Borgarráð - Fundur nr. 4841

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 4. maí, var haldinn 4841. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 19. og 26. apríl. R04010038

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 15. apríl. R04010040

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 28. apríl. R04010018

4. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 26. apríl. R04010005

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 26. apríl. R04010022

6. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 28. apríl. R04010019

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 16. apríl. R04010043

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R04040136

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar um úthlutun úr húsverndarsjóði árið 2004. R04040162 Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 28. s.m. varðandi auglýsingu um breytt deiliskipulag í austurhluta Ártúnshöfða vegna Stórhöfða 44, 45 og 46. R02030173 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. f.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóð Staldursins, nr. 2 við Stekkjarbakka. R04040029 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar frá 30. f.m. þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að ganga frá kaupum á Skúlagötu 30. R04040076 Samþykkt.

13. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Benedikt Geirsson taki sæti í framtalsnefnd í stað Haraldar Blöndal, sem lést nýlega. R02060084

14. Lagt fram bréf Kolbeins Óttarssonar Proppé, dags. 4. þ.m., þar sem hann óskar lausnar frá störfum í þeim nefndum og ráðum borgarinnar sem hann hefur verið kjörinn í. R03090082 Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að eftirtaldir fulltrúar taki sæti í nefndum og ráðum í hans stað: Umhverfis- og heilbrigðisnefnd: Katrín Jakobsdóttir, formennska Stjórn Vinnuskólans: Katrín Jakobsdóttir, formennska Íþrótta- og tómstundaráð: Svandís Svavarsdóttir Stjórn Vinnuskólans: Varamaður verði Guðný Hildur Magnúsdóttir, í stað Katrínar Jakobsdóttur Nefnd um stefnumótun í úrgangsmálum: Björk Vilhelmsdóttir, formennska Nefnd um stefnumörkun um útivistarsvæði: Katrín Jakobsdóttir, formennska Samtímis lýkur tímabundnu leyfi Árna Þórs Sigurðssonar frá störfum formanns samgöngunefndar.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 29. f.m., þar sem lagt er til að kjörstaðir í komandi forsetakosningum verði hinir sömu og í alþingiskosningum 2003. Jafnframt er lagt til að laun fyrir setu í hverfiskjörstjórn verði kr. 33.000 og í undirkjörstjórn kr. 19.500. R04030072 Samþykkt.

16. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 29. f.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 28. s.m. varðandi reglur um stuðningsþjónustu Félagsþjónustunnar. R04040165 Samþykkt.

17. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 29. f.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 28. s.m. um tillögu að breytingu á 7. gr. reglna um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakar húsaleigubætur. R03100095 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

18. Kynnt svar borgarstjóra, dags. í dag, við erindi átakshóps Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð vegna færslu Hringbrautar. R04010106

19. Lagt fram bréf Landsvirkjunar frá 28. f.m. varðandi stækkun á rammasamningi um lántökur fyrirtækisins. R04040148 Vísað til borgarstjórnar.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

F-listinn er nú sem fyrr andvígur ábyrgð Reykjavíkurborgar á lántökum Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar.

20. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 3. þ.m. ásamt samningi Reykjavíkurborgar og Íslenskra aðalverktaka um kaup Reykjavíkurborgar á lóðunum Höfðatún 6 og 8 á svokölluðum Vélamiðstöðvarreit. R03110085 Samþykkt.

21. Lagður fram ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2003. R03120154 Vísað til borgarstjórnar.

22. Lögð fram ársskýrsla framtalsnefndar fyrir árið 2003. R04030111

23. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs frá 3. þ.m. varðandi leigusamning Olíufélagsins hf. á lóð nr. 100 við Kringlumýrarbraut. R04040114 Samþykkt.

24. Lagt fram bréf Samtaka aldraðra frá 29. f.m. varðandi endurnýjun á lóðarumsókn fyrir Samtök aldraðra á lóð við Sléttuveg. R04050005 Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

25. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 29. f.m. varðandi umsókn Bridgesambands Íslands um leyfi til áfengisveitinga í sal sambandsins að Síðumúla 37, þar sem lagt er til að umsótt leyfi verði veitt til reynslu í eitt ár. R04040026 Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. (ÁÞS sat hjá)

26. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 29. janúar s.l. varðandi umsókn Skallagrímsveitinga ehf. um leyfi til veitinga léttvíns og áfengs öls á veitingahúsinu Sportbitanum, Egilshöll. Jafnframt lagðar fram að nýju umsagnir hverfisráðs Grafarvogs frá 24. febrúar og íþrótta- og tómstundaráðs frá 19. mars., ásamt tillögu borgarstjóra frá 30. s.m. Þá er lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 23. f.m. R03100169 Vísað til borgarstjórnar.

27. Lagt fram bréf formanns íþrótta- og tómstundaráðs og formanns félagsmálaráðs frá 3. þ.m. ásamt svohljóðandi tillögu að viðbótarmálsgrein, nýrri 3. mgr. 8. gr., í málsmeðferðarreglur vegna vínveitingaleyfa:

Ekki eru veitt almenn vínveitingaleyfi á veitingastöðum í íþróttamannvirkjum þar sem fram fara æfingar og keppni barna og unglinga. Þetta ákvæði á ekki við um veitingastaði í húsum sem einungis eru til félagsstarfs en ekki beinnar íþróttastarfsemi. Umsagnaraðili verði íþrótta- og tómstundaráð sem falið verði að skilgreina nánar hvaða starfsemi skuli flokka sem íþróttastarf barna og unglinga.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04050007 Frestað. Vísað til umsagnar borgarlögmanns.

Fundi slitið kl. 11:55.

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson