Borgarráð - Fundur nr. 4842

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 11. maí, var haldinn 4842. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kjartan Magnússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 29. apríl. R04010037

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 27. apríl. R04010039

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 29. apríl. R04010040

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 29. apríl. R04010033

5. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 5. og 7. maí. R04010018

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 27. apríl. R04010020

7. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 5. maí. R04010019

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30. apríl. R04010012

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R04040136

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi við urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. R04050030 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóðinni nr. 11 við Grensásveg. R04050046 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

12. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. varðandi teikningar að nýju klukkuporti við Langholtskirkju. R04040123 Samþykkt.

13. Lagt fram að nýju bréf formanns íþrótta- og tómstundaráðs og formanns félagsmálaráðs frá 3. þ.m. þar sem lögð er til nánar tilgreind breyting á málsmeðferðarreglum vínveitingaleyfa varðandi vínveitingar í íþróttamannvirkjum. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 5. s.m. R04050007 Frestað.

14. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 6. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R04040102

15. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 6. þ.m. þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að draga á rammasamning við European Investment Bank sem svarar til allt að 600 milljónum íslenskra króna. R03100121 Samþykkt.

16. Rætt um málefni Markarholts. R03110033

17. Lagður fram ársreikningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2003, ásamt endurskoðunarskýrslu og ársskýrslu. R04040143

18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Þann 7. október sl. samþykkti samgöngunefnd Reykjavíkur breytingar á reglum um notkun stöðureita í borginni og gjaldtöku sem m.a. fela í sér staðgreiðsluafslátt á aukastöðugjöldum í Miðbænum. Óskað er eftir skýringum á því af hverju umræddur staðgreiðsluafsláttur hefur ekki enn tekið gildi. R03040061

19. Lagður fram ársreikningur Reykjavíkurhafnar fyrir árið 2003. R04040164

20. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 5. þ.m. ásamt yfirliti yfir byggingarframkvæmdir í Reykjavík 2003, dags. í apríl 2004. R03050173

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Borgarráð þakkar embætti byggingarfulltrúa framlagt yfirlit yfir byggingarframkvæmdir í Reykjavík fyrir árið 2003. Í yfirliti kemur fram að fullgerðar íbúðir á árinu 2003 voru alls 872, ekki hafa verið jafn margar fullgerðar íbúðir í Reykjavík síðan árið 1987. Hafin var smíði á 735 nýjum íbúðum sem er einnig mun meira en á undanförnum árum. Sá mælikvarði sem segir þó e.t.v. mest um byggingarframkvæmdir í Reykjavík er byggingarmagn í fermetrum og á árinu 2003 eru byggðir 250.000 fermetrar sem er það almesta í sögu borgarinnar ef frá er skilið árið 1989 þegar byggðir voru um 275.000 fermetrar. Frá árinu 1999 hefur verið stöðug aukning í fjölgun fullgerðs húsnæðis af ýmsum toga í Reykjavík. Aldrei í sögu Reykjavíkur hefur verið byggt meira af íbúðarhúsnæði en á síðastliðnu ári. Tölurnar staðfesta mikinn uppgang í skipulags- og byggingarmálum í borginni.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Eins og margoft hefur komið fram hefur R-listinn í sinni meirihlutatíð sinnt skipulags- og lóðamálum illa. Lóðarskortur hefur verið viðvarandi og uppboð á þeim lóðum sem hafa verið til ráðstöfunar hefur stórhækkað lóðaverð og í áframhaldinu byggingarkostnað. Þrátt fyrir að íbúum Reykjavíkur hafi fjölgað úr 87 þús. árið 1983 í 112 þús. árið 2003 hefur ráðstöfun Reykjavíkurborgar á lóðum undir íbúðarhúsnæði dregist verulega saman. Á fyrstu níu heilu árunum í meirihlutatíð R-listans, þ.e. frá og með 1995 til og með 2003 var úthlutað lóðum undir 3388 íbúðir, þar af 2417 íbúðir (71.4%) í fjölbýli, 587 íbúðir (17.4%) í rað/parhúsum og einungis 374 lóðir (11.2%) undir einbýli. Í meirihlutatíð sjálfstæðismanna 1982-1994 var á fyrstu heilu níu árunum, þ.e. frá og með 1983 til og með 1991 úthlutað lóðum undir 4230 íbúðir eða um 25% fleiri íbúðir. Lóðir undir fjölbýli voru 2545 (60.1%), undir rað/parhús 608 (14.4%) og undir einbýlishús 1077 (25.5%). Það er grundvallarstefna í skipulagningu nýrra íbúðahverfa að fjölbreytni sé í íbúðargerðum. Aðgerðir R-listans ganga þvert á þessa stefnu. Í Grafarholti og á Norðlingaholti eru fjölbýlishús um 80%, rað/parhús 13% og lóðir undir einbýlishús einungis 7%. Það virðist því vera stefna R-listans að ráðstafa lóðum sem mest undir fjölbýli, m.a. í þeim tilgangi að fjölga úthlutuðum íbúðum á kostnað fjölbreytni í íbúðagerðum í viðkomdi hverfum.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Framlögð yfirlitsskýrsla um byggingarframkvæmdir í Reykjavík 2003 staðfestir mikla uppbyggingu í borginni á liðnu ári. Framboð á litlum íbúðum hefur stóraukist, sem er þýðingarmikið fyrir efnaminna fólk. Aðalatriðið er þó að uppbygging og skipulag á höfuðborgarssvæðinu taki mið af þeirri staðreynd að um eina skipulags og atvinnulega heild er að ræða. Til að svo megi verða þurfa sveitarfélögin á höfuðborgasvæðinu að sameinast sem fyrst.

21. Afgreidd 20 útsvarsmál. R04010153

Fundi slitið kl. 13:55.

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson