Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2004, fimmtudaginn 4. nóvember, var haldinn 4865. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 1. nóvember. R04010041
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 29. október. R04010042
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 27. október. R04010018
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 26. október. R04010020
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 18. október. R04010022
6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 3. september og 15. október. R04010043
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 25. október. R04010021
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R04100491
- Kl. 11.20 tóku Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.
9. Rætt um fjárhagsáætlun 2005.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag, um breytingu á fjárhagsramma Leikskóla Reykjavíkur fyrir árið 2005:
Leikskólar Reykjavíkur Var 4.410.513 þkr. Verður 4.382.013 þkr. Breyting (28.500 þkr.)
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 1. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 29. f.m. varðandi tillögu að nýrri gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur.
Frestað. R04070012
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 14 við Klapparstíg. R04080049
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi auglýsingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Jaðarsel, milli Klyfjasels og Lækjarsels. R04100493
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
- Kl. 13.05 vék borgarstjóri af fundi.
12. Kynnt miðlunartillaga sáttasemjara í kjaradeilu sveitarfélaga og grunnskólakennara. R04090100
13. Rætt um stöðu innleiðingar starfsmats hjá Reykjavíkurborg. R04080093
14. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 13. s.m., varðandi ósk Félagsbústaða hf. um endurupptöku á þeirri ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar 30. júní sl. að hafna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 9 við Þorláksgeisla.
Björk Vilhelmsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu:
Fram kemur í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. júní sl. að sú ákvörðun nefndarinnar að hafna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 9 við Þorláksgeisla byggir á umsögn skipulagsfulltrúa frá 28 s.m. Eins og kemur fram í erindi Félagsbústaða er í umræddri umsögn ekki tekið undir þær athugasemdir sem gerðar voru við tillöguna er hún var grenndarkynnt. Ákvörðun um synjun tillögunnar var því ekki studd nægjanlega skýrum rökum og beinir borgarráð því þeim tilmælum til skipulags- og byggingarnefndar að hún taki málið upp að nýju. R04100096
Tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 29. f.m., þar sem lagt er til að eftirtaldir aðilar verði lóðarhafar einbýlishúsalóða við Þingvað, með nánar tilgreindum skilyrðum:
Þingvað 13, Sigurgísli Eyjólfsson
Þingvað 15, Árni V. Pálmason og Hrafnhildur Sigurgísladóttir R04050026
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
16. Lagt fram erindi stjórnar Skátasambands Reykjavíkur frá 30. ágúst sl. varðandi niðurfellingu fasteignagjalda og lóðaleigu. Jafnframt lögð fram umsögn borgarritara, dags. 19. f.m. R04090010
Frestað.
17. Lagt fram svar borgarstjóra frá 3. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um rekstur og málefni Viðeyjar, sbr. 10. liður fundargerðar borgarráðs 21. f.m. R03040071
18. Lagt fram svar borgarstjóra frá 3. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um samskipti embættismanna og stjórnmálamanna, sbr. 31. liður fundargerðar borgarráðs 28. f.m. R04100492
19. Lagt fram bréf forstöðumanns Vesturgarðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt hverfisráðs Vesturbæjar s.d., varðandi afnot leikskólans Öldukots af leiksvæði við Öldugötu. R04110013
Vísað til meðferðar leikskólaráðs.
20. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 3. þ.m. varðandi ósk um undanþágu frá bílastæðakröfu á lóð nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg. R04100451
Samþykkt.
21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að koma formlega að undirbúningi ráðstefnu sem efnt verður til 15. apríl næstkomandi til heiðurs frú Vigdísi Finnbogadóttur á 75 ára afmæli hennar þann 15. apríl 2005. Samþykkt er að veita styrk að upphæð kr. 1.500.000 til verkefnisins af styrkjalið borgarráðs. Kristín A. Árnadóttir er tilnefnd sem fulltrúi Reykjavíkurborgar í undirbúningsnefnd. R04110003
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 3. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar skipulagssjóðs 13. apríl sl., þar sem lagt er til að leitað verði eftir eignarnámi á landspildu nr. 13A í Norðlingaholti. R04020138
Frestað.
23. Lagt fram bréf hafnarstjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt hafnarstjórnar s.d., um aðild skipulags- og byggingarsviðs og Reykjavíkurhafnar að samtökunum Association Internationale Villes & Ports.
Samþykkt. R04100200
24. Lagður fram dómur Hæstaréttar í málinu nr. 94/2004, barnaverndarmál. R04020102
25. Lögð fram greinargerð borgarstjóra frá 3. þ.m. um réttarstöðu Reykjavíkurborgar og stjórnenda hennar við fyrirhugaðar breytingar á stjórnkerfi og stjórnsýslu borgarinnar. R04100035
26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista:
Borgarráð samþykkir að fela Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hrl. að meta, fyrir hönd Reykjavíkurborgar, hvort bótaréttur er fyrir hendi vegna meints ólöglegs samráðs olíufélaganna við gerð tilboða í viðskipti við Reykjavíkurborg og fyrirtæki borgarinnar og hefja undirbúning kröfugerðar ef svo er.
Greinargerð fylgir tillögunni. R03070106
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Við samþykkjum þessa tillögu, enda er hún í fullu samræmi við tillöguflutning okkar í borgarráði um málið í ágúst s.l.
27. Lögð fram skýrslan Stöðumat - undirbúningur að stofnun þjónustmiðstöðva, dags. í nóvember 2004. R04060194
28. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir viðhorfi borgarstjóra og formanns stjórnkerfisnefndar til ummæla formanns Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í Fréttablaðinu í gær um nýsamþykktar stjórnkerfisbreytingar R-listans og uppsagnir tengdar þeim. Í frétt Fréttablaðsins sagði meðal annars:
#GLFormaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir uppsagnirnar blóðtöku. Starfsfólk borgarinnar sé að reyna að átta sig á því hvaða afleiðingar stjórnkerfisbreytingarnar kunni að hafa. Umræðan hafi ekki verið mikil fram að þessu um hvað þær þýði fyrir hinn almenna starfsmann og fyrir þjónustuna. Óneitanlega ríkir ótti, undrun og vantrú hjá fólki um gildi þessara breytinga.#GL
Þessi orð formanns Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sýna svart á hvítu að samráð við starfsmannafélagið um fyrirhugaðar stjórnkerfisbreytingar hefur nánast verið ekkert, hvað þá við einstaka starfsmenn, eins og við sjálfstæðismenn höfum ávallt haldið fram. R04100035
Fundi slitið kl. 14:15
Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson