Borgarráð - Fundur nr. 4857

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, fimmtudaginn 9. september, var haldinn 4857. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 27. ágúst. R04010042

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 1. september. R04010018

3. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 30. ágúst. R04010005

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 30. ágúst. R04010022

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 25. ágúst. R04010021

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 3. september. R04010009

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R04080086

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóðunum nr. 25-27 við Rauðagerði. R04090007
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóðinni nr. 38 við Sigtún. R04090009
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

10. Lagt fram yfirlit forstjóra Innkaupastofnunnar frá 16. f.m. yfir rammasamninga Innkaupastofnunar fyrir Reykjavíkurborg í júlí 2004. R03030048

11. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 27. f.m., sbr. samþykkt stjórnar Fasteignastofu 24. s.m., þar sem lagt er til að Meiði ehf. verði seld fasteignin að Tjarnargötu 35 fyrir 85 millj.kr. R04080092
Samþykkt.

12. Samþykkt að skipa Stefán Jón Hafstein, Dag B. Eggertsson og Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur í starfshóp um endurskoðun fjölmenningarstefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 13. liður fundargerðar borgarráðs 17 f.m. R04080054

13. Lagðir fram úrskurðir kærunefndar útboðsmála frá 21. apríl og 6. ágúst sl. í málum nr. 10/2004 og nr. 17/200; Keflavíkurverktakar hf. gegn Innkaupastofnun Reykjavíkur. R04030021

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 6. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um gestafjölda í Viðey, sbr. 25. liður fundargerðar borgarráðs frá 2. þ.m. R04040035

15. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 7. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um skóladagvist í Öskjuhlíðarskóla, sbr. 17. liður fundargerðar borgarráðs frá 24. f.m. R01080110

16. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 7. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um þjónustusamninga við tónlistarskóla, sbr. 18. liður fundargerðar borgarráðs frá 24. f.m. R04050109

- Kl. 13:00 tók Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.

17. Lagt fram bréf starfshóps um endurskoðun á starfsreglum um auglýsingu og afgreiðslu almennra styrkja Reykjavíkurborgar, dags. 6. þ.m., ásamt þremur tillögum hópsins - reglum um styrkveitingar, meðferð styrkumsókna í fagnefndum og meðferð umsókna um niðurfellingu og/eða styrk til greiðslu fasteignagjalda, dags. s.d. R04010094
Tillögur starfshópsins samþykktar.

Fundi slitið kl. 13:20.

Stefán Jón Hafstein
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson