Borgarráð - Fundur nr. 4858

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, fimmtudaginn 16. september, var haldinn 4858. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon og borgarritari í fjarveru borgarstjóra.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 9. september. R04010020

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R04080086

3. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 6. s.m., um að lóðarspildu við Móvað 13 verði komið í fóstur. R04050037
Samþykkt.

4. Lagt fram bréf prófasta Reykjavíkurprófastsdæma eystra og vestra frá 27. f.m. þar sem óskað er eftir því að Reykjavíkurborg annist áfram sorphirðu frá kirkjum og safnaðarheimilum í Reykjavík. Jafnframt lögð fram umsögn forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 11. þ.m., þar sem lagt er til að erindinu verði synjað. R04090008
Umsögn forstöðumanns samþykkt.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 13. þ.m. þar sem lagt er til að Starengi ehf. verði úthlutað byggingarrétti á lóð nr. 6 við Starengi fyrir námsmannaleiguíbúðir. R04010217
Samþykkt.
Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi við meðferð málsins.

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 7. þ.m.:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að hefja undirbúning að sölu á öllum hlut Reykjavíkurborgar í Malbikunarstöðinni Höfða ehf. og Vélamiðstöð ehf.
Jafnframt beinir borgarstjórn þeim tilmælum til Vélamiðstöðvar ehf. um að draga til baka tilboð félagsins í nýlegu útboði vegna þjónustu við endurvinnslustöðvar Sorpu bs. og umsókn sína um þátttöku í útboði vegna flutninga og vélavinnu í móttökustöð Sorpu i Gufunesi.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:

Borgarráð samþykkir að fela verkefnisstjórn skipaðri tveimur borgarráðsmönnum auk borgarstjóra að undirbúa tillögur um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. og Malbikunarstöðinni Höfða hf. Taka skal tillit til hagsmuna Reykjavíkurborgar sem aðaleiganda fyrirtækjanna tveggja og jafnframt sem eins helsta kaupanda þjónustu þeirra. Miðist tillögurnar við að tryggja sem virkasta samkeppni á starfssviði fyrirtækjanna. Verkefnið verði unnið í samráði við meðeigendur Reykjavíkurborgar að fyrirtækjunum, stjórnir þeirra, stjórnendur og starfsmenn. Verkefnisstjórnin skal leggja tillögur sínar fyrir borgarráð fyrir árslok 2004.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04090035

Tillaga borgarstjóra samþykkt.
Tilnefningu í verkefnisstjórn frestað.
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi þátttöku Vélamiðstöðvarinnar ehf. í útboðum á vegum Reykjavíkurborgar felld með 4 atkvæðum gegn 3.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 6. s.m., varðandi deiliskipulag lóða nr. 151 og 153 við Bústaðaveg. R04070011
Samþykkt.

8. Lagðar fram tillögur nefndar um mótun stefnu í úrgangsmálum, dags. í september 2004, ásamt bréfi deildarstjóra sorphirðu og dýraeftirlits Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 13. þ.m. R03070091
Vísað til umsagnar umhverfis- og heilbrigðisnefndar og stjórnar Sorpu bs. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd jafnframt falið að leita sjónarmiða hagsmunaaðila.

9. Lagðar fram tillögur stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 6. þ.m. um kostnaðarskiptingu vegna tónlistarnáms, ásamt bréfi framkvæmdastjóra samtakanna frá 8. s.m. Jafnframt lögð fram drög að samkomulagi menntamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. f.m. R02010079
Frestað.

10. Lagt fram bréf Oddnýjar M. Arnardóttur hdl. frá 23. mars s.l., f.h. eigenda húseignarinnar að Birtingakvísl 15, varðandi bótakröfur vegna skipulags lóðar nr. 10 við Bleikjukvísl. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 13. þ.m. R01090085
Umsögn borgarlögmanns samþykkt.

- Kl. 13:10 vék Björk Vilhelmsdóttir af fundi.

11. Afgreidd 55 útsvarsmál. R04010153

Fundi slitið kl. 13:30

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Stefán Jón Hafstein
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson