Borgarráð - Fundur nr. 4838

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2004, þriðjudaginn 13. apríl, var haldinn 4838. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:35. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Gísli Helgason. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð búfjáreftirlitsnefndar frá 15. mars. R03110096

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 25. mars. R04010037

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 2. apríl. R04010040

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 26. mars. R04010042

5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. apríl. R04010018

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 26. mars. R04010012

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 2. apríl. R04010009

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 26 mál. R04030160

9. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar annars vegar og Múrarafélags Reykjavíkur hins vegar um endurskoðun og framlengingu gildandi kjarasamnings, dags. 30. f.m. R03120167 Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

10. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar annars vegar og Vélstjórafélags Íslands hins vegar frá 1. þ.m. um endurskoðun og framlengingu gildandi kjarasamnings, dags. 1. apríl. R03120171 Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

11. Lagt fram samkomulag ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar um uppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna samrekstrarstofnanna, dags. 5. apríl 2004. R03010128 Vísað til borgarstjórnar.

12. Lagt fram bréf forstöðmanns Listasafns Reykjavíkur frá 2. þ.m. þar sem lagt er til að listaverkið ,,20 logar" eftir Huldu Hákon verði staðsett til bráðabirgða á horni Guðbrandsgötu og Birkimels. R04020025 Samþykkt.

13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 26. f.m., sbr. samþykkt ráðsins s.d. um veitingu rekstrarleyfis fyrir leikskóla að Bræðraborgarstíg 1. R04030155 Samþykkt.

14. Lagt fram bréf formanns nefndar um stefnumótun í úrgangsmálum frá 31. f.m. þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hætti að hirða sorp hjá fyrirtækjum og stofnunum frá og með 1. janúar 2005. R04040002 Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 1. þ.m., þar sem lagt er til að Frjálsi fjárfestingabankinn hf. verði lóðarhafi lóða nr. 118-126, 138-146, 148-156 og 158-166 við Gvendargeisla í stað Verðbréfastofunnar hf., með óbreyttum skilyrðum. R04020001 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 2. þ.m. varðandi þriggja ára framlengingu á leigu Hestamannafélagsins Fáks á lóðinni nr. 151 við Bústaðaveg, með nánar tilgreindum skilyrðum. Jafnframt lögð fram drög að samningi, dags. í apríl 2004. R02030177 Samþykkt.

17. Lagt fram bréf Steindórs Einarssonar og Dóru M. Gylfadóttur frá 5. þ.m. þar sem lýst er óánægju með staðsetningu nýrrar bensínstöðvar við Stekkjarbakka. Jafnframt lagt fram bréf sömu aðila, dags. í dag, varðandi málið. R04040029 Samþykkt að fela skipulags- og byggingarsviði að endurskoða deiliskipulag lóðar Staldursins við Stekkjarbakka með hliðsjón af samþykkt borgarráðs um bensínstöðva- og bensínsölulóðir frá 20. júní 1995. Jafnframt samþykkt að beina því til Olíufélagsins hf. að framkvæmdum við uppsetningu bensínafgreiðslu á lóðinni verði frestað á meðan á endurskoðun skipulagsins stendur, en þeirri endurskoðun verði hraðað sem kostur er.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Ljóst er að samþykkt borgarráðs um bensínstöðva- og bensínsölulóðir frá 20. júní 1995 hefur verið þverbrotin við meðferð þessa máls. Óskað er umsagnar borgarlögmanns um málið.

18. Lagt fram bréf stjórnarformanns Jarðgufufélagsins frá 31. f.m. varðandi slit á félaginu, sbr. samþykkt stjórnar félagsins 28. nóvember s.l. R04040038 Samþykkt.

19. Lagður fram ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2003. R04030067

20. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 30. f.m., sbr. samþykkt stjórnar samtakanna 8. s.m. um tillögu að breyttum stofnsamningi Sorpu bs. Jafnframt lögð fram drög að breyttum stofnsamningi, dags. í apríl 2004, ásamt greinargerð, dags. 1. f.m. R03060073 Borgarráð samþykkir breyttan stofnsamning fyrir sitt leyti.

Bókun borgarráðs:

Borgarráð telur mikilvægt að Reykjavík eigi 2 fulltrúa í stjórn Sorpu til frambúðar og leggur áherslu á að á næsta ársfundi SSH fari fram almenn umræða um stjórnarfyrirkomulag í byggðasamlaginu.

21. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 1. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 31. f.m. varðandi reglur um greiðslur Barnaverndar Reykjavíkur, ásamt drögum að reglum, ódags. R04040021 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fundi borgarráðs 6. janúar sl. var samþykkt að fela borgarstjóra að leggja fyrir borgarráð tillögu að fyrirkomulagi á stjórnkerfi barnaverndarmála í Reykjavík og tengslum barnaverndarnefndar og félagsmálaráðs. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir að upplýsingar um stöðu málsins verði lagðar fram á næsta fundi borgarráðs.

22. Lagt fram bréf skólastjóra Vinnuskólans frá 6. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar skólans 2. s.m. um laun unglinga í Vinnuskólanum sumarið 2004. R04040041 Samþykkt.

23. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi breytt deiliskipulag reits 1.171.1, sem afmarkast af Laugavegi, Smiðjustíg, Hverfisgötu og Klapparstíg. R02050109 Samþykkt.

24. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu breytts deiliskipulags á lóð nr. 2 við Bakkastaði, lóð Staðaskóla. R04040047 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

25. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytt deiliskipulag reits 1.152.5, sem afmarkast af Vatnsstíg, Frakkastíg, Lindargötu og Hverfisgötu. R04010164 Samþykkt. Borgarráð tekur undir bókun skipulags- og byggingarnefndar vegna þessa máls.

26. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytt deiliskipulag reits 1.152.4, sem afmarkast af Hverfisgötu, Klapparstíg, Lindargötu og Vatnsstíg. R03110045 Samþykkt.

27. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 2. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um störf íþróttafulltrúa hjá íþróttafélögum, sbr. 21. liður fundargerðar borgarráðs 30. f.m. R04030164

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Reynslan af störfum íþróttafulltrúa hjá þeim þremur félögum í borginni, er hafa haft slíka þjónustu, er góð. Það er skynsamlegt að styðja frjáls félagasamtök til að sinna slíkum verkefnum sérstaklega á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Af þeim svörum að ráða, sem lögð er fram í borgarráði, bendir flest til þess að ekki sé gert ráð fyrir að þeir starfi áfram hjá íþróttafélögunum og að ekki verði orðið við óskum annarra íþróttafélaga um íþróttafulltrúa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá skoðun sína að það sé forgangsmál að tryggt verði að íþróttafulltrúar starfi hjá íþróttafélögunum í borginni.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Fullyrðingar í bókun sjálfstæðismanna vegna íþróttafulltrúa vekja furðu og byggja í engu á staðreyndum málsins eða því svari sem lagt hefur verið fram í borgarráði. Starf íþróttafulltrúa er vel heppnuð tilraun sem hefur kallað fram óskir um fjórföldun í fjölda slíkra fulltrúa. Ekki er svigrúm í samþykktri fjárhagsáætlun til slíkrar aukningar á þessu ári og er því fullkomlega eðlilegt að stefnumótun í þessum efnum sé þáttur í heildarstefnumótun í málaflokknum sem nú fer fram í náinni samvinnu við íþróttafélögin í borginni, eins og skýrt er tekið fram í svari framkvæmdastjóra ÍTR.

28. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, þar sem lagt er til að stofnaður verði stýrihópur þriggja borgarfulltrúa er haldi utan um áframhald skipulagsvinnu vegna norðuhluta Kvosarinnar og Austurhafnarinnar. R04040048 Erindi borgarstjóra samþykkt og jafnframt samþykkt að skipa eftirtalda borgarfulltrúa í stýrihópinn:

Árni Þór Sigurðsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

29. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m. um erindi Óttars Pálssonar hdl. frá 2. febrúar, varðandi leiðréttingu gatnagerðargjalds vegna Sólvallagötu 80-84. R03090112 Umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings samþykkt og er því leiðrétting á gatnagerðargjaldi felld úr gildi og byggingarfulltrúa falið að fara á ný yfir álagningu gjaldsins.

30. Lagt fram svar forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur sf., dags. í dag, varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hugsanleg kaup Orkuveitu Reykjavíkur á Símanum, sbr. 22. liður fundargerðar borgarráðs frá 30. mars. R04030163

31. Lagt fram bréf bæjartæknifræðings Kópavogs frá 2. þ.m., þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir stofnlögn vatnsveitu um land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk. R04040040 Vísað til borgarlögmanns.

32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgastjóra:

Borgarráð samþykkir að hefja undirbúning og innleiðingu á þróunarverkefni á sviði rafrænnar stjórnsýslu og rafrænnar þjónustu undir formerkjunum Rafræna Reykjavík. Stefnt verði að því að Reykjavíkurborg verði í forystu í nýtingu rafrænnar þjónustu og heimasíða Reykjavíkurborgar verði raunveruleg þjónustugátt, þar sem borgarbúum standi til boða skilvirk og góð þjónusta sem einfalt er að nálgast, sbr. stefnumörkun Reykjavíkurborgar samþykkt í borgarráði 9. mars sl. Verkefnið felur í sér að borgarbúum verði gert kleift að sækja um tiltekna þjónustu á vef Reykjavíkurborgar þar sem allar umsóknir verði aðgengilegar á einum stað. Borgarbúar fái úthlutað ákveðnu þjónustusvæði á vefnum þar sem þeir geta fyllt út umsóknir, sent og geta séð hvernig umsókn þeirra er afgreidd eða hvar í umsóknarferlinu hún er stödd. Umsjón með verkefninu verði á ábyrgð starfshóps borgarstjóra um rafræna stjórnsýslu og þjónustu sem meti möguleika og ávinning af því að efna til samstarfs við borgirnar Nacka og Täby um þróun norræns módels og skilgreini áfangaskiptingu sem kynnt verði á vettvangi stjórnkerfisnefndar og borgarráðs.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04020109 Samþykkt.

33. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 29. janúar s.l. varðandi umsókn Skallagrímsveitinga ehf. um leyfi til veitinga léttvíns og áfengs öls á veitingahúsinu Sportbitanum, Egilshöll. Jafnframt lagðar fram að nýju umsagnir hverfisráðs Grafarvogs frá 24. febrúar og íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. f.m., ásamt tillögu borgarstjóra frá 30. f.m. R03100169 Vísað til umsagnar borgarlögmanns.

Fundi slitið kl. 15:20.

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson