Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2004, fimmtudaginn 25. nóvember, var haldinn 4870. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Gísli Helgason.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 1. nóvember. R04010038
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 23. nóvember. R04010020
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R04100491
4. Lögð fram skýrsla um mat á starfsemi Vesturgarðs, dags. í ágúst 2004, ásamt bréfi stjórnar Vesturgarðs, dags. 16. þ.m. R04110118
5. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 22. þ.m. varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á Hlíðarenda. R04090121
6. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 22. þ.m. varðandi uppbyggingu á Laugardalsvelli. R03090010
Frestað.
7. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og fjármálaráðherra frá 2. þ.m. varðandi nánara uppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna samrekstrar ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar, er byggir á samkomulagi sömu aðila frá 5. apríl sl., sbr. 1. liður fundargerðar borgarstjórnar 15. apríl sl. R03010128
8. Lagður fram úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum 1. áfanga Sundabrautar, dags. 19. þ.m. R04100023
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að borgaryfirvöld hraði ákvörðun sinni um legu Sundabrautar. Í ljósi álits Skipulagsstofnunar er þessi afstaða ítrekuð og til þess hvatt að ákvörðun verði tekin hið allra fyrsta svo hefja megi undirbúning að þessari mikilvægu samgöngubót strax. Borgaryfirvöld geta nýtt sér umsögn Skipulagsstofnunar við þá ákvörðun, en í niðurstöðu skýrslunnar segir m.a.:
Skipulagsstofnun telur að lagning 1. áfanga Sundabrautar skv. leið III sé ásættanlegri kostur en leið I m.t.t. áhrifa á samgöngur, áhrifa á gangandi og hjólandi vegfarendur og áhrifa á nýtingu hafnarsvæðis Sundahafnar.
Fram hefur komið að óverulegur munur er á því hvað varðar umferð til og frá miðborg Reykjavíkur um Sæbraut, hvort leið I eða leið III verða fyrir valinu. Hins vegar er ljóst að munurinn á kostnaði vegna þessara leiða er verulegur. Leið I er mun dýrari, en eins og fram kemur í skýrslu Skipulagsstofnunar munar þar allt frá rúmlega þremur milljörðum að sex milljörðum.
9. Lagt fram bréf Einars Baldvins Árnasonar hdl., f.h. eigenda fasteignanna að Hafnarstræti 9 og 11, dags. 22. þ.m., varðandi úrskurð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 11. þ.m. í málinu nr. 60/2004 varðandi Pósthússtræti 2 og Tryggvagötu 28. Jafnframt lögð fram umsögn byggingarfulltrúa frá 23. þ.m. R04110119
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera athugasemdir við afgreiðslu borgaryfirvalda á niðurstöðu úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Að sjálfsögðu eiga borgaryfirvöld að fylgja eftir niðurstöðu úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála eins fljótt og kostur er.
10. Rætt um eldsvoða í Klettagörðum í vikunni. R04110128
Bókun borgarráðs:
Borgarráð þakkar viðbragðsaðilum vegna stórbrunans á athafnasvæði Hringrásar ehf. í Sundahöfn fyrir fumlaus og fagmannleg vinnubrögð, sem ásamt æðruleysi íbúa tryggði að ekki varð mannskaði í eldsvoðanum. Samstarf slökkviliðs, lögreglu, björgunarsveita og Rauða krossins virðist hafa gengið hnökralaust og ber það góðri þjálfun þessara aðila vitni.
Borgarráð þakkar sérstaklega framtak og aðstoð sjálfboðaliða í glímunni við eldinn og aðstoð allra þeirra sem veittu þeim íbúum, sem yfirgefa þurftu heimili sín, liðsinni.
Borgarráð fagnar viðbrögðum umhverfisráðherra við brunanum, sem felast í því að kanna hvort efla þurfi lagalegar heimildir eldvarnareftirlits til viðbragða þegar ekki er farið að tilmælum þess.
11. Lagt fram minnisblað borgarstjóra, dags. í dag, um undirbúning sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. og Vélamiðstöðvarinnar ehf., sbr. 6. liður fundargerðar borgarráðs 16. september sl. R04090035
12. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, varðandi ráðningar í störf yfirmanna skv. nýju stjórnskipulagi Reykjavíkurborgar, sbr. 1. liður fundargerðar borgarstjórnar 19. f.m.
Tillaga borgarstjóra um staðfestingu á ráðningum eftirtalinna stjórnenda samþykkt með samhljóða atkvæðum:
Sviðsstjóri Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs: Helga Jónsdóttir
Sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs: Ómar Einarsson
Sviðsstjóri Menntasviðs: Gerður G. Óskarsdóttir
Sviðsstjóri Umhverfissviðs: Ellý K. Guðmundsdóttir
Sviðsstjóri Velferðarsviðs: Lára Björnsdóttir
Skrifstofustjóri borgarstjóra: Kristín A. Árnadóttir
Tillaga borgarstjóra um ráðningu Önnu Skúladóttir í starf sviðsstjóra Fjármálasviðs samþykkt með samhljóða atkvæðum.
Tillaga borgarstjóra um ráðningu Hrólfs Jónssonar í starf sviðsstjóra Framkvæmdasviðs samþykkt með samhljóða atkvæðum.
Tillaga borgarstjóra um ráðningu Svanhildar Konráðsdóttur í starf sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs samþykkt með samhljóða atkvæðum.
Fellt með 4 atkvæðum gegn 3 að fresta afgreiðslu á tillögu borgarstjóra um ráðningu í starf sviðsstjóra Þjónustu- og rekstrarsviðs.
Tillaga borgarstjóra um ráðningu Regínu Ásvaldsdóttur í starf sviðsstjóra Þjónustu- og rekstrarsviðs samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3. R04110116
Gísli Helgason óskaði bókað:
F-listinn leggur áherslu á að þegar ráðið verður í stöður stjórnenda hjá Reykjavíkurborg, verði menntun og reynsla látin vega þyngst.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að með umræddri ráðningu sé með mjög ámælisverðum hætti gengið fram hjá öðrum umsækjendum sem vegna menntunar sinnar og/eða starfsreynslu ættu að koma sterklega til greina í umrætt starf. Þ.á.m. er um að ræða einstaklinga, sem sinnt hafa með miklum sóma mikilvægum ábyrgðarstöðum á rekstrarsviðum ýmissa borgarstofnana.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans benda á vandaða umsögn um umsækjendur og ítarlegan rökstuðning sem komið hefur fram vegna þeirrar ráðningar sem hér er deilt um, en ljóst er að úr hópi fjölda hæfra umsækjenda er að ræða.
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans óska öllum þeim sem í dag hafa verið ráðnir í mikilvæg störf farsældar í þágu Reykvíkinga.
13. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Dagur B. Eggertsson taki sæti Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir í stjórn skipulagssjóðs til loka kjörtímabilsins. R03030061
14. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Stefán Jóhann Stefánsson taki sæti í umhverfis- og heilbrigðisnefnd til 30. apríl n.k. í stað Sigrúnar Elsu Smáradóttur. R02060083
15. Samþykkt að kjósa Björk Vilhelmsdóttur í stjórn Fjölsmiðjunnar, sbr. 13. liður fundargerðar borgarráðs 18. þ.m. R01040011
16. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 23. þ.m., þar sem lagt er til að Póstbarnum ehf. verði veitt leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingahúsið Póstbarinn, Pósthússtræti 13, þar með talið leyfi til útiveitinga áfengis, með nánar tilgreindum skilyrðum. R03050162
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 23. þ.m., þar sem lagt er til að Evros ehf. verði veitt leyfi til áfengisveitinga fyrir skemmtistaðinn Apótek Bar Grill, Austurstræti 16, þar með talið leyfi til útiveitinga áfengis, með nánar tilgreindum skilyrðum. R04070062
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf borgarstjóra og bæjarstjóra Seltjarnarneskaupstaðar til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra frá 22. þ.m. varðandi hjúkrunarheimili í Vesturbæ Reykjavíkur. R03050098
19. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. s.m., þar sem lagt er til að sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs verði settur skipulagsfulltrúi í máli er varðar umsókn um breytingar á deiliskipulagi reits 1.230, Bílanaustsreit. R04110124
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.220.2, Borgartúnsreits, sem afmarkast af Skúlagötu, Skúlatúni, Borgartúni og Snorrabraut. R04010137
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. s.m., varðandi auglýsingu á deiliskipulagi reits 1.134.6, Holtsgötureits, sem afmarkast af Holtsgötu, Bræðraborgarstíg, Sólvallagötu og Vesturvallagötu. R04110123
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
- Kl. 14.45 viku Hanna Birna Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.
22. Lagt fram árshlutauppgjör um rekstur og framkvæmdir borgarsjóðs fyrstu níu mánuði ársins ásamt útkomuspá 2004. Jafnframt lagður fram árshlutareikningur Aflvaka hf., framvinduskýrsla Fasteignastofu um nýbyggingar, dags. í nóvember 2004, og skýrsla um þróun erlendra lána Reykjavíkurborgar og gengishreyfingar til 30. september 2004, dags. nóvember 2004.
Þá lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa frá 24. þ.m., þar sem lagðar eru til svofelldar breytingar á fjárhagsáætlun 2004: R04100062
Aðalsjóður
í þkr. Kostn.st Var Verður Breyting
Afskriftir F1650 5.000 40.000 35.000
Framfærslulán 40.000 5.000 -35.000
Launapottur vegna starfsmat 09106 520.000 300.098 -219.902
Breyting skammtímaskulda -387.451 -167.549 219.902
Breyting vegna sumarvinnu ungs fólks
Borgarbókasafn 03201 90.217 91.066 849
Árbæjarsafn 03700 120.504 121.166 662
Ráðhúsið 01259 0 899 899
Leikskólarnir D417 226.054 229.384 3.330
Verkbækistöð 1 B2201 104.667 109.505 4.838
Verkbækistöð 2 B2202 95.385 99.105 3.720
Verkbækistöð 3 B2203 71.227 76.057 4.830
Grasagarður B2205 39.719 40.551 832
Ræktunarstöð B2204 20.411 22.209 1.798
Skólagarðar B2221 4.275 5.624 1.349
Gatnamálastofa B3200 11.024 30.645 19.621
Atvinnumál I2050 5.396 92.488 87.092
Vinnumiðlun ungs fólks I2053 0 12.500 12.500
Atvinnátkaksverkefni 07150 150.000 7.680 -142.320
Breytingar vegna innri leigu
Húsaleiga 09995 180.000 0 -180.000
Vesturbæjarskóli M2101 182.794 186.927 4.133
Grandaskóli M2102 212.882 217.708 4.826
Melaskóli M2103 301.607 307.245 5.638
Hagaskóli M2104 288.297 294.057 5.760
Austurbæjarskóli M2105 343.229 349.288 6.059
Hlíðaskóli M2106 388.982 396.410 7.428
Háteigsskóli M2107 214.766 219.100 4.334
Álftamýrarskóli M2120 226.360 231.352 4.992
Hvassaleitisskóli M2121 184.721 189.132 4.411
Breiðagerðisskóli M2122 204.976 208.812 3.836
Réttarholtsskóli M2123 212.980 217.756 4.776
Fossvogsskóli M2124 194.499 198.135 3.636
Vogaskóli M2125 205.442 208.425 2.983
Langholtsskóli M2126 307.368 313.398 6.030
Laugalækjarskóli M2127 182.201 186.316 4.115
Laugarnesskóli M2128 223.722 227.394 3.672
Breiðholtsskóli M2140 345.014 351.812 6.798
Ölduselsskóli M2141 309.528 315.230 5.702
Seljaskóli M2142 347.305 353.509 6.204
Fellaskóli M2143 313.498 321.393 7.895
Hólabrekkuskóli M2144 315.191 321.409 6.218
Selásskóli M2145 219.410 224.690 5.280
Árbæjarskóli M2146 418.217 426.736 8.519
Ártúnsskóli M2147 128.536 131.349 2.813
Foldaskóli M2160 324.875 332.088 7.213
Húsaskóli M2161 245.702 251.218 5.516
Engjaskóli M2162 232.185 238.086 5.901
Rimaskóli M2163 403.895 412.301 8.406
Hamraskóli M2164 232.429 237.739 5.310
Borgaskóli M2165 230.138 236.037 5.899
Korpuskóli M2166 120.305 121.978 1.673
Víkurskóli M2167 164.133 169.176 5.043
Ingunnarskóli M2168 122.696 123.923 1.227
Klébergsskóli M2170 117.256 119.386 2.130
Íþróttamiðstöð Grafarvogi I5050 67.675 68.013 338
Félagsmiðstöðin Gerðubergi 1 I3010 41.783 42.053 270
Þjónusta við félög borgarhluta 2 I5402 9.851 10.392 541
Húsaleiga af borgarmannvirkjum I9050 120.074 134.929 14.855
Sparkvellir í borgarhluta 2 I5422 675 2.327 1.652
Kjarvalstaðir 03320 30.674 32.026 1.352
Listasafn hafnarhúsi 03310 38.568 39.650 1.082
Klettaborg D134 36.704 38.465 1.761
Arnarborg D100 37.896 38.719 823
Foldakot D116 25.316 26.002 686
Sólhlíð D153 46.320 47.006 686
BakkI Staðahverfi D154 31.960 37.654 5.694
Berg Kjalarnes D168 18.822 22.355 3.533
Geislabaugur D179 0 4.202 4.202
Sólbakki D169 27.763 30.541 2.778
Húsnæði borgarverkfræðings B5200 46.588 47.404 816
Rekstur ráðhúss 01370 233.494 235.534 2.040
Fasteignastofa 2424 -37.485 -37.485
Fasteignastofa
Rekstur
í þkr. Kostn.st Var Verður Breyting
Leigutekjur -4.032.000 -4.069.485 -37.485
Aðalsjóður 2424 1.957.600 1.995.085 37.485
Viðhald fræðslumála 1204 290.000 320.000 30.000
Viðhald ýmissa fasteigna 1208 125.000 182.000 57.000
Viðhald menningarmála 1203 55.000 70.000 15.000
Viðhald ÍTR 1205 85.000 120.000 35.000
Viðhald leikskóla 1206 75.000 125.000 50.000
Viðhald félagsþjónustu 1207 59.700 79.700 20.000
207.000
Melaskóli 1104/04004 5.000 0 -5.000
Endurbygging skólalóða 1104/04049 10.000 0 -10.000
Tölvu-, raf- og símalagnir í eldri skóla 1104/04xxx 15.000 0 -15.000
Korpúlfsstaðir 1104/08005 2.000 0 -2.000
Kjarvalsstaðir 1103/03009 2.000 0 -2.000
Árbæjarsafn 1103/03013 8.000 0 -8.000
Gerðuberg 3 1103/03011 5.000 0 -5.000
Vesturbæjarlaug, myndavélar ofl. 1105/05016 2.000 0 -2.000
Sundhöllin 1105/05017 2.000 0 -2.000
Átak í sundlaugum 1105/05046 10.000 0 -10.000
Eignir Reykjavíkurborgar og vellir í Laugardal 1105/05051 5.000 0 -5.000
Reiðhöll, frágangur innanhúss 1105/05012 8.000 0 -8.000
Laugardalslaug, endurbætur á laugarkeri 1105/05015 2.000 0 -2.000
Íþróttamiðstöð á Kjalarnesi 1105/05043 5.000 0 -5.000
Félagsheimilið Fólkvangur 1105/05044 1.000 0 -1.000
Endurbætur v/eldvarnarmála leikskóla 1106/06076 20.000 0 -20.000
Breytingar og endurbætur leikskóla 1106/06083 30.000 0 -30.000
Norðurbrún, endurbætur 1107/07104 20.000 0 -20.000
Ráðhús 1108/01001 10.000 0 -10.000
Skúlatún 2 1108/01002 30.000 0 -30.000
Borgartún 3 1108/01004 10.000 0 -10.000
Bækistöð garðyrkjustjóra 1108/17xxx 5.000 0 -5.000
-207.000
Tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun ársins 2004 samþykktar með 4 samhljóða atkvæðum.
23. Lagður fram dómur Hæstaréttar í málinu nr. 212/2004, er varðar kjarasamninga opinberra starfsmanna. R02120129
24. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Grétars Hafsteinssonar frá 23. þ.m. um greiðslu miskabóta að fjárhæð 240 þkr. í tengslum við dóm Hæstaréttar í málinu nr. 120/2003. R01010015
Samþykkt.
25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að borgarráð samþykki að gerður verði samningur við Nýlistasafnið um að Reykjavíkurborg styðji Nýlistasafnið á tímabilinu 1. september 2004 til 31. desember 2011, með árlegum greiðslum að fjárhæð kr. 1.250.000.- en Nýlistasafnið stendur frammi fyrir því að þurfa að byggja upp starfsemi sína á nýjum stað. Samtals nemur stuðningurinn kr. 10.000.000.- á móti tekur Nýlistasafnið að sér rekstur safns og listsýninga að Laugavegi 26 árin 2004-2011. Gerður verði sérstakur samningur um stuðning Reykjavíkurborgar, greiðslufyrirkomulag og samskipti á samningstímanum. R04110130
Samþykkt.
26. Lögð fram drög að skipulagsskrá fyrir sjálfseignarstofnunina Víkina - sjóminjasafnið í Reykjavík ses., ódags. R01050096
Borgarráð samþykkir skipulagsskrána fyrir sitt leyti.
27. Lagt fram bréf borgarstjóra til nefndar um sameiningu sveitarfélaga, dags. í dag, varðandi tillögu um sameiningu sveitarfélaganna Reykjavíkurborgar og Kjósarhrepps. R04010181
Samþykkt.
28. Lögð fram skýrsla starfshóps um rafræna stjórnsýslu og þjónustu, dags. í nóvember 2004. Jafnframt lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, þar lagt er til að borgarráð samþykki tillögur starfshópsins og jafnframt að framkvæmd þeirra verði komið í tiltekinn farveg. R04020109
Tillaga borgarstjóra samþykkt.
Fundi slitið kl. 15:15.
Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Stefán Jón Hafstein