Borgarráð - Fundur nr. 4839

Borgarráð

2

BORGARRÁÐ

Ár 2004, þriðjudaginn 20. apríl, var haldinn 4839. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Margrét K. Sverrisdóttir. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 14. apríl. R04010035

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 23. mars. R04010041

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 14. apríl. R04010018

4. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 13. apríl. R04010019

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R04030160

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi deiliskipulag svæðis í Bústaðahverfi, sem afmarkast af Hæðargarði, Bústaðavegi, Grensásvegi og Réttarholtsvegi. R04020006

Samþykkt.

7. Lögð fram skýrsla orkustefnunefndar Reykjavíkurborgar, dags. í mars 2004, tillaga að stefnu í orkumálum. R02060149

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð telur að orkustefnunefnd hafi skilað góðu starfi og tekið á helstu verkefnum eins og þau voru skilgreind í erindisbréfi, dags. 12. nóv. 2002. Borgarráð tekur undir þau meginsjónarmið sem nefndin gerir tillögur um að stefna borgarinnar í orkumálum byggi á og undirstrikar mikilvægi þess að orkustefnan taki mið af umhverfisstefnu borgarinnar og markmiðum um sjálfbæra þróun. Sérstaklega er bent á þýðingu þess að einhugur er í nefndinni um að Reykjavíkurborg, í samráði við aðra eigendur Orkuveitu Reykjavíkur, setji félaginu það meginmarkmið að tryggja framboð orku og örugga afhendingu á starfssvæði sínu, og að gagnaflutningar verði skilgreindir sem hluti af kjarnastarfsemi OR. Sömuleiðis tekur borgarráð undir þá niðurstöðu nefndarinnar að Orkuveitan verði áfram rekin sem eitt fyrirtæki þar sem orkumálum Reykvíkinga er vel fyrir komið. Borgarráð tekur undir þá niðurstöðu nefndarinnar að stofnun Orkuveitu Reykjavíkur hafi skilað borgarbúum bæði fjárhagslegum ávinningi og fjölbreyttari og betri þjónustu. Enginn vafi leikur á að sameinað fyrirtæki hefur gert það að verkum að Orkuveitan er nú vel í stakk búin til að takast á við stórverkefni eins og nýjar virkjanir, nýjar veitur og stækkun þjónustusvæðis, eins og reynslan hefur sýnt. Borgarráð telur ekki efni eða tilefni til að breyta rekstrarformi OR. Þvert á móti er mikilvægt fyrir festu í rekstri og traust fyrirtækisins að skýrt sé og afdráttarlaust að félagið sé og verði í samfélagslegri eigu. Þá styður borgarráð þau sjónarmið nefndarinnar að Reykjavíkurborg eigi að losa sig út úr eignarhaldi og ábyrgðum á raforkuframleiðslu Landsvirkjunar og felur borgarstjóra að óska eftir viðræðum við iðnaðarráðherra um það langtímamarkmið og vinna að því að koma því ferli af stað.

Frestað.

- Kl. 12.03 vék borgarstjóri af fundi.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 19. þ.m. varðandi skráningu byggðamerkis Reykjavíkurborgar. R03120134

9. Lagt fram bréf Landsvirkjunar frá 30. f.m. varðandi lántöku hjá Norræna fjárfestingabankanum að fjárhæð 70 milljónir Evra. R04030167 Vísað til borgarstjórnar.

Margrét K. Sverrisdóttir óskaði bókað:

F-listinn lýsir áhyggjum af aukinni skuldabyrði á íbúa Reykjavíkur sem felst í þessari lántöku vegna framkvæmda Landsvirkjunnar við Kárahnjúka. Reykjavíkurborg er þegar í ábyrgðum vegna lána Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar sem nema rúmum 80 milljörðum króna. Sú skuldbinding samsvarar um 5 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Reykjavík.

10. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. þ.m., þar sem lagt er til að Íbúðir ehf. verði lóðarhafi lóðar nr. 35-41 (stök nr.) við Naustabryggju með sömu réttindum og skyldum og giltu gagnvart upphaflegum lóðarhafa. R04040072 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

11. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 19. þ.m. um kaup á spildum úr landi Reykja og Varmalands frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna samkomulags milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar frá árinu 2001. R01030008 Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:15

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson