Borgarráð - Fundur nr. 4855

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 24. ágúst, var haldinn 4855. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:30. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Gísli Helgason og borgarritari í fjarveru borgarstjóra.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 27. júlí. R04010016

2. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 16. ágúst. R04010006
Samþykkt með samhljóða atkvæðum.

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs miðborgar frá 16. ágúst. R04010041

4. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. ágúst. R04010004
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13. ágúst. R04010012

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vekja athygli á bókun stjórnar Strætó bs. á fundi hennar 13. ágúst sl. þar sem viðbótarsamningur við Tetru var samþykktur með atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðarbæjar en aðrir fulltrúar sátu hjá, þar segir:
#GLStjórnin vekur athygli á að rekstur Tetra-kerfisins hefur aldrei staðið undir sér eins og ljóst mátti vera eftir útboð á sínum tíma. Stjórnin tekur fram að eðlilegt væri að þeir aðilar sem þurfa meira á Tetra-kerfinu að halda af öryggissjónarmiðum en Strætó bs. tækju á sig stærri hluta þeirrar hækkunar sem fyrirsjáanleg er. Ljóst er að hækkunin muni leiða til frekari rekstrarframlaga aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins sem henni nemur.#GL
Einnig vekjum við athygli á bókun Erlings Ásgeirssonar, Haraldar Sverrissonar og Ingu Hersteinsdóttur:
#GLAndstaða okkar við samþykkt viðbótarsamnings um Tetra-fjarskiptaþjónustu byggir á þeirri skoðun að unnt væri að leysa fjarskiptamál Strætó bs. með ásættanlegum hætti á mun ódýrari máta en hér er lagt til.#GL

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Tetra kerfið hefur margsannað ágæti sitt. Gagnrýnendur kerfisins hafa ekki bent á sambærilega lausn, sem er ódýrari.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir hefðu verið að vísa í bókun fulltrúa Reykjavíkurlistans í stjórn Strætó bs.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R04070090

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d., um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 10 við Bleikjukvísl. R01090085
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á afmörkun þess lands er komið var í fóstur eiganda hússins að Viðarási 85. R03080001
Samþykkt.

9. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 28. s.m. varðandi auglýsingu deiliskipulags lóðanna nr. 2-4 við Gullengi. R04070113
Samþykkt að fela skrifstofustjóra borgarverkfræðings og framkvæmdastjóra skipulagssjóðs að ræða við Skeljung hf. um ráðstöfun og/eða sameiningu lóðanna nr. 2 og 4 við Gullengi.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðing frá 19. þ.m. varðandi leiðréttingu á söluverði byggingarréttar á lóðinni nr. 2-4 við Hólmvað, sbr. 7. liður fundargerðar borgarráðs 17. þ.m. R04050026
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

11. Lögð fram ný gjaldskrá fyrir 5 ára börn hjá leikskólum Reykjavíkur, er gilda á frá 1. september n.k., ásamt bréfi framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 16. þ.m., sbr. einnig 29. liður fundargerðar borgarráðs 22. júní sl. R02060147
Gjaldskráin samþykkt.

Gísli Helgason óskaði bókað:

F-listinn lýsir fullum stuðningi við gjaldfrjálst leikskólanám fimm ára barna í þrjár klst. á dag. Jafnframt fagnar F-listinn framkomnum hugmyndum um aukið samræmi milli leikskólanáms og grunnskólanáms.

12. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um útitaflið við Lækjargötu, ásamt greinargerð, sbr. 16. liður fundargerðar borgarráðs 17. þ.m. R04080057
Vísað til íþrótta- og tómstundaráðs.

13. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um tilflutning stakra frídaga, ásamt greinargerð, sbr. 27. liður fundargerðar borgarráðs 10. þ.m. R04080038

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram þá breytingatillögu að tillagan orðist svo:

Borgarráð felur kjaraþróunardeild að kanna áhuga Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar og annarra viðsemjenda Reykjavíkurborgar á því að taka upp í samninga heimildarákvæði um flutning frítöku vegna uppstigningardags og sumardagsins fyrsta, þannig að úr verði samfellt leyfi.

Greinargerð fylgir breytingatillögunni.
Tillagan samþykkt svo breytt.

14. Rætt um framkvæmd Menningarnætur í miðborginni 21. þ.m. R04060001

Bókun borgarráðs:

Menningarnótt í miðborginni var haldin í níunda sinn 21. ágúst sl. Hátíðin hefur aldrei verið stærri; um 230 viðburðir voru á dagskrá, meira en 1000 skipuleggjendur stóðu að henni og þegar mest var áleit lögreglan að meira en 100.000 manns hefðu sótt miðborgina heim og hefur aldrei annar eins mannfjöldi komið saman á landinu. Í heild tókst Menningarnótt 2004 afar vel og má þakka það samstilltum hug og framgöngu bæði skipuleggjenda og gesta, sem komu hvaðanæva að til að njóta mannlífs og menningar í höfuðborginni.
Menningarnótt varð til sem sjálfsprottin menningarhátíð borgarbúa með sérstökum stuðningi frá fjölmörgum stofnunum Reykjavíkurborgar. Í könnun sem Gallup gerði árið 2003 kom í ljós að 70#PR aðspurðra telja Menninganótt mikilvæga fyrir menningarlíf borgarinnar og því ljóst að þessi stærsti menningarviðburður ársins nýtur sérstakra vinsælda og velvildar landsmanna. Ljóst er þó að borgarbúar og borgaryfirvöld þurfa að taka höndum saman um að bæta umgengni um miðborgina á Menningarnótt.
Borgarráð þakkar Höfuðborgarstofu og verkefnisstjórn Menningarnætur fyrir vandaðan undirbúning og samstarfsaðilum innan verkefnisstjórnar einstaklega gott samstarf; lögreglu, slökkviliði og bráðamóttöku LSH. Þá þakkar borgarráð ómetanleg framlög einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka til þess að Menningarnótt er svo glæsilegur og fjölbreyttur viðburður sem raunin er. Borgarbúum er þakkað fyrir þátttökuna, gestum fyrir komuna og þá sérstaklega Vestmannaeyingum fyrir þeirra fjölbreytta framlag til hátíðarinnar.

- Kl. 13.10 tók Árni Þór Sigurðsson sæti á fundinum og Dagur B. Eggertsson vék af fundi.

15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista:

Borgarráð felur menningarmálanefnd að leita leiða til að festa í sessi starfrækslu tilfinningatorgs í miðborg Reykjavíkur.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04080073
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf Hauks F. Leóssonar frá 4. þ.m. varðandi útboð á kjöt- og þurrvörum fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar. Jafnframt lögð fram umsögn forstjóra Innkaupastofnunnar frá 19. þ.m. R04080004

17. Lagt fram bréf Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla frá 16. þ.m. varðandi skóladagvist fyrir nemendur 5.-10. bekkjar Öskjuhlíðarskóla. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir fjárveitingu allt að 10,5 mkr. til Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar til að standa undir helmingi kostnaðar við starfrækslu dagvistar nemenda í 5.-10. bekkjum Öskjuhlíðarskóla skólaárið 2004-2005. Fjárhæðin komi af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð.

Greinargerð fylgir tillögunni. R01080110
Tillaga borgarstjóra samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Við styðjum tillögu um 10,5 mkr. aukafjárveitingu v/síðdegisvistunar
10-16 ára barna í Öskjuhlíðarskóla. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um stöðu málsins og hvernig tryggja megi nemendum og foreldrum viðunandi lausn sem þegar er orðin mjög brýn enda skólinn tekinn til starfa. Enn fremur er óskað upplýsinga um á hvern hátt fyrirkomulag síðdegisvistar 10-16 ára barna í Öskjuhlíðarskóla hefur verið háttað allt frá árinu 1997.

18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um stöðu mála vegna þjónustusamninga við tónlistarskólana í Reykjavík. Nú þegar skólarnir hafa þegar hafið störf er óskað upplýsinga um það hvort gengið hafi verið frá endurnýjun þjónustusamninga við alla þá skóla sem þegar hafa notið styrkja frá borginni og við hvaða úthlutunarreglur hafi verið stuðst þar sem nýjar reglur voru ekki samþykktar sl. vor. Ennfremur er óskað eftir stefnu R-listans um samstarf tónlistarskólanna við grunnskóla borgarinnar. R04050109

19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Fjöldi foreldra barna í Engjaskóla hefur haft samband við borgarfulltrúa og lýst yfir miklum áhyggjum vegna minnkunar á húsnæði fyrir frístundaheimili ÍTR við Engjaskóla. Nú þar sem skólastarf er hafið á fullu í borginni spyrja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fulltrúa
R-listans hvernig þeir hyggjast ætla að leysa þessa brýnu húsnæðisþörf frístundaheimilisins við Engjaskóla. Ennfremur er spurt hvers vegna ekki var haft lögbundið samráð við foreldraráð Engjaskóla varðandi lausn húsnæðismála frístundaheimilisins. R04080072

Fundi slitið kl. 13:45.

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson