Borgarráð - Fundur nr. 4852

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 20. júlí, var haldinn 4852. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru: Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Gísli Helgason. Fundarritari var Sigurbjörg Sigurjónsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs miðborgar frá 28. júní. R04010041

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 14. júlí. R04010018

3. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. júlí. Jafnframt lagt fram bréf íbúa við Heiðargerði, dags. 15. þ.m., varðandi Heiðargerði 76. Samþykkt að fresta lið 4 í a-hluta fundargerðarinnar. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum. R04010014

4. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 14. júlí. R04010004 B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R04060243 Borgarritari kynnti bréf Höfuðborgarsamtakanna, dags. í dag, varðandi færslu Hringbrautar.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 7. s.m. varðandi breytt deiliskipulag á Ártúnshöfða austurhluta, hvað varðar lóðirnar nr. 44, 45 og 46 við Stórhöfða. Samþykkt. R02030173

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 7. s.m. varðandi auglýsingu á deiliskipulagi Hlemms og nágrennis. R04070048 Samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa til afstöðu sinnar í skipulags- og byggingarnefnd.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 7. s.m. varðandi auglýsingu á deiliskipulagi Sogavegar. R04070047 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

9. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m. , sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 7. s.m. varðandi deiliskipulag Kringlumýrarbrautar 100, lóð bensínstöðvar Esso. R04040114 Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi breytt deiliskipulag á lóð Staldursins, nr. 2 við Stekkjarbakka. R04040029 Samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: Hér er á ferðinni skrýtið mál. Byggingarleyfi var gefið út fyrir Olíufélagið Esso/Staldrið án þess að farið væri eftir samþykkt borgarráðs um bensínstöðva- og bensínsölulóðir. Í niðurstöðum starfshóps skipulags- og byggingarsviðs frá október 2003 kemur fram: "Þegar miðað er við bakland bensínstöðva þ.e. fjölda íbúa að baki hverrar stöðvar telur starfshópurinn að nægilega margar bensínstöðvar séu í þegar byggðum hverfum í Reykjavík og að bensínstöðvum í borginni í þegar byggðum hverfum eigi ekki að fjölga nema að bensínstöð sem sem nú er í rekstri verði lögð niður á móti. Þó getur komið til álita að veita nýjum aðilum tækifæri á markaði með nýjum stöðvum ef ástæða þykir að efla samkeppni eða bæta þjónustu." Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir með starfshópnum og lýsa áhyggjum sínum yfir fordæmisgildi þessarar ákvörðunar en engin ástæða er til að fjölga bensínstöðvum í byggðum hverfum borgarinnar nema til að auka samkeppni. Það er orðin regla að Reykjavíkurborg brjóti eigin reglur og spurningin er hverjir eigi að fara eftir þeim. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað: Sjálfsafgreiðslubensínstöð við Staldrið eykur þjónustu við Breiðholtsbúa og gefur möguleika á aukinni samkeppni sem er til hagsbóta fyrir borgarbúa. Af þessum sökum furða borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista sig á andstöðu sjálfstæðismanna.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 9. þ.m. þar sem lagt er til að Guðjóni Guðmundssyni verði seldur byggingarréttur á lóðinni nr. 19 við Þingvað. R04050026 Samþykkt með 3 atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

12. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 14. þ.m. varðandi umsókn Austurbæjarkaffis ehf. um leyfi til áfengisveitinga fyrir Kaffi-Stíg, Rauðárstíg 33. R00090116 Samþykkt.

13. Lagt fram bréf borgarritara frá 18. þ.m. þar sem óskað er eftir heimildum borgarráðs til að ganga frá slitum sjálfseignarstofnunarinnar Íslenskrar myndsýnar á grundvelli tillagna forstöðumanns Höfuðborgarstofu, dags. 16. s.m. R04050076 Samþykkt.

14. Lögð fram drög að nýjum reglum um notkun á merki borgarinnar, ódags. ásamt fylgiskjölum. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra. Borgarráð samþykkir að frá 1. október n.k. leysi hjálagðar reglur um notkun á merki Reykjavíkurborgar af hólmi leiðbeinandi reglur um notkun og meðferð á merki og letri Reykjavíkurborgar frá 21. október 1997. Greinargerð fylgir tillögunni. R04060131 Frestað.

15. Lagður fram viðaukaleigusamningur við leigusamning Reykjavíkurborgar og Golfklúbbs Reykjavíkur, dags. í júlí 2004. R04070064 Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

16. Lagt fram bréf innkauparáðs frá 14. þ.m. þar sem lagt er til að Upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkur verði ráðgefandi aðili varðandi innkaup fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar um gerð rammasamnings vegna tölvubúnaðar. Borgarráð samþykkir tillögu innkauparáðs og brýnir fyrir stofnunum borgarinnar að leita ráðgjafar Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar við innkaup á tölvu- og upplýsingatæknibúnaði samkvæmt nýsamþykktum rammasamningi Reykjavíkurborgar. R03100078

17. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 19. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um framtíðarnýtingu lóðarinnar að Keilugranda 1, sbr. 24. liður fundargerðar borgarráðs 29. f.m. R04060223

18. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 19. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R04040102

19. Lagt fram béf formanns stjórnar Reykjavíkurmaraþons og framkvæmdastjóra ÍBR frá 7. f.m. varðandi aðkomu Reykjavíkurborgar að Reykjavíkur-maraþoninu. Jafnframt lagt fram bréf mótsstjóra alþjóðlegu knattspyrnu-hátíðarinnar í Reykjavík frá 26. apríl s.l. um að Reykjavíkurborg komi að verkefninu. Þá er lögð fram umsögn framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 16. þ.m. um erindin. R04060066 Borgarráð samþykkir, skv. tillögu framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, að veita sérstaka styrki, annars vegar til Reykjavíkurmaraþons vegna ársins 2004, kr. 500.000 og hinsvegar til Rey-Cup - Alþjóðlegu knattspyrnuhátíðarinnar í Reykjavík kr. 500.000, sem greiðist af kostnaðarstað 09301, styrkir á vegum borgarráðs. Sviðsstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs í samvinnu við framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs og forstöðumann Höfuðborgarstofu er jafnframt falið að kanna ávinning þess að gerðir verði formlegir samningar við aðstandendur þessara viðburða af hálfu Reykjavíkurborgar.

20. Lagt fram bréf menntamálaráðuneytisins frá 30. f.m. varðandi tilnefningu Reykjavíkurborgar á tveim aðalfulltrúum og öðrum tveim til vara í skólanefndir eftirtalinna skóla til fjögurra ára: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Fjölbrautaskólinn við Ármúla Iðnskólinn í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn við Hamrahlíð Menntaskólinn við Sund R04070017

21. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR f.h. stjórnar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins frá 19. þ.m., þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að auglýsa eftir aðilum til samstarfs um uppbyggingu garðsins. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarritara: Borgarráð samþykkir að fela rekstrarstjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins að útfæra tillögur um frekari uppbyggingu og nýtingu garðsins með það að markmiði að efla möguleika barna, fjölskyldna og ferðamanna til uppbyggilegrar afþreyingar og heilsueflingar í Laugardal. Í því skyni verði meðal annars auglýst eftir samstarfsaðilum til að þróa garðinn og eftir atvikum næsta nágrenni hans. Borgarráð samþykkir jafnframt að heimila stjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins að auglýsa, í forvali, eftir umsóknum aðila sem áhuga kunna að hafa á samstarfi um að þróa nýbyggingu í tengslum við núverandi rekstur garðsins. Auk þess sem haft verði samstarf við Innkaupastofnun Reykjavíkur um auglýsingu og meðferð málsins telur borgarráð æskilegt að Íþrótta- og tómstundaráð og Höfuðborgarstofa komi að þróun og mati hugmynda og vali samstarfsaðila. Greinargerð fylgir tillögunni. R04070068 Samþykkt.

22. Lagt fram bréf formanns starfshóps um öryggismál, dags. 15. þ.m., um öryggisstefnu fyrir fasteignir á vegum Reykjavíkurborgar ásamt greinargerð. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarrita: Borgarráð samþykkir hjálögð drög að öryggisstefnu fyrir fasteignir á vegum Reykjavíkurborgar, dags. 15. júlí 2004. Starfshópur borgarstjóra undir forystu verkefnisstjóra trygginga hjá Fasteignastofu Reykjavíkurborgar hefur undirbúið stefnumótun um fyrirkomulag öryggismála og jafnframt útboð í samræmi við innkaupareglur Reykjavíkurborgar. Greinargerð fylgir í skilabréfi starfshópsins dags. 15. júlí 2004. R03060148 Samþykkt.

23. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks: Fram hefur komið að Átakshópur Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð dregur mjög í efa greinargerð þá sem lögð var fram á fundi borgarráðs 29. júní sl. og segir að hún byggist m.a. á eldri hugmyndum þeirra um lokaðan stokk. Óskað er eftir svörum við athugasemdum hópsins varðandi tæknilega útfærslu og kostnaðarmat. Jafnframt verði kannað að fela hlutlausum aðila að meta hugmyndir átakshóps varðandi færslu Hringbrautar. Mikilvægt er að borgarráð leiti leiða til að ná betri sátt um þessa mikilvægu framkvæmd. Jafnframt lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks: Óskað er eftir frekari greinargerð um umferð um eldri Hringbraut eftir að framkvæmdum um nýja Hringbraut hefur verið lokið. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að mikil umferð verði áfram um eldri Hringbraut. Lagt er til að unnar verði tillögur sem geri ráð fyrir því að dregið verði verulega úr fyrirhugaðri umferð á eldri Hringbraut þegar ný Hringbraut verður tekin í notkun. R04010106 Vísað til borgarverkfræðings.

Fundi slitið kl. 13:45.

Alfreð Þorsteinsson

Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson