Borgarráð - Fundur nr. 4824

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 16. desember, var haldinn 4824. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 25. nóvember. R03030051

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 9. desember. R03010026

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 1. desember. R03010024

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 1. desember. R03120091

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 24. nóvember. R03010028

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 5. desember. R02110107

7. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 10. desember. R03020113

8. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 8. desember. R03010013

9. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um löggæslumálefni frá 15. desember. R03010022

10. Lögð fram fundargerð stjórnar Skipulagssjóðs frá 3. desember. R03010017

11. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 4. desember. R03010018

12. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 5. desember. R03010009

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 20 mál. R03110317

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 10. þ.m. varðandi afturköllun lóðarúthlutunar að Gylfaflöt 22 til Kaldasels ehf. 99040260 Frestað.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi á lóð Olíufélagsins hf. við Ægissíðu. R03120111 Borgarráð samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og er því synjað um breytingu.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi að Vatnagörðum 4-8. Jafnframt lagt fram bréf hafnarstjóra frá 15. þ.m., sbr. umsögn hafnarstjórnar frá 8. s.m. R01070101 Samþykkt.

17. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 10. þ.m. varðandi flutning bifreiðastæða rússneska sendiráðsins. R02060178 Samþykkt að vísa málinu til heildarendurskoðunar á bílastæðamálum sendiráða, sbr. samþykkt borgarráðs frá 17. september 2002.

18. Borgarráð samþykkir að leggja til við borgarstjórn að auk borgarstjóra verði Garðar Mýrdal kosinn í almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins. Til vara verði kosnar Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Björk Vilhelmsdóttir. R01030028

19. Lagt fram bréf borgarritara frá 9. þ.m. um endurupptöku máls varðandi stoðvegg á lóðamörkum Hrísateigs 16. R03050047 Borgarráð samþykkir að beina málinu til samgöngunefndar til endurupptöku.

20. Lögð fram tillaga stjórnsýslu- og fjármálasviðs frá 16. þ.m. varðandi reglur um aksturssamninga starfsmanna Reykjavíkurborgar. R03040108 Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 15. þ.m., sbr. samþykkt samstarfsnefndar um lögreglumálefni s.d. varðandi endurskoðun lögreglusamþykktar Reykjavíkurborgar, ásamt frumvarpi að lögreglusamþykkt, greinargerð og yfirliti yfir lög og reglugerðir, dags. 11. s.m. R03070052 Frestað.

22. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 10. s.m. um tilhögun sérstakra húsaleigubóta. R03100095 Vísað til umsagnar borgarlögmanns.

23. Lögð fram að nýju drög að viðauka við samning Knattspyrnufélagsins Vals og Reykjavíkurborgar frá 11. maí 2002 um uppbyggingu og framkvæmdir á Hlíðarenda, dags. í nóvember 2003, ásamt bréfi borgarlögmanns og framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 31. október. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR frá 15. þ.m. ásamt viðauka, dags. í dag. 99030094 Samþykkt.

24. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi þróunaráætlun um uppbyggingu bæjarkjarna á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, dags. í desember 2003, unnin af Nýsi h.f. ráðgjafarþjónustu. R03120112 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

25. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á aðalskipulagi vegna Vesturlandsvegar, Úlfarsfells, miðsvæði. R03120112 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

26. Lagt fram bréf forstöðumanns verkfræðistofu frá 12. þ.m. varðandi umsögn um tvöföldun Vesturlandsvegar frá Víkurvegi að Skarhólabraut í Mosfellsbæ vegna mats á umhverfisáhrifum. R03060167 Samþykkt.

27. Borgarráð samþykkir að Kolbeinn Óttarsson Proppé taki sæti Bjarkar Vilhelmsdóttur í nefnd til mótunar stefnu í úrgangsmálum, sbr. samþykkt borgarráðs 14. október s.l. R03070091

28. Lagt fram bréf verkefnisstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 15. þ.m. um þjónustumiðstöðvar í hverfum, svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði 9. s.m. R03020227

29. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs frá 15. þ.m., svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi framkvæmd samstarfssamnings við Þróunarfélag miðborgar, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. s.m. R02090126

30. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 3. s.m. varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á reit 1.132.1, Naustareit. R03010275 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

31. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 15. þ.m. um opnunartíma vínveitingahúsa um jól og áramót. 99110029 Samþykkt.

32. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 15. þ.m. varðandi breytingu á fjárhagsáætlun 2003, tilfærslur. R03010184 Borgarráð samþykkir svofelldar breytingar og tilfærslur með 4 samhljóða atkvæðum:

Aðalsjóður

í þús. kr. Kostn.st Var Verður Breyting Borgarstjórn 01001 50.605 60.545 9.940 Borgarráð 01002 17.965 21.135 3.170 Aðrar nefndir 01030 5.323 6.573 1.250 Breytingar á veltufjármunum/skammtímaskuldum

2.484 Ófyrirséð 09205 152.762 135.918 -16.844

Jafnframt samþykkt yfirlit Fræðslumiðstöðvar um tilfærslur innan málaflokksins með 4 samhljóða atkvæðum.

33. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 15. þ.m. um framvinduáætlun nýbygginga 2003-2004. R03120143

34. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. þ.m. um breytingu á gjaldskrá skólahljómsveita og tillögur um viðbótarfjárveitingar. Borgarráð gerir ekki tillögur um aðrar breytingar að frumvarpi en fram koma í 35. og 36. lið þessarar fundargerðar. R03060140

35. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram eftirfarandi breytingatillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun 2004:

Tillaga merkt 1: Lagt er til að fjárhagsrammi Leikskólaráðs hækki um 35,5 mkr. til að standa straum af lækkun gjalda 5 ára barna og endurskoðun gjaldskrár í leikskólum. Jafnframt er lagt til að fjárhagsrammi óbundinna rekstarliða hækki um 10 mkr. og á móti lækki bundinn liður, niðurgreiðslur til dagforeldra um 10 mkr. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 2: Lagt er til að fjárhagsrammi félagsmálaráðs hækki um 12 mkr. vegna ferðaþjónustu fatlaðra. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 3: Lagt er til að fjárhagsrammi félagsmálaráðs lækki um 18 mkr. á bundnum lið vegna mismununar á leigu til Félagsbústaða hf. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 4: Lagt er til að fjárhagsrammi félagsmálaráðs hækki um 75 mkr. á óbundnum lið til að standa undir sérstökum húsaleigubótum sem koma til framkvæmda 1. mars nk. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 5: Lagt er til að framlag til ramma menningarmála vegna listaverkakaupa hækki um 5,5 mkr. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 6: Lagt er til að framlag til fornleifarannsókna á Kjalarnesi verði 3,5 mkr. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 7: Lagt er til að framlag til fræðslumála hækki um 1,3 mkr. vegna skólahljómsveita. Gjaldskrá verði sem hér segir frá hausti 2004: Þáttökugjald kr. 7.000 á önn. Hljóðfæraleiga kr. 2.500 á önn. Gjaldskrá skóladagvistar hækki ekki 1. janúar 2004. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 8: Lagt er til að framlag til fræðslumála hækki um 10 mkr. vegna tímabundins verkefnis fyrir fötluð börn. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 9: Lagt er til að bundinn liður vegna reksturs frístundaheimila Íþrótta-og tómstundaráðs hækki um 28 mkr. til að lækka gjaldskrá þeirra. Frá 1. janúar 2004 verði eitt gjald í frístundaheimilin, kr. 6.500 á mánuði. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 10: Lagt er til að fjárhagsrammi Íþrótta-og tómstundaráðs hækki um 10 mkr. til að standa straum af hátíðahöldum vegna hátíðahalda 17. júní. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 11: Lagt er til að fjárhagsrammi Íþrótta-og tómstundaráðs hækki um 5 mkr. til að standa straum af viðhaldi í Fjölskyldu-og húsdýragarði. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 12: Lagt er til að fjárhagsrammi Samgöngumála - samgöngunefnd hækki um 3,0 mkr. vegna þátttöku í Access-Eurocities samtökunum á árinu 2004. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 13: Lagt er til að fjárhagsrammi Samgöngumála - Gatnamálastofa lækki um 50,0 mkr. Samgöngunefnd verði falið að útfæra lækkunina á einstaka framkvæmdaliði.

Tillaga merkt 14: Lagt er til að fjárhagsrammi Umhverfis- og heilbrigðisnefndar hækki um 70,0 mkr. sem skiptist þannig: Vegna endurvinnslustöðva (bundinn liður) 33,0 mkr. Vegna Vinnuskólans 30,0 mkr. Vegna sorpeyðingar (bundinn liður) 7,0 mkr. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 15: Lagt er til að fjárhagsrammi sameiginlegs kostnaðar hækki um 19,2 mkr. og fjárhagsrammi umhverfis- og tæknisviðs um 14 mkr. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 16: Lagt er til að fjárhagsrammi meðferð borgarmála hækki um 1,9 mkr. vegna sérfræðiaðstoðar fyrir borgarstjórnarflokka. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 17: Lagt er til að framlag til hlutafjáraukningar Félagsbústaða hf. verði lækkað um 50 mkr. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga merkt 18: Lagt er til að Fasteignastofa selji Félagsbústöðum 103 þjónustuíbúðir fyrir aldraða fyrir 310 mkr. Einnig er lagt að vaxtagjöld Fasteignastofu lækki um 1.666 mkr. Greinargerð fylgir tillögunni.

Jafnframt lagt fram bréf borgarstjóra frá 15. þ.m., greinargerð til frekari skýringar á breytingartillögum Reykjavíkurlistans. R03060140 Vísað til borgarstjórnar.

36. Breytingatillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun 2004. R03060140 Borgarráð samþykkir að vísa svohljóðandi breytingum til borgarstjórnar.

Tillaga merkt Kostn.st Frumvarp 2004 Verður Breyting

Umhverfis- og tæknisvið

R-12 Samgöngunefnd v/Access B0600 4.460 7.4603.000 R-15 Lausafjárkaup

24.000 38.00014.000

Umhverfis- og heilbrigðisstofa

R-14 Endurvinnslustöðvar B2432 205.099 238.09933.000 R-14 Sorpeyðing B2433 175.145 182.1457.000 R-14 Vinnuskóli Reykjavíkur B8xxx 334.285 364.28530.000

Menningarmál

R-5 Listaverkakaup 03360 0 5.5005.500 R-6 Fornleifaskráning á Kjalarnesi 03702 0 3.5003.500

Fræðslumál

R-7 Skólahljómsveitir M300x 74.186 75.4861.300 R-8 Þróunarverkefni v/fatlaðra grunnsk.nema M2205 0 10.00010.000

Æskulýðs-, tómstunda- og íþóttamál

R-9 Frístundaheimili I7100 172.066 200.06628.000 R-10 Hátíðahöld 17. júní I8000 15.453 25.45310.000 R-11 Húsdýragarðurinn - framkvæmdir I8401 30.000 35.0005.000

Leikskólar Reykjavíkur

R-1 Leikskólar v/5 ára barna D* 2.889.634 2.925.13435.500 R-1 Sameiginlegur kostnaður leikskóla D417 176.054 186.05410.000 R-1 Niðurgr. dagv. á einkaheimilum D605 170.000 160.000-10.000

Félagsþjónustan

R-2 Ferðaþjónusta fatlaðra F3650 148.215 160.21512.000 R-3 Mismunur á leigu F1630 422.257 404.257-18.000 R-4 Sérstakar húsaleigubætur F1625 0 75.00075.000

Sameiginlegur kostnaður

R-15 Aðkeypt tölvuvinnsla 01360 66.300 82.30016.000 R-15 Kjarasamningar við verkalýðsfélög 09104 9.500 12.7003.200 R-16 Sérfræðiaðstoð fyrir borgarstj.flokka 09522 11.500 13.4001.900

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

R-18 Vaxtatekjur frá A-hluta stofnunum 7113 -1.976.000 -1.080.000896.000 R-18 Verðbreytingatekjur af A-hluta 7142 -770.000 0770.000

Eignabreytingar

R-17 Hlutafjárframlag til Félagsbústaða hf. 1710 95.000 45.000-50.000

FASTEIGNASTOFA

R-18 Vaxtagjöld borgarsjóðsláns

2.670.000 1.004.000-1.666.000 R-18 Sala eigna

-400.000 -710.000-310.000

EIGNASJÓÐUR GATNA

R-13 Gatnaframkvæmdir

2.500.000 2.450.000-50.000

BORGARSJÓÐUR

Hækkun/lækkun á handbæru fé

177.925 2.025-175.900 R-18 Afborganir langtímaskulda

1.000.000 1.310.000310.000

Tilfærslur innan aðalsjóðs

Átak í atvinnumálum ungl. langt. atvl. 07151 16.800 0-16.800

Miðgarður - óbundnir liðir 09504 165.782 169.2823.500

Félagsþjónusta - ófyrirséð F8210 12.169 20.1698.000

Atvinnumál ÍTR I2050 0 5.3005.300

Aðkeypt tölvuvinnsla 01360 82.300 0-82.300

Rekstur miðlægra tölvukerfa - bókhald 01361 0 18.60018.600

Rekstur miðlægra tölvukerfa - fjármáladeild 01362 0 2.4902.490

Rekstur miðlægra tölvukerfa – kjaraþr. 01363 0 34.01034.010

Rekstur miðlægra tölvukerfa - UTR 01365 0 11.20011.200

Tölvudeild Ráðhúss 01253 9.300 25.30016.000

Tillaga um skiptingu fjárveitingar til nýrra upplýsingakerfa

Verkefni

Agresso 01171

11.000

Mannauðskerfi 01080

15.800

Fyrirspurnarkerfi

8.000

Balanced Scorecard 02014

10.000

Fundaumsjónakerfi 02012

6.000

Miðlæg innihaldsstjórnun (Content Management)

9.200

60.000

37. Afgreidd 53 útsvarsmál. R03010198

Fundi slitið kl. 15:40.

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson