Borgarráð - Fundur nr. 4869

Borgarráð

B OR G A R R Á Ð

Ár 2004, fimmtudaginn 18. nóvember, var haldinn 4869. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir framtalsnefndar frá 21. september og 5. og 19. október. R04010016

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 9. nóvember. R04010037

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 10. nóvember. R04010018

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R04100491

5. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2005.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 15. þ.m. um breytingu á fjárhagsramma Félagsþjónustunnar fyrir árið 2005:

Var 5.666.980 þkr. Verður 5.723.980 þkr. Breyting 57.000 þkr. R04070012

Samþykkt.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 12. þ.m. þar sem lagt er til að Félagsstofnun stúdenta verði úthlutað með nánar tilgreindum skilyrðum byggingarrétti á lóð nr. 46 við Lindargötu, til að reisa á henni fjölbýlishús með námsmannaíbúðum í samræmi við núgildandi deiliskipulag. R02050164
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 21. f.m. þar sem lagt er til að að eftirtöldum aðilum verði úthlutað byggingarrétti á fjórum lóðum í Norðlingaholti, með nánar tilgreindum skilyrðum:

Bjallavað 7-11 (þrjú 6 íbúða hús), Búseti hsf.
Ferjuvað 7-11 (þrjú 6 íbúða hús), JB Byggingafélag ehf. og Búmenn hsf.
Hólmavað 10-22 (17-20 íbúðir), Leiguhúsnæði ehf.
Hólmavað 24-36 (13-18 íbúðir), Félagsbústaðir ehf. R04050026

Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

8. Lögð fram tillaga Sveins Ívarssonar arkitekts að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 9 við Þorláksgeisla, dags. 20 janúar sl., sem skipulags- og byggingarnefnd vísaði til efnislegrar afgreiðslu borgarráðs að lokinni endurupptöku málsins 10. þ.m., sbr. einnig 14. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. þ.m. Jafnframt lagðar fram athugasemdir íbúa við Gvendargeisla við tillöguna ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. júní sl. Þá er lagt fram erindi Félagsbústaða hf. frá 1. f.m. R04100096
Með vísan til þess að í umsögn skipulagsfulltrúa kemur að breytingin muni ekki hafa neikvæð áhrif á hagsmuni athugasemdaaðila og þeirra raka, sem færð hafa verið fram af hálfu Félagsbústaða hf. í málinu, er tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 9 við Þorláksgeisla samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.

9. Lagður fram kjarasamningur Kennarasambands Íslands og launanefndar sveitarfélaga fyrir grunnskóla, dags. 17. þ.m. R04070003

10. Lagt fram bréf forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur frá 15. þ.m., þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki framkvæmdaáætlun og skiptingu kostnaðar vegna gerðar duftgarðs í Leynimýri. R02020010
Frestað.

11. Lagt fram bréf skólastjóra Suðurhlíðaskóla frá 22. september, þar sem ítrekuð er umsókn um byggingarstyrk til skólans. Jafnframt lögð fram umsögn fræðslustjóra frá 2. þ.m. Þá er lögð fram umsögn skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 11. þ.m., þar sem lagt er til að veittur verðir styrkur að fjárhæð 2,2 mkr. til lýsingar á lóð og til að mæta kröfum eldvarnaeftirlits. R03060095
Umsögn skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna harðlega það hversu langan tíma hefur tekið að afgreiða erindi Suðurhlíðaskóla, sem barst borgaryfirvöldum fyrst í nóvember 2001 en hefur ekki verið formlega svarað fyrr en nú þremur árum síðar.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Taka má undir að fyrsta umsókn skólans hefði átt að fá skjótari afgreiðslu. Hins vegar var ítrekun á umsókn send í eðlilegan farveg, sem er hlutlægt mat á þörfum skólans í samanburði við mat á öðrum skólabyggingum í Reykjavík. Nú liggur fyrir ítarleg úttekt á viðhalds- og viðgerðaþörf skóla í borginni og úthlutun til Suðurhlíðaskóla í fullu samræmi við hana.

12. Lögð fram ársskýrsla fræðslumála í Reykjavík 2003. R04110073

13. Lagt fram bréf Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur frá 16. þ.m. þar sem hún óskar lausnar úr stjórn Fjölsmiðjunnar frá og með deginum í dag. R01040011
Samþykkt.

- Kl. 13.05 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi.

14. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 17. þ.m., þar sem lagt er til að Veitingahúsinu Þjóðhildarstíg 2 ehf. verði veitt leyfi til áfengisveitinga til eins árs, með nánar tilgreindum skilyrðum. R04100133
Samþykkt.

15. Afgreidd 48 útsvarsmál. R04010153

Fundi slitið kl. 13:20.

Alfreð Þorsteinsson

Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Stefán Jón Hafstein