Borgarráð - Fundur nr 4859

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, fimmtudaginn 23. september, var haldinn 4859. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:17. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir.
Fundarritari var Sigurbjörg Sigurjónsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 10. september. R04010035

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 9. september. R04010037

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 8. september. R04010042

4. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 15. september. R04010005

5. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 8. september. R04010019

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 17. september. R04010012

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál R04080086

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. þ.m., þar sem lagt er til að Styrktarfélagi vangefinna verði gefin fyrirheit um úthlutun lóðar nr. 122 við Langagerði til að reisa á lóðinni sambýli fyrir fólk með þroskahömlun. R04090084
Samþykkt.

- Kl. 11.22 tók borgarstjóri sæti á fundinum

9. Lagt fram bréf framkvæmdstjóra 101 Skuggahverfis hf. frá 29. f.m. varðandi lækkun gatnagerðargjalda af lóðum fyrirtækisins. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. þ.m. varðandi málið. R02010123
Umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra skipulagssjóðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar sjóðsins 8. s.m. um kauptilboð vegna Skúlagötu 26. R04020116
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar frá 15. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 14. s.m., varðandi beiðni um stöðubann við austanvert Ofanleiti. R04080096
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 16. þ.m. varðandi fyrirhugaða breytingu á reglugerð nr. 397/2003 um leigubifreiðar. R04090065

13. Lagðar fram að nýju tillögur stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 6. þ.m. um kostnaðarskiptingu vegna tónlistarnáms, ásamt bréfi framkvæmdastjóra samtakanna frá 8. s.m. Jafnframt lögð fram drög að samkomulagi menntamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. f.m., sbr. 9. liður fundargerðar borgarráðs 16. þ.m. R02010079
Reykjavíkurborg fellst á samkomulag stjórnar SSH, en þar sem skólaárið í tónlistarskólanum er hafið og Reykjavíkurborg hefur þegar ráðstafað því fé sem til reiðu er til tónlistarnáms í tónlistarskólum borgarinnar sem og utan hennar, ber ekki að líta á samþykkt þessa sem breytingu þar á.

14. Lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa frá 21. þ.m. þar sem lagðar eru til eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2004 vegna stofnunar símavers. Útgjaldaaukanum verði mætt með tilfærslu af ófyrirséðu.
Í þús. kr. Kostn.st Var Verður Breyting
Símaver 09540 0 15.600 15.600
Ófyrirséð 09205 184.127 168.527 -15.600

R04050135
Samþykkt.

15. Borgarráð samþykkir að tilnefna borgarstjóra, Árna Þór Sigurðsson og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í verkefnisstjórn vegna undirbúnings sölu á Malbikunarstöðinni Höfða ehf. og Vélamiðstöðinni ehf. R04090035

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Vélamiðstöðvarreits (Skúlatúnsreits eystri). R04010137
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:05.

Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson