Borgarráð - Fundur nr. 4837

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 30. mars, var haldinn 4837. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 9. mars. R04010016

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 23. mars. R04010039

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 19. mars. R04010040

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. mars. R04010018

5. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 22. mars. R04010005

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 23. mars. R04010020

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R04020161

8. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 11. f.m. um styrkjaúthlutanir ráðsins fyrir árið 2004. R04030112

9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 25. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um gæsluleikvelli, sbr. 17. liður fundargerðar borgarráðs frá 23. þ.m. R03030171

10. Lagt fram erindi Jóns H. Björnssonar og Björns Þ. Jónssonar frá 12. þ.m. þar sem óskað er eftir 4-5 þús. ferm. lóð í nágrenni miðborgar Reykjavíkur undir verslun og þjónustu með blóm og garðvörur o.fl. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 23. þ.m. um málið, þar sem lagt er til að erindinu verði synjað. R04030082 Umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum, og er því erindinu synjað.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 23. þ.m. þar sem lagt er til að Jón og Salvar ehf. verði lóðarhafi lóðar nr. 118-126 við Gvendargeisla í stað Frjálsa fjárfestingabankans hf. R04020001 Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum. Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við meðferð málsins.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Vesturlandsvegar og landnotkunar í nágrenni hans. R03120112 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

13. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar um uppbyggingu bæjarkjarna á mörkum sveitarfélaganna, dags. 25. þ.m. Jafnframt lagt fram bréf borgarstjóra frá 29. s.m. varðandi tilnefningu í stýrihóp um framkvæmd samkomulagsins. R04030153 Samþykkt.

14. Lagður fram ársreikningur Vélamiðstöðvar ehf. fyrir árið 2003. R04030077

15. Lagður fram ársreikningur Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2003. R03030026

16. Lagður fram samningur Reykjavíkurborgar, Strætó bs. og Vélamiðstöðvar ehf. við Samiðn, samband iðnfélaga, um endurskoðun og framlengingu gildandi kjarasamnings, dags. 29. þ.m., ásamt yfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Samiðnar, dags. s.d. R03120114 Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

17. Lagður fram dómur Hæstaréttar í málinu nr. 378/2003, Víkurverk ehf. gegn Reykjavíkurborg. R01120066

18. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 29. janúar s.l. varðandi umsókn Skallagrímsveitinga ehf. um leyfi til veitinga léttvíns og áfengs öls á veitingahúsinu Sportbitanum, Egilshöll, ásamt umsögn hverfisráðs Grafarvogs frá 24. f.m., sbr. bréf framkvæmdastjóra Miðgarðs frá 26. s.m. Jafnframt lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. þ.m., sbr. bréf framkvæmdastjóra ráðsins frá 19. s.m. Þá er lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Með vísan til umsagnar fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar samþykkir borgarráð að veita rekstraraðila veitingastaðarins Sportbitans leyfi til veitinga léttvíns og áfengs öls til eins árs til reynslu. Í bréfi umsækjanda frá 23. janúar sl. segir að áfengisveitingar séu eingöngu hugsaðar sem þjónusta við matargesti og með vísan til þess þykir hæfilegt að takmarka veitingatíma áfengis við kl. 23.30 alla daga, þó við kl. 01.00 aðfararnætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga. Borgarráð tekur undir framkomin varúðarsjónarmið í umsögnum hverfisráðs Grafarvogs og íþrótta- og tómstundaráðs um mikilvægi þess að aldursmörk séu virt og að ári liðnu verði reynslan af rekstrinum metin, komi til þess að sótt verði um endurnýjun leyfisins. R03100169

Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Ég lýsi mig eindregið andvígan því að leyfi verði veitt til áfengisveitinga í tengslum við starfsemi Egilshallar. Íþrótta- og æskulýðsstarfssemi og áfengisveitingar eiga ekki samleið.

Þá var samþykkt svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Í tengslum við samþykkt borgarráðs á áfengisveitingaleyfi til Sportbitans í Egilshöll, samþykkir borgarráð að fela íþrótta- og tómstundaráði og félagsmálaráði að meta, í samráði við íþróttahreyfinguna, hvort endurskoða þurfi málsmeðferðarreglur borgarráðs m.t.t. áfengisveitinga í og við íþróttamannvirki.

19. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 29. þ.m. varðandi styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2004, ásamt lista yfir umsóknirnar og tillögu borgarstjóra um afgreiðslu, dags. í dag. R04010048 Samþykkt.

20. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, þar sem lagt er til að skrifstofustjóri borgarstjórnar, Gunnar Eydal hrl., verði ráðinn borgarlögmaður til eins árs frá og með 1. maí 2004 að telja, og að fulltrúi skrifstofustjóra, Ólafur Kr. Hjörleifsson, verði ráðinn skrifstofustjóri borgarstjórnar til sama tíma. R03080048 Samþykkt.

21. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er upplýsinga um það hvort uppi séu einhver áform um breytingar á störfum íþróttafulltrúa einstakra íþróttafélaga eða stuðningi borgarinnar við þá starfsemi. R04030164

22. Borgaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Komið hefur fram í fjölmiðlaviðtölum við Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformann Orkuveitunnar, að fyrirtækið skoði í samstarfi við aðra aðila kaup á Símanum þegar fyrirtækið verður boðið til sölu. Um leið og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa andstöðu sinni við slík áform, er óskað upplýsinga um það hvar mál þetta sé nú statt, hvort einhverjar formlegar viðræður við hugsanlega samstarfsaðila hafa farið fram og hverjir þeir samstarfsaðilar séu? R04030163

23. Afgreidd 9 útsvarsmál. R03010198

Fundi slitið kl. 14:30.

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson