Borgarráð - Fundur nr. 4833

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2004, þriðjudaginn 2. mars, var haldinn 4833. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 20. janúar. R04010016

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 24. febrúar. R04010037

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 20. febrúar. R04010033

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 20. febrúar. R04010041

5. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Vesturbæjar frá 17., 23., 24. og 25. febrúar. R04010042

6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 25. febrúar. R04010018

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 24. febrúar. R04010020

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál. R04020161

9. Lagt fram bréf forstjóra Björgunar ehf. frá 9. október sl. varðandi framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins. Jafnframt lagðar fram umsagnir borgarverkfræðings frá 12. desember sl. og hafnarstjóra frá 24. febrúar sl., sbr. samþykkt hafnarstjórnar 23. s.m. R03100073 Borgarráð samþykkir þá stefnumörkun sem fram kemur í erindi hafnarstjórnar og samþykkir að fela borgarverkfræðingi og hafnarstjóra að halda áfram viðræðum við Björgun ehf. varðandi framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins.

10. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 29. f.m. varðandi umsókn Skallagrímsveitinga ehf. um leyfi til veitinga léttvíns og áfengs öls á nýju veitingahúsi, Sportbitanum, Egilshöll. Jafnframt lögð fram umsögn hverfisráðs Grafarvogs frá 24. f.m., sbr. bréf framkvæmdastjóra Miðgarðs frá 26. s.m. R03100169 Vísað til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 27. f.m., þar sem lagt er til að Egilshöll ehf. verði lóðarhafi lóðar nr. 1 við Fossaleyni í stað Borgarhallarinnar hf. og að gerður verði lóðarleigusamningur um lóðina með nánar tilgreindum skilmálum. R04020183 Samþykkt.

12. Lögð fram drög að viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar, Knattspyrnufélagsins Fram og íþrótta- og tómstundaráðs um framtíðarstaðsetningu félagsins, dags. í dag. R04020155 Borgarráð samþykkir viljayfirlýsinguna fyrir sitt leyti.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Við erum sammála þeirri stefnumörkun sem kemur fram í viljayfirlýsingunni. Í því felst þó ekki afstaða okkar til skipulags, uppbyggingar og tímasetningar framkvæmda á svæðinu.

13. Lagðar fram starfsreglur varðandi atvinnumál ungs fólks í Reykjavík, ódags., ásamt bréfi framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, dags. í dag. R04020002 Samþykkt.

14. Lagt fram erindisbréf vinnuhóps um stefnumörkun í erlendum samskiptum Reykjavíkurborgar, dags. 16. janúar s.l. R02090127

15. Lögð fram skýrsla vinnuhóps utanríkisráðuneytisins um EES og hagsmuni íslenskra sveitarfélaga, dags. í janúar 2004. R04020179 Samþykkt að fela vinnuhópi borgarstjóra um stefnumörkun í erlendum samskiptum að fara yfir það efni skýrslunnar sem snýr að Reykjavíkurborg og gera tillögur um næstu skref.

16. Afgreidd 38 útsvarsmál. R04010153

Fundi slitið kl. 13:40.

Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Árni Þór Sigurðsson
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson