Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2004, þriðjudaginn 24. febrúar, var haldinn 4832. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kjartan Magnússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 16. febrúar. R04010035
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 16. febrúar. R04010042
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 18. febrúar. R04010018
4. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 16. febrúar. R04010005
5. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um lögreglumálefni frá 20. febrúar. R04010025
6. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 18. febrúar. R04010019
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál. R04010203
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. s.m. um afturköllun/endursamþykkt á deiliskipulagi að Langholtsvegi 109-115 frá 30. janúar 2002. R02020012 Samþykkt.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi sem markast af Einarsnesi, Skildinganesi, Skeljanesi og útivistarsvæði með strandlengjunni. R03050170 Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 5. þ.m., þar sem lagt er til að Gamlhúsi ehf., Amtmannsstíg 1 verði úthlutað byggingarrétti á lóðinni nr. 60 við Einarsnes til þess að flytja á hana hús, sem áður stóð á lóðinni nr. 92 við Laugaveg. Verði af einhverjum ástæðum horfið frá að flytja framangreint hús á lóðina við Einarsnes, fellur lóðarúthlutunin niður. R04020037 Samþykkt.
11. Lagt fram frumvarp að breytingum á áfengislögum nr. 75/1998, sem vísað var til umsagnar Reykjavíkurborgar af allsherjarnefnd Alþingis, sbr. bréf nefndarinnar frá 12. þ.m. Jafnframt lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar um frumvarpið, dags. 17. þ.m. R04020110 Borgarráð samþykkir umsögnina.
12. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 18. þ.m., þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða lokun húsnæðis að Bergstaðastræti 19. R04020143
13. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 20. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 18. s.m. um breytingar á greiðslum sérstakra húsaleigubóta. R03100095 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá með tilvísun til bókunar fulltrúa sjálfstæðismanna í félagsmálaráði 18. þ.m. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista vísuðu með sama hætti til bókunar fulltrúa Reykjavíkurlista í félagsmálaráði.
14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra leikskólaráðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 16. s.m. um styrkveitingar árið 2004. R04020134
15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra leikskólaráðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 16. s.m. um styrkveitingar úr þróunarsjóði Leikskóla Reykjavíkur fyrir árið 2004. R04020135
16. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra skipulagssjóðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar sjóðsins 18. s.m. um kaup á landspildu og öðrum eignum í Rauðahvammi í Norðlingaholti. R04020156 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
17. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra skipulagssjóðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar sjóðsins 18. s.m. um kaup á Skúlagötu 26. R04020116 Samþykkt.
18. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra skipulagssjóðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar sjóðsins 18. s.m. um kaup á Skúlagötu 28. R03120062 Samþykkt.
19. Lagt fram bréf óbyggðanefndar frá 23. þ.m., kynning á kröfum fjármálaráðherra um þjóðlendur á Suðvesturlandi. R03120021
20. Lagt fram bréf verkefnisstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 18. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um þjónustusmiðstöðvar, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. febrúar. R02120086
21. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um fjölgun íbúa í miðborginni, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. febrúar. R04020065
22. Samþykkt að kjósa eftirtalda fulltrúa í forvarnarnefnd - vímuvarnarnefnd sem taki við verkefnum samstarfsnefndar um afbrota- og fíkniefnavarnir, sbr. samþykkt borgarráðs 11. þ.m.: Marsibil Sæmundsdóttir Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir R02110161
23. Lagt fram til kynningar bréf lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs frá 23. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. varðandi framkvæmdaleyfi vegna færslu Hringbrautar. R04010106 Borgarráð staðfestir framkvæmdaleyfi fyrir sitt leyti með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir geri ekki athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
24. Rætt um skipulagshugmyndir í norðurhluta miðbæjar. R03100178
25. Lögð fram greinargerð forstöðumanns Höfuðborgarstofu og formanns verkefnisstjórnar Vetrarhátíðar 2004, dags. 23. þ.m., um Vetrarhátíðina. R04010205
Borgarráð fagnar því hversu vel tókst til með undirbúning og framkvæmd Vetrarhátíðar í Reykjavík. Ljóst er að hátíðin er að festa sig í sessi á meðal helstu menningarviðburða í Reykjavík. Borgarráð þakkar borgarbúum og gestum þeirra þátttökuna og framkvæmda- og samstarfsaðilum Vetrarhátíðar fyrir hversu vel tókst til.
Fundi slitið kl. 15:00.
Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson