Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2004, þriðjudaginn 27. janúar, var haldinn 4828. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram samkomulag aðila vegna seinkunar á innleiðingu nýs starfs- og hæfnislaunakerfis starfsmanna Reykjavíkurborgar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, Eflingu - stéttarfélagi og Kjarafélagi Tæknifræðingafélags Íslands, dags. 26. þ.m. R04010055 Borgarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.
Bókun borgarráðs:
Borgarráð fagnar því samkomulagi sem tekist hefur milli Reykjavíkurborgar og þriggja stéttarfélaga borgarstarfsmanna um að áfram verði unnið að starfs- og hæfnismati. Óþreyja starfsmanna er skiljanleg, en með starfsmatinu er stefnt að auknu jafnrétti og jafnræði í launamálum Reykjavíkurborgar og því mikilvægt að því starfi verði haldið áfram í góðri sátt samningsaðila.
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 19. janúar. R04010038
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 13. janúar. R04010039
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 14. janúar. R04010040
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 19. janúar. R04010041
6. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 19. janúar. R04010005
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 19. janúar. R04010022
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Skipulagssjóðs frá 21. janúar. R04010019
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R03120161
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi deiliskipulag Elliðaárdals, rafstöðvarsvæði. 99070132 Vísað til borgarstjórnar.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi á reit 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreit. R04010137 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á aðalskipulagi hvað varðar landnotkun Vesturhafnar. R00050070 Samþykkt.
13. Lagt fram bréf formanns húsfélagsins að Skúlagötu 46 frá 10. f.m. varðandi meinta byggingargalla á húsinu. Jafnframt lögð fram umsögn fulltrúa borgarlögmanns frá 21. þ.m. R03030018 Umsögn fulltrúa borgarlögmanns samþykkt.
14. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar frá 21. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 20. s.m. um að sett verði gangbrautarljós á Kringlumýrarbraut norðan við Hamrahlíð. R04010172 Samþykkt.
15. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar frá 21. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 6. s.m. um 30 km hámarkshraða á tilteknum götum í Vesturbæ, Skerjafirði, Túnum, Austurbæ, Seljahverfi, Fellum, Bergum, Víkurhverfi, Engjahverfi og Grundarhverfi. R03040136 Samþykkt.
16. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 22. þ.m. varðandi fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á samþykkt borgarstjórnar 6. nóvember s.l. varðandi gjald vegna stöðvunarbrota, sbr. 18. liður fundargerðar borgarráðs 13. þ.m. R03040061
17. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Heimir Jóhannesson taki sæti varamanns í fræðsluráði í stað Jóhanns M. Haukssonar sem beðist hefur lausnar, sbr. bréf hans, dags. í janúar 2004. R02060077
18. Lagt fram bréf forstöðumanns innri endurskoðunardeildar frá 26. þ.m. ásamt úttektaráætlun innri endurskoðunardeildar vegna ársins 2004, dags. s.d. R04010177
19. Samþykkt að kjósa Dag B. Eggertsson, Önnu Kristinsdóttur og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í starfshóp um endurskoðun reglna um styrkveitingar Reykjavíkurborgar, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs 13. þ.m. R04010094
20. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 23. þ.m, sbr. samþykkt leikskólaráðs s.d. um að starfsemi gæsluleikvallarins við Vesturberg verði hætt frá og með 9. febrúar 2004. R03030171 Vísað til umsagnar hverfisráðs Breiðholts.
21. Lögð fram dagskrá norrænu sveitarstjórnarráðstefnunnar sem haldin verður í Reykjavík dagana 13.-15. júní n.k. R03120011
22. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 16. þ.m. ásamt tillögu að stefnu og framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar á sviði barnaverndar skv. 9. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, dags. 26. nóvember 2003, sbr. samþykkt félagsmálaráðs s.d. og barnaverndarnefndar Reykjavíkur 16. f.m. R02120145 Tillagan samþykkt.
23. Afgreidd 43 útsvarsmál. R04010153
Fundi slitið kl. 13:15
Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson