Borgarráð - Fundur nr. 4831

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 17. febrúar, var haldinn 4831. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:40. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins frá 23. janúar. R04020059

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 11. febrúar. R04010018

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 10. febrúar. R04010020

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 5. febrúar. R04010021

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 19 mál. R04010203

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. varðandi auglýsingu á deiliskipulagi reits 1.160.3, sem afmarkast af Hólatorgi, Sólvallagötu. Blómvallagötu, Hávallagötu og Garðastræti. R04010122 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um auglýsingu breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3 við Þingholtsstræti. R04020101 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

8. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 16. þ.m. um kaup á fasteigninni Runnakoti við Kristnibraut 26, Grafarholti. R04020106 Samþykkt.

Bókun borgarráðs:

Borgarráð lýsir ánægju sinni með að samningar hafa tekist um kaup Reykjavíkurborgar á leikskólanum við Kristnibraut í Grafarholti. Talsverð eftirspurn er eftir góðri þjónustu Leikskóla Reykjavíkur í hverfinu og munu kaupin gera það kleift að svara þeirri eftirspurn strax á vormánuðum.

9. Lögð fram tillaga kjaranefndar að breytingum á reglum um réttindi og skyldur stjórnenda sem starfa hjá Reykjavíkurborg, sbr. bréf nefndarinnar frá 6. þ.m. R01100103 Samþykkt.

10. Lögð fram skýrsla innri endurskoðunardeildar um upplýsingatæknimál, dags. í febrúar 2004, ásamt bréfi forstöðumanns deildarinnar frá 16. þ.m. R04020049 Vísað til meðferðar borgarstjóra.

11. Lagt fram bréf Þorláks Björnssonar frá 9. þ.m. þar sem hann leggur til að Jóhannes Bárðarson taki sæti hans í hverfisráði Grafarvogs og að hann verði varafulltrúi í ráðinu í stað Jóhannesar. R02060103 Vísað til borgarstjórnar.

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra varðandi undirbúning stofnunar sjóminjasafns:

Borgarráð samþykkir að fela starfshópi sem hefur unnið að undirbúningi að stofnun sjóminjasafns í Reykjavík, ásamt borgarstjóra, að leiða málið til lykta. Leitað verði samstarfs við ríkið um þátttöku í kostnaði við safnið og samninga við hagsmunaaðila um þátttöku í sýningum og rekstri safnsins. Miðað sé að því að tillögur um þá þætti sem lúta að fjármögnun og rekstrarformi verði lagðar fyrir borgarráð fyrir lok mars. R01050096

Samþykkt.

13. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 16. þ.m. um rafræna stjórnsýslu og verkefnið Intelcities. Jafnframt lagður fram samanburður á vefsvæðum ýmissa borga, ódags. R04020109

14. Borgarráð samþykkir svohljóðandi ályktun:

Í tilefni starfa svokallaðrar nítján manna nefndar iðnaðar- og viðskiptaráðherra og lokatillagna hennar varar Borgarráð Reykjavíkur við öllum tillögum, sem leiða til hækkunar raforkuverðs á höfuðborgarsvæðinu. Borgarráð hvetur stjórnvöld til að halda í lágmarki félagslegum niðurgreiðslum inni í flutningskerfi raforku. Borgarráð telur að jöfnun lífskjara í landinu eigi að koma í gegn um almenna skattkerfið en ekki að dyljast í raforkuverðinu. Borgarráð leggur áherslu á að flutningskerfið verði takmarkað við 132 kV og hærri spennu. R04020118

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Ég tek eindregið undir mótmæli borgarráðs við tillögum, sem leiða til hækkunar raforkuverðs á höfuðborgarsvæðinu. Ég minni hins vegar á þá staðreynd að stórkostlegum niðurgreiðslum á raforkuverði til erlendrar stóriðju er mætt með hækkunum á raforkuverði til almennings. Stuðningsmenn Kárahnjúkavirkjunar í Borgarstjórn Reykjavíkur ættu að hafa þetta hugfast.

15. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

1. Í greinargerð með tillögu stýrihóps til stjórnkerfisnefndar vegna þjónustumiðstöðva, kafli 5.2., segir m.a.: Starfshópur um fjármál bendir á að það sé útilokað á þessu stigi máls að segja til um það hversu mikil hagræðing geti orðið, m.a. þurfa forsendur að vera skýrari. Í skýrslu fjármálahópsins kemur jafnframt fram að hagræðing muni ekki koma fram fyrr en að nokkrum árum liðnum og að hætta sé á auknum útgjöldum á breytingartímanum. Hefur verið áætlað hve mikil slík útgjöld gætu orðið á breytingartímanum? 2. Í einni af ábendingum frá fjármálahópnum segir m.a.: Á það skal bent að fjölmarga af þeim hagræðingarmöguleikum sem hópurinn hefur skoðað ætti að vera hægt að framkvæma í núverandi stjórnkerfi borgarinnar með góðum árangri. Hefur þetta verið skoðað nánar og lagt mat á það hvort sami eða meiri árangur náist með aukinni hagræðingu og betri þjónustu innan núverandi stjórnkerfis í stað stofnunar nýrra þjónustumiðstöðva? 3. Þá segir einnig í greinargerð frá fjármálahópnum: Hagræðing felst fyrst og fremst í samþættingu og fækkun starfa. Hvað áætlar þróunar- og fjölskyldusvið að störfum muni fækka mikið hjá fjölskyldustofnunum á fyrstu 1-2 árum í rekstri nýrra þjónustumiðstöðva, verði þær stofnaðar? 4. Í tillögum um starfsmannamál er gert ráð fyrir að eigi síðar en í desember 2003 verði stofnað upplýsingateymi vegna starfsmannamála. Hefur þetta verið gert? Ef svo er hverjir eru í þessu upplýsingateymi? 5. Í greinargerð með tillögu stýrihóps til stjórnkerfisnefndar um þjónustumiðstöðvar er gert ráð fyrir að Nýsir myndi skila sérstakri skýrslu 20. janúar s.l. um kostnaðarmat þessara tillagna um þjónustumiðstöðvar. Hvað líður gerð þessarar skýrslu? R03020227

Fundi slitið kl. 14:25.

Alfreð Þorsteinsson

Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson