Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2004, þriðjudaginn 23. mars, var haldinn 4836. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 24. febrúar. R04010016
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 16. mars. R04010038
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 10. mars. R04010040
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 16. mars. R04010033
5. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 15. mars. R04010005
6. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 17. mars. R04010019
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 5. mars. R04010009
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R04020161
9. Lagt fram bréf Óttars Pálssonar hdl. frá 2. f.m. þar sem f.h. Gissurs og Pálma ehf. er farið fram á endurskoðun á álagningu gatnagerðargjalds vegna Sólvallagötu 80-84. R03090112 Vísað til umsagnar skrifstofustjóra borgarverkfræðings.
10. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 19. þ.m. þar sem lagðar eru til nánar tilgreindar breytingar á málsmeðferðarreglum borgarráðs vegna vínveitingaleyfa. Jafnframt lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. s.d. 99020103 Samþykkt.
11. Lagt fram bréf verkefnastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins s.d. um styrkjaúthlutanir fyrir árið 2004. R04030107
12. Lagt fram bréf formanns stjórnar kirkjubyggingarsjóðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar sjóðsins 11. s.m. um styrkúthlutanir fyrir árið 2004. R04030108 Tillögur stjórnarinnar um styrkúthlutanir úr sjóðnum fyrir árið 2004 samþykktar.
13. Lagt fram bréf heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis frá 23. f.m. þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um málefni aldraðra. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 22. þ.m. um frumvarpið. R04020165 Umsögn borgarlögmanns samþykkt. Borgarráð tekur jafnframt undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. þ.m.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Bleikjukvísl. R01090085 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
15. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 22. þ.m. varðandi fyrirhugað forval vegna útboðs á byggingu og rekstri tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels (TRH) og tengingu þess við aðra uppbyggingu sunnan Geirsgötu. R04010001 Samþykkt.
16. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 22. þ.m. þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að ganga til samninga við KB banka um fjölmyntaskiptasamning til fimm ára að jafngildi einum milljarði ísl. króna. R04030110 Samþykkt.
17. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um starfsemi gæsluvalla á vegum Reykjavíkurborgar. Spurt er: Hve margir gæsluvellir eru starfræktir nú og hvenær eru þeir opnir? Hvernig verður starfsemi gæsluvalla háttað á sumri komanda og hvenær verða þeir opnir? R03030171
Fundi slitið kl. 12:50.
Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Steinunn Valdís Óskarsdóttir