Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2004, þriðjudaginn 22. júní, var haldinn 4847. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir framtalsnefndar frá 23. mars, 20. apríl og 18. maí. R04010016
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 7. júní. R04010035
3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Háaleitis frá 7. og 8. júní. R04010038
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 21. maí. R04010040
5. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Laugardals frá 7., 8. og 14. júní. R04010033
6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 9. júní. R04010018
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 8. júní. R04010020
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 1. júní. R04010022
9. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 9. júní. R04010019
10. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4. júní. R04010012
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 20 mál. R04050148
12. Svohljóðandi tillögu vísað til borgarstjórnar:
Borgarstjórn samþykkir að fela borgarráði að afgreiða í sumarfríi borgarstjórnar til 1. september n.k. fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar, hafnarstjórnar og aðrar fundargerðir og mál sem berast til borgarráðs á þeim tíma. Umboð þetta nær til þess tíma er tvær vikur eru til næsta reglulega fundar í borgarstjórn, sbr. 5. mgr. 51. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001. R04060046
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. um auglýsingu á breytingu deiliskipulags á lóð nr. 1 við Vínlandsleið. R03070062 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. um hönnun skólalóðar Ingunnarskóla og afnot af landi innan helgunarsvæðis Orkuveitu Reykjavíkur. R03050011 Samþykkt.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. um breytingu á aðalskipulagi vegna Mýrargötusvæðis. R03020008 Samþykkt.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. varðandi auglýsingu á deiliskipulagi lóðar nr. 2 við Ferjuvog, lóð Vogaskóla. R04060104 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
17. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Sogamýrar. R02080063 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
18. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. um auglýsingu á deiliskipulagi Halla og Hamrahlíðalanda. R04060149 Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista og Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til bókana fulltrúa listanna í skipulags- og byggingarnefnd.
19. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi lóðar Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. R04060150 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
20. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á reitum 1.220.1 og 1.220.2, Vélamiðstöðvarreit (Skúlatúnsreit eystri). R04010137 Vísað til skipulags- og byggingarnefndar til frekari skoðunar.
21. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi fyrir Gufuneskirkjugarð. R04060033 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m. ásamt drögum að samkomulagi, dags. 7. s.m., þar sem lagt er til að Vaka ehf. verði lóðarhafi lóðar nr. 8 við Eldshöfða í stað gatnamálastjóra. R04060101 Erindi skrifstofustjóra borgarverkfræðings samþykkt.
23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m. varðandi samkomulag um gerð gangstíga/vistgatna á lóðum 101 Skuggahverfis hf. Jafnframt lögð fram drög að samkomulagi, ódags. Kvöð er á lóðunum um almenna umferð eftir þessum stígum. R02010123 Erindi skrifstofustjóra borgarverkfræðings samþykkt.
24. Lögð fram umsögn borgarverkfræðings frá 3. þ.m. ásamt skýrslu um lagningu Sundabrautar, 1. áfanga - mat á umhverfisáhrifum, dags. í maí sl., sbr. erindi Skipulagsstofnunar frá 19. maí sl. R00110185
25. Rætt um hátíðarhöldin á 17. júní sl. Bókun borgarráðs: Borgarráð óskar íþrótta- og tómstundaráði, þjóðhátíðarnefnd og Hinu húsinu til hamingju með vel heppnaða og skipulagða þjóðhátíð 17. júní sl. Jafnframt vill borgarráð færa starfsmönnum þessara aðila, öðrum starfsmönnum borgarinnar og lögreglunni þakkir fyrir framlag þeirra við að gera hátíðina jafn vel heppnaða og raun bar vitni. Borgarbúum, verslunareigendum og fyrirtækjum eru einnig færðar þakkir fyrir að taka þátt í að snyrta og skreyta borgina. Stuðningsaðilum hátíðarinnar eru þökkuð framlög þeirra. R04060097
26. Lagt fram bréf Jóns Höskuldssonar hdl. frá 2. febrúar sl., þar sem óskað er samþykkis Reykjavíkurborgar fyrir stofnun tveggja lögbýla á landi úr jörðinni Útkoti á Kjalarnesi. Jafnframt lagðar fram umsagnir skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m. og borgarlögmanns frá 7. þ.m. R04020016 Erindið samþykkt með þeim fyrirvörum sem fram koma í umsögnum skipulags- og byggingarsviðs og borgarlögmanns.
27. Lagt fram minnisblað gatnamálastjóra frá 15. þ.m. varðandi grasslátt og umhirðu svæða í borginni. R04060053
28. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar frá 7. þ.m. um viðskipti Ráðhúss Reykjavíkur við Innkaupastofnun í maí 2004. R03030048
- Kl. 14.30 vék Anna Kristinsdóttir af fundi og Dagur B. Eggertsson tók þar sæti.
29. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 9. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs s.d. ásamt tillögum starfshóps um aukna samþættingu leikskóla og grunnskóla, dags. í júní 2004. R02060147 Borgarráð samþykkir tillögur í greinargerð starfshópsins um aukna samþættingu leikskóla og grunnskóla merktar 1-7 og tillögur um næstu skref merktar 1-5. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Með samþykkt borgarráðs um þriggja tíma gjaldfrjálst leikskólanám 5 ára barna frá hausti 2004 sýnir Reykjavíkurborg enn nýtt frumkvæði í leikskólamálum. Samþykktin viðurkennir í verki leikskólann sem fyrsta skólastigið og stuðlar að frekari samþættingu leik- og grunnskóla með sérstakri námskrá fyrir 5 ára börn. Það er mikið jafnaðar- og jafnréttismál í nútímasamfélagi að allir eigi kost á leikskóladvöl fyrir börn sín án tillits til efnahags og það er markmið Reykjavíkurborgar að vera brautryðjandi á þessu sviði.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja tillögur starfshóps um aukna samþættingu leikskóla og grunnskóla, en geta ekki staðið að framangreindri bókun fulltrúa R-listans, enda koma þar fram fullyrðingar um stöðu leikskólamála í Reykjavík sem eiga við lítil rök að styðjast ásamt óljósum markmiðum um framtíðarskipan þessara mikilvægu mála.
30. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 9. s.m. um hækkun viðmiðunarfjárhæðar fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. R01060013 Samþykkt.
31. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 11. þ.m. um stöðu ráðninga Vinnumiðlunar ungs fólks. R04020002
32. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Grímur Atlason verði kosinn varamaður í íþrótta- og tómstundaráð í stað Jóhannesar T. Sigursveinssonar. Þá taki Kristján Guðmundsson sæti Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í stjórn Fasteignastofu frá og með 1. júlí n.k. R02060088
33. Lögð fram samþykkt menningarmálnefndar frá 7. þ.m., sbr. bréf ritara nefndarinnar frá 14. s.m., þar sem lagt er til að borgarráð heimili tímabundna staðsetningu sýningargrips á Melatorgi. Jafnframt lögð fram bréf ritara samgöngunefndar frá 6. f.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 4. s.m. og bréf þjóðminjavarðar frá 14. apríl s.l. og umsögn skipulags- og byggingarnefndar frá 12. f.m. varðandi uppsetningu og staðsetningu listaverksins. R04050036 Með vísan til erindis þjóðminjavarðar, dags. 14. apríl sl., og umsagna skipulags- og byggingarnefndar, samgöngunefndar og menningarmálanefndar, fellst borgarráð á beiðni um tímabundna staðsetningu einkennismerkis Þjóðminjasafnsins á Melatorgi í kynningarskyni fyrir safnið, enda beri Reykjavíkurborg hvorki kostnað af uppsetningu þess né brottflutningi, í síðasta lagi sex mánuðum eftir opnun safnsins. Þess skal gætt að merkið sé ekki það stórt að umferð stafi hætta af.
34. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 14. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R04040102 Samþykkt að veita 13. hópnum styrk að fjárhæð 200 þkr., Félagi eldri borgara í Reykjavík styrk að fjárhæð 100 þkr. og Reykjavíkurprófastsdæmum styrk að fjárhæð 1.000 þkr.
35. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur ses. um rekstur Borgarleikhúss, dags. 16. þ.m. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra: Borgarráð samþykkir hjálagt samkomulag Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur ses., sem undirritað var þ. 16. júní sl. með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Þá er lagt til, í samræmi við ákvæði 2. mgr. 7. gr. samkomulagsins, að borgarsjóður greiði Leikfélagi Reykjavíkur ses. 21 mkr. er komi af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð, við gildistöku samkomulagsins.
Greinargerð fylgir tillögunni. R04010098 Samþykkt.
Bókun borgarráðs: Borgarráð fagnar nýgerðum samningi Reykjavíkurborgar við Leikfélag Reykjavíkur um leikhúsrekstur í Borgarleikhúsinu. Með samkomulaginu mun þróttmikið leiklistarstarf LR eflast og þetta fullkomnasta sviðslistahús landsins mun nýtast til eflingar fjölbreyttu menningarlífi í Reykjavík með formlegu samstarfi Leikfélags Reykjavíkur og menningarstofnana Reykjavíkurborgar. Opnun Leikfélags Reykjavíkur fyrir almennri aðild er fagnað og gott samstarf borgaryfirvalda við núverandi og fyrrvarandi stjórn við gerð samkomulagsins þakkað.
36. Lagðar fram tillögur vinnuhóps um símaver, dags. í maí 2004. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að opna símaver Reykjavíkurborgar, þar sem aðgangur verður að borgarstarfseminni gegnum eitt símanúmer, sbr. tillögur vinnuhóps um opnun símavers, sem fjallað er um í greinargerð og hjálagðri skýrslu. Stefnt skal að því að opna símaver í febrúar á næsta ári.
Greinargerð fylgir tillögunni. R04010086 Tillaga borgarstjóra samþykkt.
37. Lögð fram svohljóðandi tillaga Ólafs F. Magnússonar:
Vegna framkominna hugmynda um að setja Hringbraut í opinn stokk á 600 metra löngu svæði milli Njarðargötu og Snorrabrautar samþykkir Borgarráð Reykjavíkur að fela þar til bærum embættismönnum Reykjavíkurborgar eftirfarandi: 1. Að gera kostnaðarúttekt á þessum tillögum. 2. Að gera grein fyrir hvernig þessar tillögur falla að öðru skipulagi, sérstaklega umferðarskipulagi og umferðartengingum, á svæðinu. 3. Ef það er mat embættismanna borgarinnar að þessar tillögur séu raunhæfar frá skipulagslegu sjónarmiði er þeim falið að meta hvort hægt sé að að laga þá samninga sem hafa verið gerðir vegna fyrirhugaðra framkvæmda við nýja legu Hringbrautar að áðurnefndum hugmyndum um opinn stokk. Farið er fram á að ofangreindum spurningum verði svarað hið fyrsta svo að borgarráð geti tekið vel ígrundaða og efnislega afstöðu til þessara hugmynda, sem að mati Samtaka um betri byggð myndu stórbæta hljóðvist og stórauka uppbyggingarmöguleika á Landspítalalóðinni. R04010106
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar samgöngunefndar og skipulags- og byggingarnefndar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja tillögu Ólafs F. Magnússonar og hefðu talið eðlilegra að vísa henni beint til borgarverkfræðings. Ólafur F. Magnússon óskaði bókað: Þær spurningar sem fram eru bornar með tillögu minni eru fyrst og fremst faglegs og tæknilegs eðlis. Því hefði verið æskilegt að vísa þeim til umsagnar borgarverkfræðings.
38. Lögð fram tillaga stjórnkerfisnefndar um stofnun þjónustumiðstöðva, dags. í maí 2004, ásamt greinargerð Nýsis hf. um kostnaðarmat o.fl., dags. í maí 2004. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra: Borgarráð samþykkir að fela stjórnkerfisnefnd að undirbúa stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum borgarinnar, sbr. meðfylgjandi tillögu. Hafa skal náið samráð við starfsfólk, stofnanir, ráð og nefndir Reykjavíkurborgar. 1. Framkvæmdaáætlun verkefnisins verði eftirfarandi: 1.1. Unnið verði samhliða að stofnun nýrra þjónustumiðstöðva borgarinnar, og breytingum á starfsemi Vesturgarðs og Miðgarðs. Nýjar og breyttar þjónustumiðstöðvar verði opnaðar á árinu 2005. 1.2 Frístundaheimili flytjist á ábyrgð þjónustumiðstöðva með þjónustusamningi við íþrótta- og tómstundaráð í lok árs 2006. 1.3 Eitt til tvö stöðugildi íþrótta- og tómstundafulltrúa færist frá íþrótta- og tómstundaráði á hverja nýja þjónustumiðstöð, sbr. störf íþrótta- og tómstundaráðgjafa í Miðgarði og Vesturgarði. 1.4 Samhliða stofnun þjónustumiðstöðva skipi borgarstjóri starfshóp með þátttöku kjörinna fulltrúa, sbr. lið 8 í hjálagðri tillögu stjórnkerfisnefndar. Hópnum verði m.a. falið að kanna samþættingarmöguleika og tryggja samvinnu skóla og leikskóla við þjónustumiðstöðvar. Einnig að meta hvort frístundamiðstöðvar skuli heyra stjórnunarlega undir þjónustumiðstöðvar sbr. lið 3.4 í greinargerð með tillögu stjórnkerfisnefndar. Hópurinn skili tillögum í því efni eigi síðar en í lok árs 2006. 2. Fjárhagslegir þættir: 2.1 Hagræðingarmarkmið vegna samþættingar verkefna á þjónustumiðstöðvum verði 1% á ári, 2006-2009, sbr. kostnaðarmat Nýsis, eða alls 4% á tímabilinu. 2.2 Hagræðingarmarkmið vegna verkefna frístundaheimila og frístundamiðstöðva verði í samræmi við tillögur Nýsis, þrátt fyrir breytingar á tillögu stjórnkerfisnefndar. 2.3 Útgjaldaheimildir verkefnisins verði allt að 50 mkr. á árinu 2004. Komi 9,3 mkr. af liðnum 09520 (þjónustumiðstöðvar), 20 mkr. af kostnaðarstað Fasteignastofu 1108 (þjónustugarðar) og 20,7 mkr af liðnum óráðstafað. Árið 2005 verði 175 mkr. í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til að standa straum af kostnaði við verkefnið. R02120086 Tillögu borgarstjóra vísað til borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: Með stofnun "þjónustumiðstöðva" er án skýrra markmiða verið að splundra þeim þætti í þjónustu og stjórnsýslu borgarinnar, sem hingað til hefur verið framkvæmdur með ágætum hætti. Núverandi þjónusta langflestra stofnana borgarinnar, eins og hún er í dag uppbyggð, getur tryggt borgurunum góða þjónustu. Þeir starfsþættir, sem flytja á frá Félagsþjónustunni og ÍTR verða í meginatriðum áfram á núverandi stað í viðkomandi hverfum og því ranghermi að segja að verið sé að stofna "þjónustumiðstöðvar". Þessi tillaga gengur þvert á þau markmið að einfalda stjórnkerfi borgarinnar og gera það skilvirkara. Áhrif, yfirsýn og tengsl kjörinna borgarfulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum borgarinnar við borgarbúa mun minnka. Engar upplýsingar liggja fyrir um að hið nýja kerfi hafi í för með sér meiri skilvirkni, hagræðingu eða aukna og betri þjónustu fyrir borgarbúa eins og haldið er fram. Verið er að auka umfang stjórnsýslunnar og ljóst er að kostnaður vegna hennar mun aukast verulega. Sú tillaga sem hér er lögð fram er í engu samræmi við þá tillögu sem meirihlutinn í stjórnkerfisnefnd lagði fram og samþykkti á fundi sínum 26. maí s.l. Sú tillaga sem stjórnkerfisnefnd samþykkti hefur ekki verið kynnt fagnefndum og hverfisráðum. Það virðist því augljóst að formaður stjórnkerfisnefndar hafi ekki haft umboð meirihluta R-listans til að vinna að þeirri tillögu sem stjórnkerfisnefnd samþykkti. Tillögunni var því í raun vísað til borgarstjórnarflokks R-listans. Það hlýtur að vekja upp spurningar um það hvað gerðist innan R-listans síðan tillaga meirihluta stjórnkerfisnefndar var samþykkt og önnur tillaga, sem hvorki stjórnkerfisnefnd eða borgarráð hafa séð, fór í kynningu til ákveðinna embættismanna og starfsmanna nokkurra borgarstofnana. Mikil óeining hefur verið innan R-listans um málið. Eftir harðar deilur innan borgarstjórnarflokks R-listans kom Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi R-listans og formaður ÍTR í veg fyrir að þjónustukerfi ÍTR yrði splundrað með sama hætti og nú er verið að gera með þjónustukerfi Félagsþjónustunnar. Lokatillaga stjórnkerfisnefndar hefur ekki verið kynnt fyrir nefndum og ráðum borgarinnar og lítið sem ekkert samráð hefur verið haft við starfsmenn þeirra stofnana sem hlut eiga að máli en mörg hundruð þeirra eiga að flytjast yfir til þjónustumiðstöðvanna, m.a. um 460 starfsmenn Félagsþjónustunnar í Reykjavík. S.l. sunnudag var beiðni Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, fulltrúa sjálfstæðismanna í félagsmálaráði um sérstakan fund í ráðinu mánudaginn 21. júní til að fjalla um þetta mál hafnað. Það vekur furðu og er afar gagnrýnisvert að borgarstjóri ásamt nokkrum öðrum aðilum skuli nú á síðustu dögum hafa átt fjölda funda hjá nokkrum stofnunum borgarinnar og kynnt þar þessar nýju tillögur sem orðinn hlut áður en þær eru lagðar fyrir borgarráð og ræddar þar. Í framhaldinu kýs formaður stjórnkerfisnefndar að láta birta við sig viðtal í Morgunblaðinu 20. júní s.l. þar sem hann útlistar með ítarlegum hætti tillögur um stórkostlegar breytingar í borgarkerfinu, sem ekki hefur verið fjallað um í viðkomandi fagnefndum sem í hlut eiga og borgarráði. Kynning á þessum málum í fjölmiðlum áður en málið er tekið fyrir í borgarráði og áður en starfsmenn og viðkomandi aðilar sem hlut eiga að máli hafa fengið um það vitneskju er hrein og klár óvirðing við borgarráð og með öllu óviðeigandi.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað: Það er sorglegt þegar sjálfsögð umbótamál eru gerð að pólitísku þrætuepli. Sjálfstæðismenn hafa í eitt og hálft ár kvartað yfir því að of miklu af tíma starfsfólks og nefnda borgarinnar sé varið í samráð og fundi í tengslum undirbúning tillögu að stofnun þjónustumiðstöðva. Þegar komið er að framkvæmdum er kvartað yfir skort á samráði. Stofnun þjónustumiðstöðva er mikilvægur liður í alhliða umbótum í þjónustu borgarinnar og hafa það markmið að tryggja Reykvíkingum góða þjónustu sem einfalt er að nálgast. Framtíðarsýn Reykjavíkurlistans er að helstu aðkomuleiðir borgarbúa að þjónustu sé í gegnum þrjár megingáttir; þjónustumiðstöðvar í hverfum, sameiginlegt þjónustunúmer Reykjavíkur (símaver) og sjálfsafgreiðsla á endurbættum vef borgarinnar. Þjónustukönnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg sýndi að um 90% Reykvíkinga styðja þá stefnu borgaryfirvalda að setja upp þjónustumiðstöðvar í hverfum og bæta aðgengi með símaveri og aukinni rafrænni sjálfsafgreiðslu. Markmið með stofnun þjónustumiðstöðva eru: 1. Að borgarbúar geti snúið sér á einn stað með erindi sín. Bætt aðgengi og skýrari ábyrgð mun stytta boðleiðir og viðbragðstíma í þjónustunni. 2. Að þverfagleg samvinna fagaðila tryggir samfellu í þjónustunni og heilsteyptari nálgun gagnvart fjölskyldum og einstaklingum. 3. Að þjónustustofnanir borgarinnar verði betri samstarfsaðili lögreglu, heilsugæslu og annarra opinberra aðila vegna skýrari ábyrgðar á hverju þjónustusvæði. Umbæturnar eru lykilatriði í undirbúningi borgarinnar vegna stefnumótunar stjórnvalda um aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga. 4. Að auðvelda og styrkja tengsl borgaryfirvalda og íbúa, m.a. með auknu samstarfi við frjáls félagasamtök, íþróttafélög, íbúasamtök, foreldrafélög og söfnuði á hverju þjónustusvæði auk staðbundinnar þjónustu við hverfisráð. Fullyrðingar í bókun Sjálfstæðismanna um deilur innan Reykjavíkurlistans eru ekki svaraverðar en lýsa vonbrigðum með þann góða frið sem er um þetta framfaramál. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um frestun málsins er byggð á rangfærslum. Fullyrðingar um að "ekkert samráð" hafi verið haft við fagnefndir og starfsmenn eru með ólíkindum. Komið var til móts við óskir minnihlutans um að hugmyndirnar væru kynntar á frumstigi í öllum nefndum og ráðum borgarinnar. Allir forstöðumenn málaflokka sem tillögurnar snerta hafa komið að undirbúningi og gerð tillagna til stjórnkerfisnefndar ásamt fjölda starfsmanna og sérfræðinga borgarinnar. Á fimmta tug starfsmanna unnu í greiningarhópum sem lá þeim til grundvallar. Á sjötta tug vinnustaðafunda hafa verið haldnir til kynningar á málinu. Tillögurnar sem stjórnkerfisnefnd byggir á hafa farið til umsagnar í öllum nefndum og ráðum. Á umsögnum þeirra byggir niðurstaða nefndarinnar. Fundir hafa verið haldnir með fulltrúum þeirra stéttarfélaga sem málið snertir. Innleiðing og undirbúningur verður ekki síður byggður á nánu samráði eins og tillagan ber með sér. Tillaga sjálfstæðismanna um frestun ber því vott um óþarfa ákvarðanatökufælni. Tími framkvæmda er runninn upp.
Samþykkt að vísa svohljóðandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks til borgarstjórnar:
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að fresta atkvæðagreiðslu um tillögu borgarstjóra, dags. 14. júní s.l., til borgarráðs um stofnun þjónustumiðstöðva, enda tillagan ekki í samræmi við þá tillögu sem samþykkt var á fundi stjórnkerfisnefndar eða þá málsmeðferð sem þar var ákveðin. Sú tillaga sem stjórnkerfisnefnd samþykkti hefur ekki verið kynnt fyrir fagnefndum og hverfisráðum eins og gert var með tillögur stýrihóps stjórnkerfisnefndar. Lagt er til að nú þegar verði tekið upp náið samráð við starfsfólk stofnana og þau ráð og nefndir borgarinnar sem málið snertir. Einnig er lagt til að framlagðri tillögu verði vísað til umsagnar fagnefnda, hverfisráða, stjórnkerfisnefndar, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og annarra stéttarfélaga, sem hlut eiga að máli. Þegar umsagnir þessara aðila liggja fyrir verði tillaga borgarstjóra ásamt tillögu stjórnkerfisnefndar teknar til umfjöllunar að nýju í borgarráði og borgarstjórn í haust að loknu sumarleyfi borgarstjórnar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
39. Lagt fram minnisblað starfshóps um rafræna stjórnsýslu og þjónustu, dags. 11. þ.m., um stöðu verkefnisins. R04020109
40. Lögð fram svohljóðandi viðaukatillaga Árna Þórs Sigurðssonar við fyrirliggjandi tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, sem vísað var til síðari umræðu á fundi borgarstjórnar 3. júní 2004: Aftan við 2. mgr. 55. gr. samþykktarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Nefndir, sem kosnar eru skv. B-lið 61. gr., skulu að jafnaði halda einn opinn fund árlega. R04050182
Vísað til borgarstjórnar.
41. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra skipulagssjóðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar sjóðsins 9. s.m. varðandi sölu á Höfðatúni 4-10 til Höfðaborgar ehf. samtals að fjárhæð 161 mkr. R04060161 Samþykkt.
42. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Skipulagssjóður Reykjavíkurborgar hefur undanfarið markvisst unnið að uppkaupum á reit sem afmarkast af Vatnsstíg, Lindargötu, Frakkastíg og Hverfisgötu. Samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagsstillögu er gert ráð fyrir að tilteknar eignir á reitnum verði rifnar og stúdentaíbúðir reistar í staðinn. Uppkaupum eigna er ekki lokið, þar sem sjóðurinn á eftir að eignast 2 eignir á reitnum til að hægt verði að byggja þær stúdentaíbúðir sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir. Félagsstofnun stúdenta er í mun að hefja framkvæmdir sem fyrst á reitnum. Þar til uppkaupum er lokið er ekki hægt að úthluta lóðinni, en lagt er til við borgarráð að Félagsstofnun stúdenta verði veitt fyrirheit um lóðarúthlutun á þessu stigi málsins. R02050164
Samþykkt.
43. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. þ.m. varðandi umboð til borgarráðs við forsetakosningar 26. júní n.k. R04030072 Vísað til borgarstjórnar.
- Kl. 15.00 vék Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.
44. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að skipa þriggja manna verkefnisstjórn til þess að fara með málefni er lúta að menningarminjum í Aðalstræti. Verkefnisstjórnin skal miða vinnu sína við þann undirbúning sem þegar hefur átt sér stað og fjárveitingar fyrir árið 2004. Hún skal skila menningarmálanefnd og borgarráði skýrslu með tillögum sínum fyrir árslok 2004 þ.m.t. kostnaðaráætlun. Verkefnisstjórnin skal jafnframt sjá til þess að byggingarframkvæmdir við sýningarskálann, sem ljúka skal vorið 2005, taki mið af sýningu fornminja og geri skálann einnig sem hentugastan fyrir sýningar framtíðarinnar. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005 verði tekin ákvörðun um framhald sýningargerðarinnar með hliðsjón af skýrslu verkefnisstjórnarinnar.
Greinargerð fylgir tillögunni R04010059 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Tilnefningu í verkefnisstjórnina frestað.
45. Lagt fram bréf hafnarstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt hafnarstjórnar 15. f.m. á nýrri gjaldskrá Reykjavíkurhafnar. R01030189 Vísað til borgarstjórnar.
46. Afgreidd 8 útsvarmál. R04010153
Fundi slitið kl. 15:10.
Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson