 7. R04110149
Vísað til meðferðar skrifstofustjóra borgarverkfræðings og sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs.

10. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 26. f.m. varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á Hlíðarenda, sbr. einnig 5. liður fundargerðar borgarráðs 25. f.m. R04090121

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 26. f.m., þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði seldur byggingarréttur fyrir einbýlishús í Norðlingaholti, með nánar tilgreindum skilyrðum:
Móvað 13: Berglind Eva Ólafsdóttir.
Móvað 17: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson. R04050026
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 29. f.m., þar sem lagt er til að borgarráð hafni forkaupsrétti á lóðum nr. 1, 3, 5, 9 og 11 við Þingvað og lóð nr. 1-3 við Hestvað og að Landsbanki Íslands hf. verði lóðarhafi lóðanna með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R04050026
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi auglýsingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 35 við Suðurhóla. R04110161
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 25-27 við Rauðagerði. R04090007
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 27. október sl., varðandi breytingu á áður samþykktri tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna Mýrargötusvæðis, sbr. 15. liður fundargerðar borgarráðs 22. júní sl., sbr. einnig samþykkt hafnarstjórnar 17. f.m. R03020008
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 30. f.m. varðandi fyrirheit um lóð í Leynimýri fyrir rússnesku Rétttrúnaðarkirkjuna á Íslandi, með nánar tilgreindum skilyrðum. R01050086
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 25. f.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar 24. s.m. varðandi samning við Sjálfstæðu leikhúsin um rekstur Tjarnarbíós til næstu tveggja ára. R04100370
Samþykkt.

18. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. E-6627/2004, varðandi byggingarleyfi að Laugavegi 53b. R04080068

19. Lagðar fram tillögur nefndar um aðgengi fatlaðra í byggingum borgarinnar, dags. 15. nóvember 2004. R04060213
Vísað til umsagnar stjórnar Fasteignastofu, þar sem m.a. verði lagt mat á kostnað við framkvæmd tillagnanna.

20. Lagt fram bréf Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur frá 29. f.m., þar sem hún óskar lausnar úr stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frá og með 1. janúar 2005. R03060005
Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Sigrún Elsa Smáradóttir taki sæti Steinunnar til loka kjörtímabils stjórnarinnar.

21. Lagt fram bréf Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur frá 30. f.m., þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum sem 1. varaforseti borgarstjórnar. R04060183
Vísað til borgarstjórnar.

22. Lögð fram úttektarskýrsla innri endurskoðunardeildar um starfsemi Námsflokka Reykjavíkur, dags. í júní 2004, ásamt bréfi forstöðumanns innri endurskoðunardeildar, dags. 30. f.m. R04060115

23. Lagt fram bréf framtalsnefndar Reykjavíkur frá 30. þ.m. um viðmiðunartölur vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2005. R04110177
Samþykkt.

Borgarráð samþykkir jafnframt eftirfarandi skilyrði lækkunar:

Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekju- og eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

24. Lögð fram drög að samþykktum um breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar og samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 1. þ.m., ásamt bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. s.d. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:

Lagt er til að frá því að ný fagráð taka til starfa 1. janúar 2005 og þar til nýjar samþykktir hafa verið settar fyrir þau, skulu þau fara með verkefni skv. samþykktum eldri nefnda sem hér segir:
1. Framkvæmdaráð fari með verkefni stjórnar Fasteignastofu.
2. Íþrótta- og tómstundaráð fari með verkefni eldra íþrótta- og tómstundaráðs.
3. Menningar- og ferðamálaráð fari með verkefni menningarmálanefndar og stjórnar Höfuðborgarstofu.
4. Menntamálaráð fari með verkefni fræðsluráðs og leikskólaráðs.
5. Skipulagsráð fari með verkefni skipulags- og byggingarnefndar.
6. Umhverfisráð fari með verkefni umhverfis- og heilbrigðisnefndar, samgöngunefndar og stjórnar Vinnuskólans.
7. Velferðarráð fari með verkefni félagsmálaráðs.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04050182
Vísað til forsætisnefndar.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 29. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 25. s.m., varðandi samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík. R02050009
Vísað til borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og heilbrigðisnefnd.

26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:

Lagt er til að borgarráð samþykki að gengið verði til samninga við fasteignafélagið Stoðir hf. um að félagið kaupi sýningarskála í kjallara Aðalstrætis 16 á 160 mkr. Jafnframt samþykki borgarráð að Reykjavíkurborg leigi sýningarskálann af Stoðum hf. í 25 ár með gagnkvæmum möguleika á framlengingu um fimm ár.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04010059
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

27. Lögð fram stofnfundargerð sjálfseignarstofnunarinnar Víkurinnar - sjóminjasafns í Reykjavík ses., dags. 30. nóvember 2004. R01050096

28. Fjárhagsáætlun 2005.
A. Lagðar fram eftirtaldar starfsáætlanir fyrir árið 2005:

Skipulags- og byggingarsvið
Umhverfis- og tæknisvið
Gatnamálastofa
Eignasjóður gatna
Umhverfis- og heilbrigðisstofa
Menningarmál
Fræðslumál
Íþrótta- og tómstundaráð
Leikskólar Reykjavíkur
Félagsþjónustan
Miðgarður
Stjórn borgar
Jafnréttismál
Höfuðborgarstofa
Skipulagssjóður/lóðasjóður
Fasteignastofa
Innkaupastofnun
Bílastæðasjóður
Fráveita Reykjavíkur
Upplýsingakerfi
Símaver

Vísað til borgarstjórnar.
B. Tillögur um gjaldskrárbreytingar sem eru forsendur frumvarps að fjárhagsáætlun.

Félagsþjónustan:
Lögð fram að nýju bréf félagsmálastjóra frá 27. október sl., sbr. samþykktir félagsmálaráðs 13. og 21. s.m., um gjaldskrá fyrir fæði, veitingar og akstur í félagsstarfi, gjaldskrá í heimaþjónustu og gjaldskrá í félagsstarfi.

Íþrótta- og tómstundaráð:
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 24. f.m. um breytingar á gjaldskrám sundstaða, íþróttamannvirkja, æskulýðsstarfs og frístundaheimila.

Fræðslumál:
Lagt fram bréf fjármálastjóra Fræðslumiðstöðvar frá 10. f.m. um breytingu á gjaldskrá skólahljómsveita.

Umhverfis- og heilbrigðisstofa:
Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 29. október um breytingar á gjaldskrá fyrir sorphreinsun heimila og setningu gjaldskrár fyrir lausagöngubúfé.

Menningarmál:
Lagt fram að nýju bréf menningarmálastjóra frá 3. f.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar s.d., um breytingar á gjaldskrám Borgarbókasafns, Minjasafns Reykjavíkur og Ljósmyndasafns Reykjavíkur.

Fasteignastofa:
Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 10. f.m., sbr. samþykkt stjórnar Fasteignastofu 28. september sl., um breytingu á gjaldskrá Fasteignastofu.

B-liður samþykktur með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráð hefur þegar samþykkt breytingar á gjaldskrá fyrir leikskóla Reykjavíkur, sbr. 8. liður fundargerðar borgarráðs 11. f.m.
C. Lagðar fram tillögur um viðbótarfjárveitingar.

Umhverfis- og tæknisvið:
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings frá 18. október sl. þar sem óskað er eftir hækkun á fjárhagsramma umhverfis- og tæknisviðs um 10 mkr. vegna ófyrirséðra brýnna verkefna.

Félagsþjónustan:
Lagt fram að nýju bréf félagsmálastjóra frá 27. október sl., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 21. s.m., þar sem óskað er eftir hækkun á fjárhagsramma félagsþjónustunnar um 19.987 þkr. vegna fjölgunar barna í tímabundnu fóstri skv. ákvörðun barnaverndarnefndar.

Umhverfis- og heilbrigðisstofa:
Vísað er til starfsáætlunar Umhverfis- og heilbrigðisstofu þar sem óskað er eftir hækkun á fjárhagsramma Umhverfis- og heilbrigðisstofu sem hér segir:
1. 6.800 þkr. vegna miðlægrar ákvörðunar um launakjör leiðbeinenda Vinnuskólans.
2. 13.000 þkr. vegna ákvörðunar um að greiða beri virðisaukaskatt af leigu sorphirðubifreiða.

Menningarmál:
Lagt fram að nýju bréf menningarmálastjóra, dags. 11. f.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar 10 s.m., ásamt bréfi menningarmálastjóra frá 29. f.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar og borgarráðs 25. s.m., þar sem óskað er eftir hækkun fjárhagsramma menningarmála sem hér segir:
1. 3.618 þkr. vegna fornleifaskráningar.
2. 3.618 þkr. vegna húsakannanna.
3. 1.250 þkr. vegna Nýlistarsafnsins.

Stjórn borgar:
Lagt fram bréf forstöðumanns kjaraþróunardeildar, dags. 30. f.m. þar sem óskað er eftir hækkun á fjárhagsramma sem hér segir:
1. 5.415 þkr. vegna rekstrar starfsmatsverkefnisins.
2. 1.500 þkr. vegna aðkeyptrar tölvuþjónustu vegna síðasta áfanga launaleiðréttinga í tengslum við starfsmat.

Borgarráð samþykkir að fresta tillögum skv. C-lið til meðferðar milli umræðna um fjárhagsáætlun í borgarstjórn.
D. Lögð fram svohljóðandi tillaga:

Fasteignastofa:
Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 10. nóvember, sbr. samþykkt stjórnar Fasteignastofu 27. apríl sl., varðandi verklagsreglur um kaup og sölu fasteigna.

D-liður samþykktur með samhljóða atkvæðum. R04070012

29. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005, ásamt greinargerð. R04070012
Vísað til borgarstjórnar.

30. Afgreidd 83 útsvarsmál. R04010153

Fundi slitið kl. 12:10.

Alfreð Þorsteinsson

Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein