Borgarráð - Fundur nr. 4846

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 8. júní, var haldinn 4846. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 28. maí. R04010042

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 2. júní. R04010018

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 25. maí. R04010020

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 28. maí. R04010012

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 4. júní. R04010009

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R04050148

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Gufunesi. R04060032 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu, auk þess sem þeir vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 2. þ.m. þar sem lagt er til að Frjálsi fjárfestingabankinn verði lóðarhafi lóða nr. 43, 45, 47 og 49 við Móvað í stað Guðleifs Sigurðssonar ehf., með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R03040067 Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum. Árni Þór Sigurðsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson viku af fundi við meðferð málsins.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 4. þ.m., þar sem lagt er til að K.S. verktakar ehf. verði lóðarhafi lóðar nr. 6-8 við Vínlandsleið með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R04020001 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

10. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 3. þ.m. þar sem leitað er heimildar til að beita Fasteignir ríkissjóðs dagsektum á grundvelli 32. gr. laga um brunavarnir vegna ágalla á brunavörnum húseignarinnar að Ármúla 12, Fjölbrautaskólanum Ármúla. Dagsektir nemi kr. 14.600 fyrir hvern virkan dag þar til kröfur hafa verið uppfylltar. R04060041 Samþykkt.

11. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. þar sem með vísan til 210 gr. byggingarreglugerðar er lagt til að byggingarleyfishafa verði veittir nánar tilteknir frestir til að ljúka byggingarframkvæmdum að Langholtsvegi 174, að viðlögðum dagsektum, kr. 25.000 fyrir hvern þann dag sem dregst að ljúka framkvæmdum í heild. R03110265 Samþykkt.

12. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur sf. frá 1. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur s.d., þar sem óskað er heimildar til að taka lán hjá Depfa Bank að andvirði 60 milljóna evra, um 5,3 millj.kr. R04060031 Vísað til borgarstjórnar.

13. Lagt fram bréf forstöðumanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, dags. 28. f.m., ásamt yfirliti yfir áherslur og verkefni stofnunarinnar á árinu 2003, ódags. R04060027

14. Lögð fram ársskýrsla Borgarfræðaseturs Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar fyrir árið 2003. R04060025

15. Borgarráð samþykkir að leggja til við borgarstjórn að Bolli Thoroddsen taki sæti varamanns í jafnréttisnefnd til næstu áramóta í stað Áslaugar Auðar Guðmundsdóttur. R02060079

16. Lögð fram að nýju ferðamálastefna Reykjavíkurborgar 2004-2010, ódags., ásamt bréfi forstöðumanns Höfuðborgarstofu frá 27. f.m., sbr. samþykkt stjórnar Höfuðborgarstofu 26. apríl sl. R04050169 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Í stefnumörkuninni er margt jákvætt enda um sjálfsagða hluti að ræða. Þó eru þar nokkur atriði sem borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta ekki fellt sig við og sitjum við því hjá.

17. Lagt fram að nýju erindi Landsafls hf. frá 9. febrúar sl., þar sem óskað er eftir landsvæði undir bifreiðastæði við Holtagarða. Jafnframt lagðar fram að nýju umsagnir skipulagsfulltrúa frá 13. apríl sl. og hafnarstjórnar frá 24. f.m. R04020089 Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

18. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 3. þ.m. varðandi gosbrunn í Reykjavíkurtjörn. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. s.m.:

Borgarráð samþykkir að fela borgarverkfræðingi að setja upp á ný gosbrunn í Reykjavíkurtjörn, sbr. bréf hans til borgarráðs dags. 3. maí 2004 og skv. þeim kostnaðartölum sem þar liggja fyrir og rúmast innan fjárheimilda Umhverfis- og heilbrigðisstofu. R03090073

Tillaga borgarstjóra samþykkt.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 7. þ.m. um kjörfund, kjörstaði, fjölda kjördeilda, verkefni yfirkjörstjórna, skipun hverfis- og undirkjörstjórna og umboð til borgarstjóra þar að lútandi, vegna forsetakosninga 26. júní n.k. R04030072 Samþykkt.

20. Lagt fram bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytis frá 4. þ.m. varðandi staðfestingu á nýrri lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. R03070052

21. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarverkfræðings, ódags., yfir fram komin tilboð í byggingarrétt á lóðum í Norðlingaholti, 2. áfanga, opnuð 4. þ.m. R04050026

22. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Miðgarðs frá 27. f.m. ásamt skýrslu nefndar um tilraunaverkefnið Hringinn og ný úrræði vegna afbrota unglinga, dags. 21. apríl 2004. R03060189

Bókun borgarráðs:

Sáttaumleitan er ný og uppbyggjandi leið í afbrotamálum þar sem gerandi fær tækifæri til að bæta fyrir brot sitt um leið og hann leggur sitt af mörkum til uppbyggingar samfélagsins. Miðgarður hefur m.a. nýtt sér þessa hugmyndafræði og verið brautryðjandi hér á landi með verkefninu Hringnum sem skilað hefur umtalsverðum árangri bæði hvað varðar gerendur og samfélagið í Grafarvogi. Borgarráð lýsir yfir ánægju með frumkvöðlastarfið í Miðgarði og drög að lagafrumvarpi sem lagt hefur verið fram og býður fram krafta sína við áframhaldandi uppbyggingu sáttaumleitana.

23. Lögð fram fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi kaup á Stjörnubíósreitnum við Laugaveg og byggingu á honum, dags. í dag. R01020137

24. Rætt um Listahátíð í Reykjavík 2004. R03040100

Bókun borgarráðs:

Borgarráð óskar stjórnendum Listahátíðar í Reykjavík til hamingju með frábæra hátíð, þakkar flytjendum öllum glæsilega framgöngu og vill koma á framfæri þakklæti til allra sem tóku þátt í samstarfi um að gera hátíðina jafn vel heppnaða og raun ber vitni. Hér eftir verður Listahátíð árlega og fagnar borgarráð því sérstaklega að samstarf hefur tekist um það.

Fundi slitið kl. 13:35

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson