Borgarráð - Fundur nr. 4861

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, fimmtudaginn 7. október, var haldinn 4861. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 24. september. R04010042

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 29. september. R04010018

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 29. september. R04010021

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 1. október. R04010009

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R04090143

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi afturköllun sameiningar lóða nr. 17 og 19 við Borgartún. R04100002
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 22. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi deiliskipulag fyrir Halla- og Hamrahlíðarlönd. R04060149
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísuðu til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd, og óskuðu jafnframt bókað:

Í umfjöllun um Hallsveg í tengslum við fyrirhugaða íbúðabyggð í Úlfarsfelli hafa komið fram fullyrðingar af hálfu borgarfulltrúa R-listans um að það hafi verið fyrst í tíð Sjálfstæðisflokksins í meirihluta í Reykjavík, sem Hallsvegur var settur á skipulag með fjórar akreinar. Slíkar fullyrðingar eru rangar og í aðalskipulagi Reykjavíkur 1990-2010 kemur ekkert slíkt fram heldur einungis að Hallsvegur er skilgreindur sem stofnbraut í stað tengibrautar. Sú skilgreining segir ekkert til um hvort gatan verði 2 eða 4 akreinar. Það er sérstök ákvörðun skipulagsyfirvalda hverju sinni. Á hinn bóginn kemur fram í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 sem unnið var undir forystu R-listans, að Hallsvegur verði 4 akreinar.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Í aðalskipulagi frá 1990 er Hallsvegi breytt úr tengibraut í stofnbraut og jafnframt gert ráð fyrir breikkun stofnbrautarinnar. Almennt hefur það verið túlkað þannig, m.a. í gögnum vegna dómsmála, að íbúar hafi mátt vænta 4ra akreina stofnbrautar. Það skiptir þó mestu máli að ekki er gert ráð fyrir að í fyrirsjáanlegri framtíð sé þörf á 4ra akreina vegi og því hefur Reykjavíkurlistinn ákveðið að undirbúa breytingu á aðalskipulagi þannig að Hallsvegur verði 2 akreinar. Er það von meirihlutans að farsæl lausn hafi fengist í málinu.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Það kemur ekki fram í tillögum eða greinargerð með aðalskipulagi Reykjavíkur 1990-2010 að gert hafi verið ráð fyrir breikkun Hallsvegar, a.m.k. ekki á þeim hluta Hallsvegar sem deilur hafa snúist um.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi deiliskipulag Hlemms og nágrennis. R04070048
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóð Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð. R01020150
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi austurhluta Laugardals. R04100003
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

11. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 22. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi breytt deiliskipulag Sogavegar. R04070047
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi breytt deiliskipulag á reit 1.172.0 vegna lóðarinnar Laugavegur 31/Vatnsstígur 3. R01110061
Samþykkt.

13. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 29. f.m. varðandi ósk um niðurfellingu fasteignagjalda af friðuðu húsi að Efstasundi 99, þar sem lagt er til að reglur um niðurfellingu fasteignaskatta af friðuðum húsum verði endurskoðaðar, og jafnframt að gildistími núgildandi reglna verði framlengdur til ársloka 2005. R04060204
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 5. þ.m. varðandi verkefni sem háskólanemendur hafa unnið fyrir Reykjavíkurborg með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna, ásamt yfirliti yfir verkefni á árinu 2003 og 2004, ódags. R04040085

15. Lagt fram erindi Knattspyrnufélagsins Fram frá 19. júní 2003 varðandi aulýsingaskilti á svæði félagsins við Miklubraut. Jafnframt lagt fram minnisblað borgarritara, dags. í dag. R02040023
Borgarráð samþykkir að fela Umhverfis- og heilbrigðisstofu að snyrta gróður við auglýsingaskilti Fram við Miklubraut svo það verði sýnilegt.

16. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar frá 29. f.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 28. s.m., varðandi uppsetningu á biðskyldu á nánar tilgreindum götum á Kjalarnesi. R04100019
Samþykkt.

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að fela borgarverkfræðingi, borgarlögmanni og framkvæmdastjóra ÍTR að ganga til samninga við Knattspyrnusamband Íslands, menntamálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið um framkvæmdir við þjóðarleikvanginn Laugardalsvöll. Samningsdrög, sem meðal annars innihaldi áætlun um fjármögnun endurbóta á þessum mannvirkjum Reykjavíkurborgar, verði lögð fyrir borgarráð til afgreiðslu.

Greinargerð fylgir tillögunni. R03090010
Samþykkt.

18. Kynnt var mat á umhverfisáhrifum Sundabrautar. R04100023

19. Lagt fram bréf borgarbókara, dags. í dag, varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um ferð á menningarkynningu í París, sbr. 24. liður fundargerðar borgarráðs frá 30. september. R04090148

20. Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra lagði fram svohljóðandi tillögu:

F-listinn leggur til að Reykjavíkurborg, sem stærsta og öflugasta sveitarfélagið í landinu, óski þegar í stað eftir viðræðum við ríkisvaldið um lausn á fjárhagsvanda sveitarfélaga vegna kennaradeilunnar.
Við blasir, að sveitarfélögin geta ekki risið undir fyrirsjáanlegum kostnaðarauka og leita verður leiða til bráðabirgða, meðan sveitarfélögunum eru fundnir nýir tekjustofnar til að sjá vel fyrir þessum undirstöðuþætti í rekstri þeirra. R04070003

Samþykkt borgarráðs:

Það hefur ekki tíðkast í samningaviðræðum Reykjavíkurborgar við viðsemjendur sína, sem eru um 8000, þar af kennarar rúmlega 1400, að óska eftir sérstakri íhlutun ríkisins, t.d. með fjárhagslegum stuðningi. Það er einnig varhugavert að tengja kjarasamninga við tiltekna starfsstétt fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga.
Nú er starfandi tekjustofnanefnd skipuð fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Verkefni hennar er m.a. að skoða fjárhagslega stöðu sveitarfélaga og er það hlutverk nefndarinnar að leggja fram tillögur til úrbóta.
Tillögu áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra er því vísað frá.

21. Lögð fram ályktun stjórnar Foreldrafélags Hlíðaskóla varðandi verkfall grunnskólakennara, ódags. R04100045

22. Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hvenær má vænta þess að fyrirhugaðar stjórnkerfisbreytingar verði kynntar fyrir kjörnum fulltrúum í borgarráði og borgarstjórn og starfsfólki borgarinnar?
Í síðustu viku birtust á forsíðum dagblaða fréttir um að fyrirhugaðar væru stórfelldar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar, þ.á.m. sameining íþrótta- og tómstundaráðs og menningarmálanefndar. F-listinn átelur að þessi áform hafi ekki verið kynnt borgarfulltrúum og borgarráðsmönnum, né heldur starfsfólki borgarinnar með eðlilegum hætti. R04100035

23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

1. Hver væri umframkostnaður við að leggja Hringbraut í opinn stokk á 600 m kafla milli Snorrabrautar og Njarðargötu?
2. Aðalforsenda fyrir færslu Hringbrautar er að Landspítali Háskólasjúkrahús (LSH) þurfi meira landrými til nýbygginga. Hver er skýringin á því, að eftir færslu Hringbrautar er eftir sem áður gert ráð fyrir gömlu Hringbraut sem gegnumakstursgötu í gegnum lóð LSH?
3. Hver væri umfram kostnaður við ljóslaus mislæg hringgatnamót á gatnamótum Snorrabrautar og Miklubrautar (Hringbrautar), í stað slaufugatnamóta í núgildandi skipulagi?

Jafnframt lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að gert verði heildstætt mat á faglegum og fjárhagslegum kostum þess og göllum að leggja niður akstur á gömlu Hringbrautinni um lóð LHS frá Snorrabraut að Barónsstíg og byggja þess í stað nýtt hringtorg á mótum Snorrabrautar og Eiríksgötu, nýjan rampa fyrir hægri beygju til vesturs af Snorrabraut niður á nýja Hringbraut og nýja tengingu Hlíðarfótar við vestari hluta gömlu Hringbrautar, Laufásveg og Barónsstíg skv. meðfylgjandi uppdráttum átakshóps Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð, dags. í september 2004. R04010106

Afgreiðslu tillögunnar frestað.

Fundi slitið kl. 13:45.

Alfreð Þorsteinsson

Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðlaugur Þór Þórðarson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson