Borgarráð - Fundur nr. 4844

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 25. maí, var haldinn 4844. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Gísli Helgason. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 17. maí. R04010035

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 13. maí. R04010038

3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Vesturbæjar frá 30. apríl og 4. maí. R04010042

4. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 19. og 24. maí. R04010018

5. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 17. maí. R04010005

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 14. maí. R04010009

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R04040136

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Leynimýrar í Öskjuhlíð. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 13. þ.m., sbr. bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 14. s.m. R02020010 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

9. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 19. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóð nr. 28 við Kleifarsel, lóð Seljaskóla. R04050132 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

- Kl. 12.30 tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sæti á fundinum.

10. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar annars vegar og Verkstjórasambands Íslands hins vegar um endurskoðun á framlengingu gildandi kjarasamnings, dags. 21. þ.m. R03120175 Borgarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.

11. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar annars vegar og Rafiðnaðarsambands Íslands hins vegar um endurskoðun og framlengingu gildandi kjarasamnings, dags. 17. þ.m. R03120174 Borgarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.

12. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 20. þ.m. um yfirfærslur fjárveitinga milli áranna 2003 og 2004. R04050056 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

13. Lagður fram ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur sf. fyrir árið 2003. R04020172

14. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 20. þ.m. þar sem lagt er til að innri endurskoðunardeild verði falið að fara yfir rekstur þjónustustofnana á Kjalarnesi til að kanna hvort ná megi fram þar auknu hagræði í rekstri. R04050134 Samþykkt.

15. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 24. þ.m., ásamt fylgiskjölum, þar sem lagðar eru til breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2004 vegna samkomlags Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Eflingu-stéttarfélag og Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, sem hér segir (í þús. kr.): R04050135

Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

16. Lagt fram bréf forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 21. þ.m. þar sem lagt er til að leigusamningur um afnot af æðarvarpi í Engey og afnot af eynni til skipulagðra skoðunarferða frá því í janúar 1999, verði framlengdur til 31. ágúst n.k. R04050125 Samþykkt.

17. Lögð fram samþykkt menningarmálanefndar frá 17. þ.m., sbr. bréf ritara nefndarinnar frá 18. s.m., þar sem óskað er eftir því að borgarráð felli úr gildi reglur um starfslaun listamanna og reglur um styrk til starfrækslu tónlistarhóps Reykjavíkurborgar. Jafnframt lögð fram mótmæli stjórnar Bandalags íslenskra listamanna, dags. 24. þ.m. R04050105 Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 að fella reglurnar úr gildi.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í menningarmálanefnd.

Stefán Jón Hafstein óskaði bókað:

Nauðsyn endurskoðunar á þessum þáttum hefur oft verið rædd í menningarmálanefnd. Úthlutun fyrir árið 2004 hefur verið ákveðin samkvæmt reglum og því er ekki á neinn hátt verið að ganga á styrki til lista á þessu ári. Fljótlega er von á tillögum starfshóps, sem fjallar um heildarstefnu borgarinnar í styrkveitingum, og verður heildarstefna menningarmálanefndar unnin í framhaldi af því, í fullu samráði við samtök listamanna í borginni, áður en styrkir næsta árs verða auglýstir.

18. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 24. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R04040102

19. Afgreidd 29 útsvarsmál. R04010153

Fundi slitið kl. 13:30.

Alfreð Þorsteinsson
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Kjartan Magnússon Stefán Jón Hafstein