Borgarráð - Fundur nr. 4854

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 17. ágúst, var haldinn 4854. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Árni Þór Sigurðsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kjartan Magnússon, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Gísli Helgason og borgarritari í fjarveru borgarstjóra.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 12. ágúst. R04010014

2. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. ágúst. R04010004
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R04070090

4. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um breytt deiliskipulag á lóð Laugarnesskóla, Kirkjuteig 24. R04040112
Samþykkt.

5. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. varðandi auglýsingu breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 14 við Klapparstíg. R04080049
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

6. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um breytt deiliskipulag lóðar Rimaskóla. R03080040
Samþykkt.

- Kl. 12.42 tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sæti á fundinum.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 12. þ.m., þar sem lagt er til að Rauðhóli ehf. verði heimilað framsal á byggingarrétti í Norðlingaholti sem hér segir:

Hólmvað nr. 2-4, Guðmundur Kristinsson ehf.
Hólavað nr. 63-75, Guðmundur Kristinsson ehf.
Þingvað nr. 21, Guðmundur Kristinsson ehf.
Helluvað nr. 7-17, Eykt ehf. R04050026

Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m., þar sem lagt er til að Frjálsi fjárfestingabankinn hf. verði lóðarhafi lóðar nr. 1-3 við Hestavað í stað Rúmmeters ehf. R04050026
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

9. Lögð fram ársskýrsla menningarmála fyrir árið 2003, dags. í júlí 2004. R04080037

10. Lögð fram greinargerð forstöðumanns Höfuðborgarstofu og formanns verkefnisstjórnar, dags. í dag, um Menningarnótt í miðborginni 2004, ásamt dagskrá menningarnætur. R04060001

11. Lögð fram ársskýrsla Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2003, dags. 19. maí 2004. R03030026

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks ítreka þá skoðun sína að Reykjavíkurborg selji Malbikunarstöðina Höfða hf. og andvirðið verði notað til að greiða niður skuldir borgarinnar.

12. Lögð fram til kynningar tillaga Strætó bs. að nýju leiðakerfi strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu, ásamt greinargerð, dags. 5. þ.m. R02030079

13. Lagt fram bréf borgarritara frá 13. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð feli þriggja manna starfshópi endurskoðun fjölmenningarstefnu Reykjavíkurborgar, sbr. samþykkt borgarráðs 16. janúar 2001. R04080054
Samþykkt.
Skipun í starfshópinn frestað.

14. Lögð fram bréf menntamálaráðuneytisins frá 30. f.m. þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Reykjavíkurborgar í skólanefndir framhaldsskóla til fjögurra ára. R04070017

Borgarráð tilnefnir eftirtalda:

Fjölbrautarskólinn í Breiðholti Til vara:
Ingvar Sverrisson Kristín Dýrfjörð
Ólafur R. Jónsson Guðlaug Ragnheiður Skúladóttir

Fjölbrautarskólinn við Ármúla
Áslaug Ívarsdóttir Nanna Rögnvaldsdóttir
Jón Hákon Halldórsson Auður Björk Guðmundsdóttir

Iðnskólinn í Reykjavík
Óskar Bergsson Stefán Jón Jeppesen
Helgi Steinar Karlsson Sigurður Geirsson

Kvennaskólinn í Reykjavík
Drífa Snædal Oddur Ástráðsson
Bessí Jóhannsdóttir Sigríður Ragna Sigurðardóttir

Menntaskólinn í Reykjavík
Stefán Pálsson Dögg Hugosdóttir
Þorsteinn Davíðsson Linda Rós Michaelsdóttir

Menntaskólinn við Hamrahlíð
Nína Helgadóttir Orri Páll Jóhannsson
Benedikt Bogason Sigurjón Pálsson

Menntaskólinn við Sund
Sigurður Svavarsson Margrét Sæmundsdóttir
Þórlindur Kjartansson Gréta Ingþórsdóttir

Borgarholtsskóli
Guðlaug Teitsdóttir Hilmar Hilmarsson

15. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 16. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar 28. júní sl. varðandi þátttöku Reykjavíkurborgar í lánum til almennings til listaverkakaupa. Jafnframt lögð fram drög að samningi skrifstofu menningarmála og Kaupþings Búnaðarbanka hf., dags. 18. þ.m., um framkvæmd verkefnisins. R04060197
Borgarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Lagt er til að umhverfi útitaflsins við Lækjargötu verði fegrað og snyrt, og gert við skemmdir. Þá er lagt til að komið verði á föstu skáklífi á útitaflinu í samstarfi við skákfélög borgarinnar, svo íbúar og gestir í Reykjavík geti gengið að því vísu. Slíkt verður skemmtilegt og kærkomið krydd í miðborgarlífið.
Enn fremur er lagt til að komið verði upp kynningarstandi við útitaflið, þar sem saga þess er rakin með ljósmyndum af taflmönnum Jóns Gunnars Árnasonar, og jafnframt rakin helstu atriði íslenskrar skáksögu á íslensku, ensku og e.t.v. fleiri tungumálum.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04080057
Frestað.

17. Sú leiðrétting er gerð á 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. þ.m. að fjárhæð hins veitta styrks er kr. 150.000,-. R04040102

18. Afgreitt 61 útsvarsmál. R04010153

Fundi slitið kl. 14:00

Stefán Jón Hafstein
Árni Þór Sigurðsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson