Borgarráð - Fundur nr. 4864

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, fimmtudaginn 28. október, var haldinn 4864. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 4. október. R04010038

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 13. október. R04010039

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 8. október. R04010040

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 20. október. R04010018

5. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 20. október. R04010005

6. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um löggæslumálefni frá 20. október. R04010025

7. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 22. október. R04010019

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. R04090143

9. Sú leiðrétting er gerð við fundargerð borgarráðs frá 21. þ.m. að liðir nr. 5 og 6, leikreglur með fjárhagsáætlun og greinargerð um fjárhagsáætlunarferlið, voru samþykktir með samhljóða atkvæðum. R04070012

10. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2005.
Lögð fram bréf félagsmálastjóra frá 27. þ.m., sbr. samþykktir félagsmálaráðs 13. og 21. s.m., um gjaldskrá fyrir fæði, veitingar og akstur í félagsstarfi, gjaldskrá í heimaþjónustu, gjaldskrá í félagsstarfi og ósk um viðbótarfjármagn vegna tímabundins fósturs barna. R04070012
Frestað.

- Kl. 11.45 tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.

11. Lagt fram yfirlit forstjóra Innkaupastofnunar frá 15. þ.m. yfir viðskipti upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar við Innkaupastofnun í september 2004. R03030048

12. Lagt fram bréf forstjóra Landsvirkjunar frá 15. þ.m. þar sem óskað er heimildar Reykjavíkurborgar fyrir lántöku fyrirtækisins hjá Evrópska fjárfestingabankanum að fjárhæð 50 milljónir evra. Jafnframt lagt fram minnisblað fjármálastjóra frá 20. s.m. R04100122
Vísað til borgarstjórnar.

13. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 20. þ.m. þar sem óskað er heimildar Reykjavíkurborgar fyrir lántöku fyrirtækisins hjá Evrópska fjárfestingarbankanum að fjárhæð 77 milljónir evra. R04100301
Vísað til borgarstjórnar.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m. þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að gera leigusamninga við Orkuveitu Reykjavíkur um þær lóðir sem mannvirki hennar standa á og þar sem ekki eru jafnframt aðrir lóðarhafar. R04100202
Samþykkt.

- Kl. 12.45 vék Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. s.m. varðandi afmörkun lóðar fyrir stúdentagarða við Eggertsgötu. R04100372
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. s.m., varðandi auglýsingu á deiliskipulagi svæðis fyrir námsmannaíbúðir við Klausturstíg. R04100371
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. s.m., varðandi auglýsingu deiliskipulags atvinnulóða á miðsvæði við Vesturlandsveg í Stekkjarbrekkum. R04100369
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

18. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 26. þ.m. varðandi greiðslu bóta vegna rekstrar veitingastaðar að Laugavegi 3. R03010151
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 25. þ.m. þar sem lagt er til að Knattspyrnufélaginu Fram verði veittur styrkur til greiðslu á gatnagerðargjöldum vegna framkvæmda á svæði félagsins við Safamýri, samtals að fjárhæð kr. 8.878.976,-. R04100349
Samþykkt.
Greiðist af kostnaðarstað ófyrirséð útgjöld.

20. Lagt fram að nýju bréf formanna íþrótta- og tómstundaráðs og félagsmálaráðs frá 3. maí sl. þar sem lögð er til nánar tilgreind breyting á málsmeðferðarreglum vínveitingaleyfa varðandi vínveitingar í íþróttamannvirkjum, ásamt umsögn borgarlögmanns frá 5. s.m. R04050007
Tillögunni er vísað til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs og þess jafnframt óskað að ráðið skilgreini þá starfsemi sem falla myndi undir ákvæðið.

21. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra skipulagssjóðs frá 25. þ.m. þar sem óskað er heimildar til kaupa á landspildunni Ljótalandi í Úlfarsárdal. R03070103
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra skipulagssjóðs frá 25. þ.m. þar sem óskað er heimildar til kaupa á helmingi eignarhluta í Selásbletti 14A, Norðlingaholti, og jafnframt til ráðstöfunar leiguafnota af helmingi lóðarinnar að Kistumel 3, Esjumelum. R04020138
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

23. Lagt fram bréf borgarverkfræðings og forstöðumanns verkfræðistofu frá 25. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra um færslu Hringbrautar, sbr. 23. liður fundargerðar borgarráðs 7. s.m. R04010106

24. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 26. þ.m. þar sem hann óskar lausnar frá starfi. R03060123
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þykir miður að sjá af borgarverkfræðingi Birni Inga Sveinssyni í önnur störf. Björn Ingi hóf störf í ágúst á síðasta ári og hefur sýnt það í verki í þann stutta tíma sem hann hefur starfað að hann er mjög fær starfsmaður og var borgarkerfinu mikill styrkur. Það er augljóst að borgarverkfræðingur hefur séð sig knúinn til að segja starfi sínu lausu vegna þess starfsumhverfis sem að R-listinn hefur skapað starfsmönnum borgarinnar. Augljóst er að margir hæfir starfsmenn una sér ekki undir stjórn R-listans en nýlega sagði fyrrv. borgarlögmaður starfi sínu lausu eftir 6 mánaða starfstíma og nýverið sóttu þrír yfirmenn hjá borginni um laust starf hjá ríkinu.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

F-listinn harmar að jafn hæfur embættismaður borgarinnar og Björn Ingi Sveinsson, borgarverkfræðingur, er skuli kjósa að láta af störfum. Er honum óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

25. Lagður fram dómur Hæstaréttar í málinu nr. 385/2004, varðandi byggingarleyfi að Laugavegi 53. R04080068

26. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málinu nr. A-182/2004, varðandi aðgang afkomenda að gögnum um forfeður sína. R04060201

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Lagt er til að framkvæmdastjóra Aflvaka hf. verði heimilað að segja öllum starfsmönnum fyrirtækisins upp störfum með umsömdum uppsagnarfresti miðað við 1. nóvember 2004.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04100035
Samþykkt.

28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Lagt er til að forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkur verði heimilað að segja öllum starfsmönnum stofnunarinnar upp störfum með umsömdum uppsagnarfresti miðað við 1. nóvember 2004.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04100035
Samþykkt.

29. Rætt um framkvæmd starfsmats á störfum hjá Reykjavíkurborg skv. kjarasamningum. R04010055

30. Samþykkt borgarráðs:

Orkuveita Reykjavíkur er með til skoðunar ljósleiðaratengingar heimila á orkuveitusvæði sínu. Af því tilefni beinir borgarráð því til stjórnar Orkuveitunnar, að sérstök áhersla verði lögð á að hefja tengingar í þeim hverfum Reykjavíkur, sem hagkvæmast er að koma þeim við, þegar endanleg ákvörðun verður tekin um verkefnið.
Borgarráð óskar eftir því að fá að fylgjast með áætlanagerð Orkuveitunnar, áður en frekari ákvarðanir verða teknar. R04100377

31. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska skýringa borgarstjóra á því hvers vegna pólitískir fulltrúar R-listans saka ítrekað embættismenn á skipulagssviði í fjölmiðlum um mistök. Öllum er ljóst að mörg pólitísk mistök hafa verið gerð í skipulagsmálum í tíð R-listans og það væri eðlilegt að R-listinn axlaði þá ábyrgð í stað þess að reyna að koma eigin mistökum yfir á starfsfólk borgarinnar. Það er sjálfsagt og eðlilegt að stjórnmálamenn takist á í fjölmiðlum og annarsstaðar en það fólk sem velur sér starfsvettvang hjá Reykjavíkurborg á ekki að þurfa að verða fyrir slíkum ásökunum frá sínum pólitísku yfirmönnum á opinberum vettvangi. R04100492

- Kl. 13.30 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.

32. Rætt um réttarstöðu Reykjavíkurborgar og stjórnenda hennar við fyrirhugaðar breytingar á stjórnkerfi og stjórnsýslu borgarinnar. R04100035

- Kl. 13.40 vék borgarstjóri af fundi.

33. Afgreidd 64 útsvarsmál. R04010153

Fundi slitið kl. 13:50.

Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Stefán Jón Hafstein