Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2004, fimmtudaginn 21. október, var haldinn 4863. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 7. október. R04010035
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 18. október. R04010021
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 18. október. R04010009
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. R04090143
5. Lagðar fram leikreglur með fjárhagsáætlun, ódags. R04070012
6. Lögð fram greinargerð um fjárhagsáætlunarferlið, dags. í október 2004. R04070012
7. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2005. R04070012
- Kl. 11.30 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
- Kl. 11.45 vék Dagur B. Eggertsson af fundi og Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók þar sæti.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags - og byggingarnefndar s.d., varðandi auglýsingu á deiliskipulagi Sóltúns, Ármannsreits. R04100095
Samþykkt með þeirri breytingu að í stað reits undir leik- og grunnskóla verði í skipulaginu gert ráð fyrir reit undir fræðslustofnun, sem nánar verði útfærður í samráði við fræðsluráð.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
- Kl. 12.00 tóku Árni Þór Sigurðsson og Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum og Björk Vilhelmsdóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir viku af fundi.
9. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2005.
Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 18. þ.m. varðandi rekstrarhalla og fjárhagsramma umhverfis- og tæknisviðs. R04070012
Frestað.
10. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
1. Óskað er eftir upplýsingum um allan rekstrarkostnað og tekjur vegna starfsemi í Viðey á árinu 2003 og áætlun um sömu þætti á næsta ári.
2. Á hvern hátt verður staðið að almenningssamgöngum við Viðey á árinu 2003?
3. Hvernig verður veitingarekstri háttað í Viðey á árinu 2005?
4. Eru fyrirhugaðar einhverjar framkvæmdir í Viðey á árunum 2005-2006 t.d. að bæta úr aðstöðuleysi þar varðandi salerni, bekki, skýli, rennandi vatn o.fl.?
5. Eru fyrirhugaðar einhverjar breytingar á umsjónar- og eftirlitsstörfum í Viðey?
6. Óskað er eftir viðhorfi borgarstjóra til þess hvort rétt sé að færa málefni Viðeyjar beint undir nýtt svið menningar- og ferðamála. R03040071
- Kl. 12.25 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Björk Vilhelmsdóttir tók þar sæti.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi deiliskipulag útivistarsvæðis í Gufunesi. R04060032
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til sjónarmiða í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd 2. júní sl.
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi auglýsingu á breyttu aðalskipulagi við Sléttuveg. R04100098
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóð D við Sléttuveg. R04100097
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 18. þ.m. þar sem lagt er til að Landsbanki Íslands hf. verði lóðarhafi lóða nr. 1-11, 13-27 og 29-43 við Hólavað með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R04050026
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
15. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 13. s.m., varðandi reglur ráðsins um styrkveitingar. R04100130
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Samþykkjum fyrirliggjandi tillögu að reglum um styrkúthlutun félagsmálaráðs en teljum að ekki hefði átt að binda þær við ákveðið tímabil.
16. Lagt fram bréf formanns Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík frá 11. þ.m. þar sem óskað er viðræðna við borgaryfirvöld um rekstrarvanda tónlistarskólanna. R04050109
Vísað til meðferðar fræðsluráðs.
17. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 12. þ.m. þar sem leitað er heimildar til að beita dagsektum á grundvelli 32. gr. laga um brunavarnir vegna ágalla á brunavörnum húseignarinnar að Lágmúla 6-8. Dagsektir nemi kr. 19.000 fyrir hvern virkan dag þar til kröfur hafa verið uppfylltar. R04100072
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 15. þ.m. varðandi virkni settjarna. R02030175
19. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 20. þ.m. þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að draga á lán hjá Norræna fjárfestingabankanum sem nemur 500 mkr., sbr. 19. liður fundargerðar borgarráðs frá 10. ágúst sl. R04080053
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
20. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 19. þ.m., þar sem lagt er til að að Hanastéli ehf. verði veitt leyfi til áfengisveitinga fyrir Bar Bianco, Hverfisgötu 46, til reynslu í eitt ár. R04060203
Samþykkt.
21. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 19. þ.m. varðandi umsókn Grafarholts ehf. um rýmkun veitingatíma áfengis fyrir Holtakrána, Kirkjustétt 2-6, þar sem lagt er til að orðið verði við umsókninni. R04060060
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m. varðandi greiðslu bóta vegna tafa við byggingarframkvæmdir að Sogavegi 112. R04040127
Samþykkt.
23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga um fjölda spilakassa í Reykjavík og hvar þeir eru einkum staðsettir.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu jafnframt fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð felur Félagsþjónustunni að kanna eins og kostur er hve fjöldi spilafíkla er mikill í Reykjavík og hvaða meðferðarúrræði standa þeim til boða. R04100199
Tillagan samþykkt.
Fundi slitið kl. 13:35
Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Kjartan Magnússon
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson