Borgarráð - Fundur nr. 4850

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 29. júní, var haldinn 4850. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram afgreiðslufundargerð byggingarfulltrúa frá 22. júní. R04010004 Samþykkt.

2. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 23. júní. R04010008

3. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 22. júní. R04010007

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 13. maí. R04010036

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 25. júní. R04010042

6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 23. júní. R04010018

7. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 23. júní. R04010019

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 28. maí. R04010043

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 14. júní. R04010021

10. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 25. júní. R04010012

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R04050148

12. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 25. þ.m. varðandi samkomulag um greiðslu bóta að fjárhæð 3,5 mkr. vegna niðurfellingar á byggingarleyfi að Skeljatanga 9. R01040003 Borgarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.

13. Lagt fram bréf Byggingafélags námsmanna frá 18. þ.m., þar sem sótt er um lóð fyrir námsmannaíbúðir við Klausturstíg. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. s.m., þar sem lagt er til að Byggingafélagi námsmanna verði gefið fyrirheit um lóðarúthlutun við Klausturstíg. R03110079 Umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings samþykkt.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m. þar sem lagt er til að 101 Skuggahverfi hf. verði lóðarhafi lóðarinnar nr. 11 við Skúlagötu í stað Hf. Eimskipafélags Íslands. Hafi framkvæmdir á lóðinni ekki hafist fyrir árslok 2007 er áskilinn réttur til að afturkalla úthlutunina. Að öðru leyti skulu gilda um lóðina sömu skilmálar og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R02010123 Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 9. þ.m. þar sem lagt er til að frestað verði innheimtu gatnagerðargjalds vegna stækkunar húss Íslensku Kristkirkjunnar, svo lengi sem þar er kirkja og safnaðarheimili. Verði húsnæðið tekið undir aðra notkun innan 25 ára skal greiða gatnagerðargjald vegna ofanlýstrar stækkunar hússins samkvæmt þeirri gjaldskrá gatnagerðargjalda, sem þá gildir. Þinglýsa skal yfirlýsingu þess efnis á húseignina. R03040137 Samþykkt.

16. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar frá 24. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 16. s.m. varðandi gjaldskyldu á bílastæðum við Grettisgötu. R04060198 Frestað.

17. Lagt fram svar borgarstjóra frá 25. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um kaup á Stjörnubíósreit og byggingu á reitnum, sbr. 23. liður fundargerðar borgarráðs 8. þ.m. R01020137

18. Lagt fram bréf forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 25. þ.m. varðandi hundahald, umgengni og aðstöðu á Geirsnefi, þar sem lagt er til að girt verði þvert yfir Geirsnefið nærri innkeyrslu á nesið. R04060139 Samþykkt.

19. Lögð fram umsókn Skallagrímsveitinga ehf. frá 16. þ.m. um tækifærisleyfi til áfengisveitinga á Sportbitanum, Egilshöll, vegna tónleika 4. júlí n.k. Jafnframt lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 28. þ.m., þar sem lagt er til að umsókninni verði hafnað. R03100169 Umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar samþykkt og er umsókninni því hafnað.

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga Ólafs F. Magnússonar, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 24. þ.m.:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að vísa tillögu Ólafs F. Magnússonar í borgarráði frá 22. júní sl. varðandi hugmyndir átakshóps Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð um að setja Hringbraut í opinn stokk á 600 metra kafla milli Njarðargötu og Snorrabrautar til umsagnar borgarverkfræðings. Jafnframt samþykkir borgarstjórn að fela borgarverkfræðingi að kanna á sama hátt tillögur sama átakshóps um mislæg gatnamót með hringtorgi á mótum Bústaðavegar og Miklubrautar. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir kostnaðarútreikningum og mati á því hvernig tillögurnar falli að öðru skipulagi, ekki síst umferðarskipulagi og umferðartengingum. Ennfremur skuli metið hvernig fella megi þessar tillögur að yfirstandandi framkvæmdum við lagingu nýrrar Hringbrautar.

Frestað.

Jafnframt lagðar fram umsagnir borgarverkfræðings frá 28. þ.m. um tillögur Ólafs F. Magnússonar, sem vísað var til borgarráðs á fundi samgöngunefndar fyrr í dag, sbr. bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, sbr. einnig 37. liður fundargerðar borgarráðs 22. þ.m. R04010106

21. Borgarráð samþykkir að tilnefna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Gísla Martein Baldursson og Felix Bergsson í verkefnisstjórn vegna menningarminja í Aðalstræti, sbr. 44. liður fundargerðar borgarráðs 22. þ.m. R04010059

22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans um skipan nefndar um aðgengismál fatlaðra í byggingum borgarinnar:

Borgarráð samþykkir að setja á stofn ferlinefnd sem vinni með stjórn Fasteignastofu Reykjavíkurborgar að aðgengismálum fatlaðra. Hlutverk hennar verði eftirfarandi: 1. Undirbúa heildarstefnu Reykjavíkurborgar í aðgengismálum í þegar byggðum húsum og nýbyggingum. 2. Leggja tillögu, á grundvelli stefnunnar, fyrir stjórn Fasteignastofu um hvernig forgangsraða skuli verkefnum. 3. Kanna möguleika á því að nýbyggingar borgarinnar fari allar í gegnum ferlihönnun. 4. Gera tillögu að eftirlitskerfi með framkvæmd á grundvelli heildarstefnunnar. Nefndin skili af sér eigi síðar en 15. október með það að leiðarljósi að tillögur nefndarinnar verði teknar til afgreiðslu við fjárhagsáætlun 2005 og þriggja ára áætlun 2006 - 2008. Kostnaður af starfi nefndarinnar greiðist af Fasteignastofu og skal hún láta nefndinni í té starfsmann. Fimm manns skipi nefndina, fulltrúi tilnefndur af Fasteignastofu Reykjavíkurborgar sem jafnframt skal vera formaður og einn tilnefndur af hverju eftirtalinna samtaka, Öryrkjabandalagi Íslands, Þroskahjálp, Sjálfsbjörgu og Blindrafélaginu.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04060213 Samþykkt.

23. Lögð fram svohljóðandi tillaga Ólafs F. Magnússonar:

Borgarráð Reykjavíkur lýsir andstöðu sinni við fyrirhugað niðurrif Austurbæjarbíós.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Í fyrirliggjandi tillögu Ólafs F. Magnússonar þess efnis að borgarráð lýsi andstöðu sinni við fyrirhugað niðurrif Austurbæjarbíós er gengið út frá þeirri forsendu að ákvörðun um niðurrif bíósins hafi verið tekin. Þessi forsenda er röng. Skipulag reitsins er í vinnslu hjá skipulagsyfirvöldum borgarinnar og því liggur ekki fyrir að til standi að rífa Austurbæjarbíó. Rétt er að ítreka, að borgarfultrúar Reykjavíkurlistans hafa ekki gefið fyrirheit um niðurrif Austurbæjarbíós og talið rétt að bíða eftir niðurstöðu úr vinnu skipulagsyfirvalda. Af þeirri ástæðu er tillögunni vísað til skipulags- og byggingarnefndar þar sem málið er til meðferðar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir það að vísa tillögunni til skipulags- og byggingarnefndar, en ítreka það, sem kom fram m.a. í viðtali við oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn um síðustu helgi, að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks munu ekki greiða atkvæði með því að Austurbæjarbíó verði rifið. R03070007

Samþykkt að vísa tillögu Ólafs F. Magnússonar til skipulags- og byggingarnefndar.

24. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur 18. febrúar sl. var samþykkt að vísa tillögu um framtíðarnýtingu lóðarinnar Keilugranda 1 (SÍF-reitur) til skipulags- og byggingarsviðs. Spurt er: Hefur erindið borist skipulags- og byggingarsviði og hefur það verið lagt fyrir fund skipulags- og byggingarnefndar? Hver er almenn staða mála varðandi lóðina Keilugranda 1? Hverjir eru eigendur lóðarinnar og hverjar eru hugmyndir þeirra um hana? Hvenær stendur til að rífa þau mannvirki sem nú standa á lóðinni og hafa viðhlítandi leyfi verið gefin til þess? Þarf að gera nýtt deiliskipulag fyrir lóðina áður en byggt verður á henni að nýju eftir fyrirhugað niðurrif? Er vinna við slíkt skipulag hafin og ef svo er hvar stendur hún? Hvenær má búast við niðurstöðu úr slíkri vinnu og með hvaða hætti verður hún kynnt fyrir íbúum í nágrenninu? R04060223

Fundi slitið kl. 12:55

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Stefán Jón Hafstein