Borgarráð - Fundur nr. 4845

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 1. júní, var haldinn 4845. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 11. maí. R04010036

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 21. maí. R04010037

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 19. maí. R04010038

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 25. maí. R04010039

5. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Miðborgar frá 26. apríl og 24. maí. R04010041

6. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 26. maí. R04010019

7. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 14. og 21. maí. R04010012

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R04050148

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóð Rimaskóla. R03080040 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu á deiliskipulagi vegna íbúða námsmanna við Starengi. R04010217 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

11. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. þar sem lagt er til að Gerpi ehf. verði veittir nánar tilteknir frestir til að ljúka byggingarframkvæmdum að Hverfisgötu 115, að viðlögðum dagsektum. R04040025 Samþykkt.

12. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 26. s.m. þar sem með vísan til 6. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga er lögð til frestun á afgreiðslu byggingarleyfisumsóknar varðandi geymsluskúr á baklóð hússins nr. 6 við Spítalastíg, þar sem deiliskipulag umrædds svæðis sé í vinnslu. R04050176 Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 26. f.m. varðandi staðsetningu sorptunna á lóðinni nr. 17A við Nýlendugötu. R04050068 Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 26. f.m. varðandi túlkun á gjaldskrá gatnagerðargjalda, þar sem lagt er til að ekki verði innheimt gatnagerðargjöld af svalaskýlum sem uppfylla kröfur 102. gr. byggingarreglugerðar. R04030091 Vísað til umsagnar borgarritara og borgarlögmanns.

15. Lögð fram ferðamálastefna Reykjavíkurborgar fyrir árin 2004 til 2010, ódags., ásamt bréfi forstöðumanns Höfuðborgarstofu frá 27. f.m., sbr. samþykkt stjórnar Höfuðborgarstofu 26. apríl sl. R04050169 Frestað.

16. Kynntur undirbúningur kröfugerðar Reykjavíkurborgar fyrir óbyggðanefnd. R03120021

17. Lagður fram ársreikningur Félagsbústaða hf. fyrir árið 2003. R04040163

18. Lagður fram ársreikningur Aflvaka hf. fyrir árið 2003. R04040159

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 28. f.m. þar sem leitað er heimildar borgarráðs til að framlengja lóðarleigusamning lóðarinnar nr. 153 við Bústaðaveg. R04060002 Samþykkt.

20. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 24. f.m. þar sem leitað er heimildar til að beita fjársýslu ríkisins dagsektum á grundvelli 32. gr. laga um brunavarnir vegna ágalla á brunavörnum húseignarinnar að Suðurhlíð 9, Öskjuhlíðarskóla. Dagsektir nemi kr. 23.300 fyrir hvern virkan dag þar til kröfur hafa verið uppfylltar. R04050140 Samþykkt.

21. Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, dags. í dag, ásamt bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. s.d. R04050182 Vísað til borgarstjórnar.

22. Lagt fram erindi Landsafls hf. frá 9. febrúar sl. þar sem óskað er eftir landsvæði undir bifreiðastæði við Holtagarða. Jafnframt lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa frá 13. apríl sl. og hafnarstjórnar frá 24. f.m. þar sem mælt er með að erindinu sé hafnað með vísan til gildandi skipulags og óvissu um endanlega legu Sundabrautar. R04020089 Frestað.

23. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra skipulagssjóðs frá 27. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar sjóðsins 26. s.m. um kaup á Selásbletti 11a, Selásbletti 12b og helmingi Selásbletts 12a í Norðlingaholti fyrir 97 mkr. R02110082 Borgarráð samþykkir kaupin með 4 samhljóða atkvæðum.

24. Lögð fram greinargerð fjármáladeildar um rekstur og framkvæmdir borgarsjóðs 1. janúar - 31. mars 2004, þriggja mánaða uppgjör, þar sem lagðar eru til eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun ársins:

í þús..kr. kostn.st. var verður breyting Aðalsjóður Ófyrirséð 9205 231.840 223.840 -8.000 Fasteignastofa Gervigrasvellir 1105 94.000 102.000 8.000

R04030154 Breytingar á fjárhagsáætlun samþykktar með 4 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 14:30

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson