Borgarráð - Fundur nr. 4868

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, laugardaginn 13. nóvember, var haldinn 4868. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:45. Viðstaddir voru, auk borgarlögmanns sem sat fundinn í fjarveru borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Jafnframt sat fundinn Gísli Helgason.
Fundarritari var Sigurbjörg Sigurjónsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2005.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarlögmanns, dags. 12. þ.m., að breytingu á fjárhagsramma Gatnamálastofu fyrir árið 2005:

Var kr. 1.633.222 þkr. Verður 1.662.317 þkr. Breyting (29.095)

Samþykkt með 4 atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.

- Kl. 9:48 tók Stefán Jón Hafstein sæti á fundinum.

Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 10 þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Fasteignastofu 27. apríl sl. varðandi verklagsreglur um kaup og sölu fasteigna. Jafnframt lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 10 þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Fasteignastofu 28. f.m. varðandi gjaldskrá Fasteignastofu.
Frestað.

- Kl. 10:23 véku Alfreð Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson af fundi og Björk Vilhelmsdóttir tók þar sæti.



Fundi slitið kl. 11:20.

Stefán Jón Hafstein

Árni Þór Sigurðsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir