Borgarráð - Fundur nr. 4826

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2004, þriðjudaginn 13. janúar, var haldinn 4826. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12:25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Gísli Helgason. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 6. janúar. R04010021

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R03120161

3. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra forvarnardeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 5. þ.m. þar sem óskað er eftir heimild til að beita Domus Medica ehf. dagsektum á grundvelli 32. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 vegna ágalla á brunavörnum húseignarinnar að Egilsgötu 3. Dagsektir nemi kr. 8.900,- fyrir hvern virkan dag þar til kröfur hafa verið uppfylltar. R04010061 Samþykkt.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 12. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 11. s.m. varðandi breytt fylgiskjal með gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit í Reykjavík. R02120035 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

5. Lagt fram að nýju bréf félagsmálastjóra frá 11. f.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 10. s.m. um tilhögun sérstakra húsaleigubóta. Jafnframt lögð fram umsögn fulltrúa borgarlögmanns frá 6. þ.m. um málið. R03100095 Erindi félagsmálastjóra samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að Orkuveitu Reykjavíkur verði úthlutað byggingarrétti fyrir aðveitustöð á lóðinni nr. 200 við Suðurlandsveg. R03090023 Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m. þar sem lagt er til að frestað verði afturköllun á úthlutun byggingarréttar á lóð nr. 22 við Gylfaflöt, sbr. 14. liður fundargerðar borgarráðs 16. f.m. 99040260 Samþykkt.

8. Lagt fram erindi Þorsteins H. Kúld frá 3. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs á formlegri stofnun smábýlis nr. 4 á Kjalarnesi. Jafnframt lögð fram umsögn forstöðumanns lögfræði- og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m. um erindið. R03010187 Borgarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 12. þ.m., þar sem lagt er til að Húsasmiðjunni hf. verði seldur byggingarréttur á lóð nr. 1 við Vínlandsleið. R01120033 Samþykkt.

10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu bs. frá 7. nóvember s.l., sbr. samþykkt stjórnar Sorpu bs. 6. s.m. varðandi úrvinnslu á trjágreinum og hrossataði sem til fellur á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt lögð fram umsögn forstöðumanns Umhvefis- og heilbrigðisstofu frá 8. þ.m. um málið. R03110074 Umsögn forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu samþykkt.

11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að veita 4 milljóna króna styrk til Íslandskynningarinnar ,,Islande, de feu & de glace" í Frakklandi 27. september 2004 til 5. janúar 2005 samkvæmt hjálögðu formi samstarfssamnings við utanríkisráðuneytið. Komi fjárhæðin af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð. Jafnframt er Höfuðborgarstofu og Aflvaka falið að sjá um framkvæmd á sérstakri kynningu á Reykjavík umfram það sem felst í samstarfssamningi þessum.

Tillögunni fylgir greinargerð ásamt drögum að samningi við utanríkisráðuneytið, ódags. R04010092 Samþykkt.

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. þ.m.:

Borgarráð samþykkir hjálagðan samstarfssamning Reykjavíkurborgar og Hinsegin daga í Reykjavík - Gay Pride - um borgarhátíðina Hinsegin daga, sem haldin er árlega í miðborg Reykjavíkur. Samningurinn tekur til þriggja hátíða árin 2004, 2005 og 2006 og er árlegt framlag Reykjavíkurborgar kr. 1.600.000. Fjárhæðin komi af kostnaðarstað 09301, styrkir á vegum borgarráðs.

Tillögunni fylgir greinargerð ásamt drögum að samningi við Hinsegin daga í Reykjavík, dags. í janúar 2004. R04010093 Samþykkt.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:

Borgarráð samþykkir að gildandi starfsreglur um auglýsingu og afgreiðslu almennra styrkumsókna til Reykjavíkurborgar, sem samþykktar voru af borgarráði 11. nóvember 1997, verði endurskoðaðar á árinu 2004 þannig að við þær verði unnt að styðjast við úthlutun styrkja og gerð starfssamninga fyrir árið 2005. Jafnframt verði hafin greining á umfangi, þróun og forsendum við úthlutun styrkja á vegum nefnda og ráða Reykjavíkurborgar til stofnana, samtaka og einstaklinga og lögð drög að samræmdu vinnulagi/vinnureglum sem stuðli enn frekar að jafnræði og góðri nýtingu skattfjár. Við úthlutun styrkja fyrir árið 2004 verði stuðst við það verklag sem verið hefur milli nefnda og ráða Reykjavíkurborgar. Borgarráð kýs þrjá fulltrúa í starfshóp, en með honum starfi fulltrúi frá skrifstofu borgarstjórnar og fulltrúi frá fjármáladeild. Starfshópurinn skal skila tillögum sínum fyrir auglýsingu styrkja fyrir árið 2005, eða í síðasta lagi 1. júní 2004.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04010094 Samþykkt.

14. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Það tilkynnist hér með að Guðrún Ebba Ólafsdóttir óskar lausnar frá setu í stjórnkerfisnefnd. Gerð er tillaga um að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson taki sæti í stjórnkerfisnefnd í stað Guðrúnar. R02070024

Samþykkt.

15. Lagt fram bréf forstjóra Landsvirkjunar frá 5. þ.m. varðandi stýringu áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs. R04010060 Samþykkt.

16. Lögð fram áfangaskýrsla vinnuhóps um greiningu á þjónustustigi borgarstofnana, dags. 21. nóvember 2003. R03080101

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga formanns borgarráðs, dags. 12. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að fela Höfuðborgarstofu að leita eftir samstarfi við nágrannasveitarfélögin og Bláfjallanefnd um að kannaðir verði möguleikar á því að Þríhnúkagígur verði gerður aðgengilegur almenningi. Í því skyni verði efnt til samráðs við hagsmunaaðila, ráðuneyti ferða- og umhverfismála, aðila í ferðaþjónustu, náttúruverndarsamtök, einstaklinga og fyrirtæki. Þríhnúkagígur er talinn einstætt náttúruundur sem flestum hefur verið hulinn. Standa þarf vörð um einstaka náttúru svæðisins en nýta um leið aðdráttarafl hinnar fornu og merku eldstöðvar höfuðborgarsvæðinu til framdráttar, ekki síst á sviði ferðaþjónustu.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04010065 Samþykkt.

18. Árni Þór Sigurðsson lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

Ég óska eftir því að kannað verði hvað líður afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á samþykkt borgarstjórnar 6. nóvember s.l. varðandi gjald vegna stöðvunarbrota. R00010241

19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu verði veitt aukafjárveiting vegna leikársins 2003-2004 að fjárhæð 25 mkr. og jafnframt 8 mkr. viðbótarfjárveiting til að standa undir starfslokasamningum við eldri leikara og nokkra aðra starfsmenn.

Greinargerð fylgir tillögunni. R02030001 Frestað.

Fundi slitið kl. 13:30.

Alfreð Þorsteinsson

Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson