Borgarráð - Fundur nr. 4827

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 20. janúar, var haldinn 4827. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 12. janúar. R04010035

2. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 14. og 16. janúar. R04010018

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9. janúar. R04010012

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 9. janúar. R04010009

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R03120161

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi breytt deiliskipulag á lóð Kennaraháskóla/Sjómannaskóla. 99050130 Samþykkt.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi deiliskipulag reits 1.132.0, Norðurstígsreits. R03090028 Samþykkt.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 49 við Viðarrima. R04010117 Samþykkt.

9. Lagt fram bréf forstöðumanns lögfræði- og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 10. f.m. varðandi auglýsingu á deiliskipulagi Fellagarða og samsvarandi breytingar á aðalskipulagi. R04010130 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

10. Lagður fram úrskurður Skipulagsstofnunar frá 9. þ.m. varðandi tvöföldun Vesturlandsvegar frá Víkurvegi í Reykjavík að Skarhólabraut í Mosfellsbæ, ásamt bréfi Skipulagsstofnunar frá 11. s.m. R03060167

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 15. þ.m. varðandi kaup Reykjavíkurborgar á sumarbústað við III-götu 12 við Rauðavatn, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum, gróðri og girðingum. R04010127 Samþykkt.

12. Lögð fram áskorun átakshóps Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð frá 13. þ.m. varðandi fyrirhugaða færslu Hringbrautar. Jafnframt lagður fram tölvupóstur sömu aðila frá 19. þ.m. varðandi málið. R04010106

13. Lagt fram bréf verkefnisstjóra árangursstjórnunar frá 15. þ.m. varðandi undirbúning að stofnun símavers fyrir Reykjavíkurborg, ásamt erindisbréfi vinnuhóps sem starfaði að málinu, ódags., og fylgiskjölum. R04010086

14. Lögð fram tillaga stýrihóps um undirbúning að gerð tillögu um stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum, dags. 11. f.m., ásamt bréfi verkefnisstjóra árangursstjórnunar frá 15. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð vísi tillögu hópsins til umsagnar fagnefnda og hverfaráða. R02120086 Vísað til stjórnkerfisnefndar.

15. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 15. f.m., sbr. samþykkt samstarfsnefndar um lögreglumálefni s.d. varðandi endurskoðun lögreglusamþykktar Reykjavíkurborgar, ásamt frumvarpi að lögreglusamþykkt, greinargerð og yfirliti yfir lög og reglugerðir, dags. 11. s.m. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 9. þ.m., varðandi breytingar á frumvarpinu. R03070052 Samþykkt að vísa frumvarpinu til borgarstjórnar með þeim breytingum sem fram koma í bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 9. þ.m.

16. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar:

1. Vegna umræðu um kostnað vegna flugfargjalda hjá alþingismönnum þar sem dregið hefur verið í efa að fyllstu hagkvæmni sé gætt í nýtingu á fjármunum hins opinbera er spurt: Hefur fyllstu hagkvæmni verið gætt hjá Reykjavíkurborg vegna ferðakostnaðar og með hvaða flugfélögum hafa kjörnir fulltrúar og starfsmenn ferðast á vegum borgarinnar? Hver er árlegur ferða- og dagpeningakosnaður á vegum Reykjavíkurborgar frá árinu 1990 og hefur þessi kostnaður aukist á undanförnum árum? 2. Á síðastliðnu kjörtímabili var gerð grein fyrir ferða- og dagpeninga-kostnaði sérhvers aðal- og varaborgarfulltrúa auk borgarstjóra frá árinu 1990 til ársins 2001. Farið er fram á að þessar upplýsingar verði birtar á ný og að gerð verði grein fyrir ferða – og dagpeningakostnaði allt síðastliðið kjörtímabil og það sem liðið er af þessu kjörtímabili. 3. Hvaða aðal- og varaborgarfulltrúar hafa ekki þegið neinar ferða- og dagpeningagreiðslur kjörtímabilin 1990-1994, 1994-1998, 1998-2002 og það sem liðið er af yfirstandandi kjörtímabili? R04010132

Borgarstjóri óskaði bókað:

Vegna umræðu um ferðakostnað opinberra starfsmanna og kjörinna fulltrúa er rétt að taka fram að skýrar reglur, er tóku gildi 1. janúar 2003, gilda um ferðaheimildir og ferðalög á vegum Reykjavíkurborgar. Mælst er til að ferðum sé háttað á sem hagstæðasta hátt. Reykjavíkurborg styðst einnig við reglur fjármálaráðuneytisins og kaupir flugfarseðla á almennu farrými. Upplýsinga verður aflað til svars þeirri fyrirspurn er liggur fyrir borgarráði, en borgarstjóri getur þegar upplýst að á vegum borgarinnar hafa verið keyptir farmiðar hvort tveggja af Flugleiðum og Iceland Express og hafa borgarstjóri, borgarfulltrúar og borgarstarfsmenn ferðast með báðum félögum á vegum Reykjavíkurborgar. Vonir eru við það bundnar að aukin samkeppni við bókun á framhaldsflugi verði enn frekar til þess að auka hagkvæmni í ferðakostnaði Reykjavíkurborgar.

17. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 19. þ.m. varðandi niðurstöður starfshóps um verklag við útgáfu byggingarleyfa, ásamt lokaskýrslu hópsins, dags. 8. s.m., og fylgiskjölum. R03050104 Vísað til skipulags- og byggingarnefndar til kynningar.

Fundi slitið kl. 13:30

Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðlaugur Þór Þórðarson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir