Borgarráð - Fundur nr. 4856

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, fimmtudaginn 2. september, var haldinn 4856. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Sigurbjörg Sigurjónsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð búfjáreftirlitsnefndar Reykjavíkur, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps og Seltjarnarnesbæjar frá 16. ágúst. R03110096

2. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 10. ágúst. R04010016

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 24. ágúst. R04010020

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R04080086

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Rafstöðvarsvæðis í Elliðaárdal. R04080083
Vísað til borgarstjórnar.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 31. f.m. þar sem lagt er til að Samtökum aldraðra verði gefið fyrirheit um úthlutun byggingarréttar á lóð norðvestan við gatnamót Sléttuvegar og Háaleitisbrautar. Stærð lóðarinnar er um 11.670 ferm. Jafnframt er lagt til að skipulags- og byggingarsviði verði falið að vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við það. R04050005
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 25. f.m. þar sem lagt er til að Ístaki hf., Engjateigi 7, verði seldur byggingarréttur á lóðinni nr. 7 við Krókháls. R04080079
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 30. f.m. þar sem lagt er til að Metta Ragnarsdóttir, Drápuhlíð 8 verði rétthafi lóðarinnar að Jónsgeisla nr. 41 með sömu réttindum og skyldum og giltu gagnvart upphaflegum lóðarhöfum. R04020001
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 25. f.m. varðandi úthlutunarskilmála vegna eftirtalinna lóða fyrir leiguíbúðir og/eða félagslegs húsnæðis í Norðlingaholti.

nr. 7-11 við Bjallavað
nr. 7-11 við Ferjuvað
nr. 10-22 við Hólmvað
nr. 24-36 við Hólmvað R04050026
Samþykkt.

10. Lögð fram greinargerð fjármáladeildar um rekstur og framkvæmdir borgarsjóðs 01.01.-30.06.2004, þar sem lagðar eru til eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun ársins:
Aðalsjóður
í þkr. Kostn.st Var Verður Breyting
Rekstur og viðhald gatnamálastofu B3xxx 1.611.324 1.615.617 4.293
Sameiginlegur kostnaður ÍTR I8460 19.402 22.622 3.220
Framlag til lífeyrissjóðs 09103 470.000 476.464 6.464
Breyting lífeyrisskuldbindingar 1.724.000 1.738.522 14.522
Golfvöllur I9335 0 5.000 5.000
Lausafjárkaup I8999 17.000 27.000 10.000
Skotfélag Reykjavíkur og nágrennis B3xxx 0 5.000 5.000
Þjónustumiðstöðvar 09520 9.300 50.000 40.700
Úlfljótsskáli 08570 8.000 9.000 1.000
Ófyrirséð 09205 213.340 184.127 -29.213
Húsaleigubætur F1620 333.157 393.157 60.000
Fasteignaskattar 00100 -5.360.000 -5.420.000 -60.000

Lagt er til að Fræðslumiðstöð fái viðbótarfjárveitingu að fjárhæð 3 mkr. til kaupa á skólagöngu við fámennisaðstæður fyrir nemendur sem eiga í erfiðleikum í almennum grunnskólum í Reykjavík. Fjárveitingunni verður mætt af liðnum ófyrirséð útgjöld eða ónýttum fjárheimildum til sérstakra úrræða.

Fasteignastofa
Stofnkostnaður
í þkr. Verknr. Var Verður Breyting
Nauthólsvík, siglingaklúbbur 20054 30.000 8.000 -22.000
Reiðhöllin 20060 10.000 8.000 -2.000
Félagsheimilið Fólkvangur 20099 5.000 1.000 -4.000
Gervigrasvellir á félagavöllum 20112 102.000 120.000 18.000
Knattspyrnuvellir 20116 20.000 15.000 -5.000
Ný 25m laug í Vesturbæ 20117 5.000 0 -5.000
Þjónustugarðar 20125 20.000 0 -20.000

Innkaupastofnun
í þkr. Kostn.st Var Verður Breyting
Framlag til lífeyrissjóðs 6.464 0 -6.464
Breyting lífeyrisskuldbindingar 14.522 0 -14.522

R04060125
Breytingar á fjárhagsáætlun samþykktar með 4 samhljóða atkvæðum.

- Kl. 12.00 vék Alfreð Þorsteinsson af fundi og Anna Kristinsdóttir tók þar sæti.

11. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 27. þ.m. varðandi sölu á fasteigninni að Tjarnargötu 35. R04080092
Frestað.

12. Lagt fram bréf deildarstjóra sorphirðu og dýraeftirlits frá 26. f.m. um tillögu að fjallskilum á Kjalarnesi árið 2004. R02090042
Samþykkt.

13. Lögð fram ársskýrsla Félagsþjónustunnar í Reykjavík fyrir árið 2003. R04080085

14. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar frá 27. ágúst, sbr. samþykkt samgöngunefndar 24. s.m. varðandi tillögu Strætó bs. að nýju leiðakerfi. R02030079
Vísað til borgarstjórnar.

15. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 27. f.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um húsnæði frístundaheimilis við Engjaskóla, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs 24. f.m. R04080072

16. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 31. f.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um land Keldna, sbr. 26. liður fundargerðar borgarráðs frá 10. s.m. R02030145

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks þakka fyrir greinargott svar frá borgarverkfræðingi. Í svari hans kemur fram að engar viðræður eru í gangi um spildurnar A2, A3, B1 og B2, þ.e. land Keldna sunnan Folda- og Húsahverfa. Mikilvægt er að á þessu svæði verði íbúðarbyggð og útivistar- og íþróttasvæði í samræmi við byggð í fyrrnefndum hverfum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks hvetja til að hafnar verði viðræður við ríkið um kaup á umræddu landi og að landnotkun á svæðinu verði breytt úr verslunar- og skrifstofusvæði í svæði undir íbúðabyggð.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Eins og fram kemur í svari sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er fyrirhugað að fara í frekari viðræður við ríkið um Keldnaland. Samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Reykjavíkur er umrætt svæði miðsvæði með sérstakri áherslu á starfsemi á sviði þekkingar, rannsókna og vísinda. Eðlilegt er að hugmyndir um breytta landnotkun verði ræddar á vettvangi skipulags- og byggingarnefndar.

17. Lagt fram bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur frá 1. þ.m. varðandi staðsetningu listaverks sem tileinkað er síðustu ábúendum í Gufunesi. R01110001
Samþykkt.

18. Lagður fram samningur Reykjavíkurborgar og ReykjavíkurAkademíunnar, dags. 31. f.m., um stuðning Reykjavíkurborgar við ReykjavíkurAkademíuna og þjónustu RA við Reykjavíkurborg á þriggja ára tímabili, sbr. samþykkt borgarráðs 30. mars 2004. R04070087

19. Lagt fram svar borgarstjóra frá 30. f.m. við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa F-Listans varðandi samninga Reykjavíkurborgar og ríkisins um Landspítalalóð, sbr. 24. liður fundargerðar borgarráðs 10. s.m. R04010106

20. Lögð fram umsögn umhverfis- og tæknisviðs frá 26. f.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks vegna starfshóps um stefnu í umhverfismálum, sbr. 25. liður fundargerðar borgarráðs 10. s.m. R00030245

21. Lagt fram samkomulag utanríkisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar um EES og hagsmuni íslenskra sveitarfélaga, dags. í september 2004. R03010287
Borgarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.

22. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hver voru heildar fjárframlög Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla í Reykjavík 1. nóvember 2001 og hver eru þau núna eða miðað við 30. september 2004?
Síðasta launahækkunarákvæði kjarasamnings LN og FT/FÍH, á yfirstandandi samningstímabili, átti að koma til framkvæmda 1. ágúst sl. og fól það í sér 6#PR launahækkun. Samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla ber sveitarfélögum að greiða til skólanna launakostnað kennara og skólastjóra í samræmi við þær breytingar sem verða á launatöxtum í kjarasamningi. Hefur þessi 6#PR hækkun á launakostnaði skilað sér til skólanna nú í haust? R02010079

23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Spurt er um fjölda starfslokasamninga sem gerðir hafa verið frá árinu 1999 að hálfu Reykjavíkurborgar og stofnana hennar. Hver er kostnaður við þessa samninga? Sundurgreint eftir árum. R04090011

24. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hver er fjöldi gesta í Viðey frá árinu 1999? Sundurgreint eftir árum. R04040035

25. Afgreidd 34 útsvarsmál. R04010153

Fundi slitið kl. 12.55.

Stefán Jón Hafstein
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Anna Kristinsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson