Borgarráð - Fundur nr. 4849

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, laugardaginn 26. júní, var haldinn 4849. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 18.30. Viðstaddir voru: Stefán Jón Hafstein, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kjartan Magnússon. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, þar sem lagt er til að nafn Valentina Hristova Michelsen, kt. 080669-2599, Svarthömrum 16, og nafn Richard John Simm, kt. 260247-2049, Lækjarási 12, verði fært á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi suður vegna íslensks ríkisfangs. Jafnframt er lagt til, vegna rangrar skráningar í þjóðskrá að nafn Rögnu Árnadóttur, kt. 290179-5059, Hátúni 10, Reykjanesbæ, verði tekið af kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Ennfremur er lagt til að nöfn tveggja látinna einstaklinga verði felld af kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi suður og nöfn tveggja látinna einstaklinga í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 18.35.

Stefán Jón Hafstein Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Kjartan Magnússon