Borgarráð - Fundur nr. 4830

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 10. febrúar, var haldinn 4830. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kjartan Magnússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 3. febrúar. R04010036

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 29. janúar. R04010037

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 30. janúar. R04010042

4. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 4. febrúar. R04010019

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 23. janúar. R04010043

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30. janúar. R04010012

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 6. febrúar. R04010009

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R04010203

9. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 28. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi í Sogamýri og samsvarandi breytingu á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi. R02080063 Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta ekki fallist á tillögu að deiliskipulagi í Sogamýri hvað varðar fjölbýlishúsabyggð. Fráleitt er að staðsetja þrjú 4ra hæða fjölbýlishús á þessu svæði í borginni auk þess sem þau falla ákaflega illa að nálægri byggð.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Vakin er athygli á því, að málið er í eðlilegum farvegi og er rökrétt framhald af viljayfirlýsingu heilbrigðisráðherra og borgarstjóra frá 13. maí 2002. Breytingin sem um ræðir er fjölgun íbúða úr 73 í 78 og hjúkrunarrýma úr 64 í 78.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að ESK ehf., Þverholti 2, Mosfellsbæ, verði úthlutað byggingarrétti fyrir lager- og geymsluhúsnæði á lóðunum nr. 1 - 9 við Lækjarmel og nr. 13 - 19 við Esjumel, með nánar tilgreindum skilyrðum. R04020047 Samþykkt.

- Kl. 12.50 vék Kjartan Magnússon af fundi.

11. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 23. f.m, sbr. samþykkt leikskólaráðs s.d. um að starfsemi gæsluleikvallarins við Vesturberg verði hætt frá og með 9. febrúar 2004. Jafnframt lögð fram umsögn hverfisráðs Breiðholts frá 3. þ.m., sbr. bréf sviðsstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 5. s.m. R03030171 Tillaga leikskólaráðs samþykkt. Borgarráð tekur jafnframt undir þau sjónarmið um sumaropnun, sem fram koma í umsögn hverfisráðs Breiðholts.

12. Lögð fram að nýju lokaskýrsla starfshóps um verklag við útgáfu byggingarleyfa, dags. 8. f.m., ásamt fylgiskjölum. Jafnframt lagt fram að nýju bréf borgarstjóra frá 19. s.m., þar sem lagðar eru fram tillögur um afgreiðslu málsins, merktar 1-4. Þá er lagt fram bréf forstöðumanns lögfræði og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 4. s.m. varðandi niðurstöður starfshópsins. R03050104 Tillaga um breytingu á gjaldskrá fyrir byggingarleyfisgjöld, merkt 1, samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Tillögur um þjónustulýsingu vegna útgáfu byggingarleyfa og rafræna afgreiðslu slíkra leyfa, merktar 2 og 3, samþykktar samhljóða. Tillaga um tilmæli til ráðherra um lagabreytingu, merkt 4, samþykkt með samhljóða atkvæðum og jafnframt vísað til meðferðar skrifstofustjóra borgarstjórnar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd varðandi tillögu um gjaldskrárbreytingu.

13. Lagðar fram niðurstöður starfshóps um endurskoðun vímuvarnamála hjá Reykjavíkurborg, dags. 1. þ.m., þar sem lagt er til að skipuð verði ný forvarnarnefnd sem hafi á sinni könnu nánar tilgreind verkefni, auk þess sem leitað verði samstarfs við ríki o.fl. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 2. þ.m. þar sem tekið er undir tillögur starfshópsins og jafnframt lagt til að hin nýja nefnd hafi samþykkta fjárveitingu hinnar eldri samstarfsnefndar um afbrota- og fíkniefnavarnir á árinu 2004 (09 501) til ráðstöfunar. R02110161 Samþykkt.

14. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að umsókn Venusbergs ehf. um bráðabirgðaleyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Vegas, Laugavegi 45, verði hafnað. R04010222 Samþykkt, og er umsókninni því hafnað.

15. Lagt fram erindi fjármálastjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 2. þ.m. varðandi breytingar á uppgjöri lífeyrisiðgjalda í Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar. Jafnframt lögð fram umsögn forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 9. s.m. um málið, þar sem mælt er með breytingunum. R04020013 Samþykkt.

16. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, varðandi næstu skref í byggingu nýs grunnskóla í Staðahverfi. R03050052 Samþykkt.

17. Lagt fram að nýju bréf félagsmálastjóra frá 29. f.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs s.d. um tillögu að breytingum á 12. gr. reglna um fjárhagsaðstoð. R01060013 Samþykkt.

18. Lagt fram frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2005-2007. R03090126

- Kl. 13.25 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

19. Lagðar fram niðurstöður starfshóps um sjóminjasafn í Reykjavík, dags. 3. þ.m., ásamt fylgiskjölum. R01050096

20. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í viðtali við Sigurð Snævarr, borgarhagfræðing, í ríkissjónvarpinu s.l. sunnudag kom fram að þétting byggðar í miðborginni muni lækka enn frekar hlutfall barna í borginni, þar sem þangað muni flytjast miðaldra barnlaust fólk eins og segir orðrétt í fréttinni. Þar sem þessi ummæli koma nokkuð á óvart og samræmast t.d. ekki hugmyndum sjálfstæðismanna um að fjölgun íbúa í miðborginni skuli miðast við að laða þangað fjölbreytttan hóp fólks á öllum aldri, óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins upplýsinga um það hvort tekin hafi verið ákvörðun um það af hálfu núverandi meirihluta að miða fjölgun íbúa í miðborginni einkum við þann hóp sem borgarhagfræðingur skilgreinir sem miðaldra barnlaust fólk. R04020065

Fundi slitið kl. 13:55.

Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson