Borgarráð - Fundur nr. 4835

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 16. mars, var haldinn 4835. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins frá 5. mars. R04020059

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 9. mars. R04010020

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 1. mars. R04010022

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 4. mars. R04010021

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 18 mál. R04020161

6. Lögð fram viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar, Borgarbyggðar, Akraneskaupstaðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Skorradalshrepps, Leirár- og Melahrepps, Skilmannahrepps, Hvalfjarðarstrandarhrepps og Innri Akraneshrepps, dags. 9. þ.m., um sameiningu Reykjavíkurhafnar, Grundartangahafnar, Akraneshafnar og Borgarneshafnar frá og með 1. janúar 2005. R04030057

7. Lagt fram bréf ritara menningarmálanefndar frá 9. þ.m., sbr. samþykkt nefndarinnar 8. s.m. varðandi styrkúthlutanir nefndarinnar fyrir árið 2004. R03110004

8. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 8. þ.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs 17. f.m. um stofnun útibús frá Ingunnarskóla í eystri hluta Grafarholts. R04030060 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

9. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 10. s.m. þar sem lagt er til að eiganda Jöldugrófar 4 verði gefinn 14 daga frestur til að ljúka styrkingu lóðamarka Jöldugrófar 2 og 4 með grjóthleðslu, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð kr. 10.000 fyrir hvern dag sem framkvæmdin dregst umfram það. R04030081 Samþykkt.

10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Lagt er til að heildarstefnukort Reykjavíkurborgar 2005 verði óbreytt frá árinu 2004.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04010144 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 27. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 26. s.m. varðandi starfshóp um stefnumörkun varðandi útivistarsvæði. R01020093 Samþykkt að endurvekja starfshópinn og tilnefna í hann eftirtalda fulltrúa: Kolbein Óttarsson Proppé, Guðlaug Þór Þórðarson og Kristbjörn Egilsson.

12. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 15. þ.m. varðandi stöðu viðræðna við Leikfélag Reykjavíkur, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. f.m. R04010098

13. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Nú eru liðnar um sex vikur frá því að borgarlögmaður sagði starfi sínu lausu með þriggja mánaða fyrirvara. Mun hann því væntanlega láta af störfum um mánaðarmótin apríl/maí n.k. Spurt er: Hvenær verður staða borgarlögmanns auglýst laus til umsóknar? R03080048

14. Afgreidd 11 útsvarsmál. R04010153

Fundi slitið kl. 12:55.

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson