Borgarráð - Fundur nr. 4853

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 10. ágúst, var haldinn 4853. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kjartan Magnússon, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Gísli Helgason.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram afgreiðslufundargerð byggingarfulltrúa frá 20. júlí. R04010004
Samþykkt.

2. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 22. júlí, 4. ágúst og 6. ágúst. R04010018

3. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. júlí. R04010004
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 12. júlí. R04010043

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 22. júlí. R04010021

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 22. júlí. R04010012

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál. R04070090

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 28. s.m. varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi fyrir Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889. R04070111
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 28. s.m. varðandi breytt deiliskipulag lóðarinnar nr. 11 við Grensásveg. R04050046
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 28. s.m. varðandi auglýsingu breytingar á deiliskipulagi lóðar nr. 2-6 við Gullengi. R04070113
Frestað.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 28. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 28 við Kleifarsel, lóðar Seljaskóla. R04050132
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 28. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 18 við Neðstaberg. R04070114
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 28. s.m. varðandi stækkun lóðar nr. 9 við Skógargerði. R04070112
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 30. f.m. varðandi álagningu bílastæðagjalds vegna Grenimels 43. R04080002
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf aðstoðarslökkviliðsstjóra frá 23. f.m., sbr. samþykkt stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. 12. s.m. varðandi viðbótarsamning um kaup á Tetra fjarskiptaþjónustu. R03100005

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vekja athygli á því að þjónustugjöld fyrirtækja og stofnanna borgarinnar til Tetra Ísland hækka úr u.þ.b. 17,5 mkr. í 60,4 mkr. á ársgrundvelli, eða um 43 mkr. (250#PR hækkun).
Þrátt fyrir þessa gríðarlegu hækkun virðist ekki liggja ljóst fyrir hvort þessi hækkun þjónustugjalda tryggi rekstraröryggi kerfisins.
Í bókun fulltrúa fjögurra sveitarfélaga í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að Tetra Ísland virðist ekki hafa burði til að veita umrædda þjónustu með tryggum hætti á ofangreindum rekstrarforsendum, eins og minnispunktar fjármálastjóra SHS og önnur gögn bera með sér.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Það er grundvallaratriði í öryggi borgarbúa að lögregla, slökkvilið og fleiri aðilar búi við traust og örugg fjarskipti. Með aðkomu Reykjavíkurborgar að viðaukasamningum við Tetra - Ísland, sem dómsmálaráðuneyti hefur nú þegar samþykkt, er leitast við að tryggja þessa öryggishagsmuni borgarbúa.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Við erum að sjálfsögðu sammála því að það sé grundvallaratriði í öryggi borgarbúa að lögregla, slökkvilið og fleiri aðilar búi við traust og örugg fjarskipti. Því miður virðist hinn nýi viðbótarsamningur sem hækkar greiðslur fyrirtækja borgarinnar til Tetra um 43 milljónir króna á ársgrundvelli ekki tryggja það markmið.

16. Lagt fram bréf borgarhagfræðings og Hjörleifs B. Kvaran hrl., dags. í dag, varðandi störf nefndar um mat á verðmæti raforkuflutningskerfa Landsnets hf. Jafnframt lagt fram samkomulag nefndarinnar, dags. 4. þ.m. R01050161

- Kl. 13.40 vék Kjartan Magnússon af fundi.

17. Lögð fram umsókn bæjarverkfræðings Kópavogsbæjar frá 2. apríl sl. um framkvæmdaleyfi fyrir stofnlögn vatnsveitu um land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk, sbr. einnig bréf bæjarstjóra Kópavogsbæjar frá 20. f.m. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 23. f.m., þar sem fram kemur að synja beri um leyfið með vísan til þess að framkvæmdin sé ekki í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur. R04040040
Umsögn borgarlögmanns samþykkt og er því synjað um framkvæmdaleyfið.

Bókun borgarráðs:

Ágreiningur hefur verið um mörk eignarlanda og afréttar á Heiðmerkursvæðinu, þar á meðal í svokölluðum Vatnsendakrikum. Þar boraði Vatnsveita Reykjavíkur eftir vatni árið 1991 en nýting svæðisins stöðvaðist vegna deilnanna. Nú telur Kópavogsbær sig hafa keypt rétt af Vatnsendabónda til að nýta sama svæði. Að auki gerir ríkið tilkall til hluta svæðisins fyrir Óbyggðanefnd.
Það er hlutverk borgarráðs að standa vörð um sameiginlegar eignir borgarbúa, þar með taldar landareignir. Því getur borgarráð ekki fallist á lögn vatnsleiðslu Kópavogsbæjar frá svæði sem borgarráð álítur í eigu Reykvíkinga. Vænta má að úrskurður Óbyggðanefndar, sem búist er við síðar á árinu, varpi ljósi á réttarstöðu aðila á svæðinu. Borgarráð tekur því undir það álit borgarlögmanns að ekki beri að leyfa vatnslögnina fyrr en leyst hefur verið úr ágreiningi um eignarhald á Vatnsendakrikum.

18. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags í dag, varðandi innleiðingu smartkorta hjá Reykjavíkurborg, þar sem lagt er til að nafn kortsins verði S-kortið og útlit þess verði í samræmi við framlagða tillögu. R02050123
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 9. þ.m. þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að ganga til samninga við Norræna fjárfestingabankann um lántöku sem svarar til allt að tveimur milljörðum króna. R04080028
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

20. Lögð fram að nýju drög að nýjum reglum um notkun á merki Reykjavíkurborgar, ódags., með breytingum sem tilgreindar eru í minnisblaði borgarritara frá 30. f.m. R04060131
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis frá 22. f.m., þar sem tilkynnt er að ráðuneytið hafi staðfest breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001. R04050182

22. Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. í dag, um kæru Skallagrímsveitinga ehf. vegna synjunar leyfis til áfengisveitinga á veitingstaðnum Sportbitanum í Egilshöll, sbr. bréf úrskurðarnefndar um áfengismál, dags. 9. f.m. R03100169

23. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarritara frá 9. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R04040102
Samþykkt að veita Skáksveit Menntaskólans við Hamrahlíð styrk að fjárhæð kr. 100.000,- til farar á Norðulandamót framhaldsskólasveita í skák.

24. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 6. þ.m. varðandi tillögur borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi færslu Hringbrautar, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. f.m. R04010106

Gísli Helgason lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

Allt frá því á sjöunda áratug síðustu aldar hafa borgaryfirvöld átt í viðræðum við ríkisvaldið um stækkun Landspítalalóðarinnar til suðurs um 15-20 hektara og hefur alla tíð verið ljóst að lóðarstækkunin myndi gefa Reykjavíkurborg milljarða í aðra hönd.
Í 5.gr. samnings heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar frá 05.08. 1976, sem þáverandi borgarstjóri Birgir Ísleifur Gunnarsson undirritaði fyrir hönd Reykjavíkurborgar, eru tekin af öll tvímæli um að komi til uppbyggingar sjúkrahússins á umsömdum lóðarauka (svæði B og C) skuli greiðslur fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld taka mið af venjulegum leigulóðarskilmálum, sem í gildi eru á hverjum tíma. Undanskilin eru gatnagerðargjöld af 20.000 fm fyrstu byggingar á B-reit (Tanngarður).
Þann 27.04.2004 var gengið frá lóðamálum LSH við Hringbraut með nýju samkomulagi borgarstjóra og heilbrigðisráðherra. Við skoðun samkomulagsins kemur í ljós að borgin afhendir nú ríkinu um 14 ha. lands við Hringbraut án þess að fyrir það komi ein króna. Í samkomulaginu er látið í veðri vaka að um sé að ræða skipti á landi, að borgin fái í staðinn land í Fossvogi og á Kjalarnesi.
Þetta land, sem ríkið hefur ekki lengur þörf fyrir, er þó alfarið í eigu borgarinnar.
Í nýju samkomulagi ríkis og borgar er í 6.gr. vísað til 3.mgr.34.gr.1. í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 ...#GLsem mælir fyrir um skyldu sveitarfélaga til að láta í té lóðir undir sjúkrahúsbyggingar ríkissjóði að kostnaðarlausu og án greiðslu gatnagerðargjalda#GL.
Þessi 3. málsgrein 34. gr. virðist taka einungis til sjúkrahússbygginga, sem skilgreindar eru í 1.-3. tölul. 1.mgr.24.gr. sömu laga (97/1990), þ.e. til svæðissjúkrahúsa, deildasjúkrahúsa og almennra sjúkrahúsa. Um Landspítala háskólasjúkrahús (LSH) gilda samningarnir frá 1969 og 1976 og ákvæði 30.gr. sömu laga nr 97/1990.
Í 6. grein samningsins frá 24. apríl sl. er kveðið á um að borginni sé skilt að láta ríkinu í té land undir sjúkrahúsbyggingar án endurgjalds.
Spurt er:
1. Miðað við að þessi samningur, sem vitnað er til frá 1976 sé fallinn úr gildi, hvað þýðir það í tekjutap fyrir Reykjavíkurborg?
2. Samkvæmt fullyrðingum átakshóps Höfuðborgarsamtakanna gæti það þýtt um 4,5 milljarða tap eða um 110.000 kr. á hverja fjölskyldu í Reykjavík?
Hvernig hyggst borgin bregðast við þessu tekjutapi?
3. Telur borgarstjóri það hafa verið mistök að afhenda Landspítala (LSH) byggingarland við Hringbraut í stað þess að huga að uppbyggingu framtíðarspítala í Fossvogi eða í landi Vífilsstaða?

25. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir greinargerð um framkvæmd á aðgerðaáætlun sem var hluti af umhverfisstefnu borgarinnar er samþykkt var í janúar 2001. R00030245

26. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hver er staða samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og ríkisins vegna fyrirhugaðra kaupa á landi Keldna? Óskað er eftir greinargerð um stöðu málsins. Mikilvægt er að ná samningum um kaup á þessu landi sem fyrst og það er skoðun Sjálfstæðismanna að þar eigi að skipuleggja íbúðabyggð í samræmi við nærliggjandi byggð í Grafarvogi og íþrótta- og útivistarsvæði í samræmi við samþykktar tillögur.

Greinargerð fylgir fyrirspurninni. R02030145

27. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð felur kjaraþróunarsviði að kanna áhuga Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar og annarrra viðsemjenda Reykjavíkurborgar, á því að flytja til staka frídaga launafólks, sem gefnir eru síðla vetrar eða að vori, þannig að úr verði samfellt helgarleyfi.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04080038
Frestað.

Fundi slitið kl. 15:05

Alfreð Þorsteinsson

Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson Stefán Jón Hafstein
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson