Borgarráð - Fundur nr. 4823

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 9. desember, var haldinn 4823. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 17. nóvember. R03010028

2. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 3. og 5. desember. R03020113

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 24. nóvember. R03010010

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R03110317

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 3. s.m. um afturköllun á samþykkt nefndarinnar frá 20. f.m. varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar. R01120103 Samþykkt.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 3. s.m. varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á reit 1.132.1, Naustareit. R03010275 Frestað.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 5. þ.m. þar sem lagt er til að Loran ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 3 við Helgugrund. R03120060 Samþykkt.

8. Lagt fram bréf forstöðumanns lögfræði og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs frá 25. f.m. um breytingu deiliskipulags lóðarinnar nr. 4 við Baugatanga. R03120006 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

9. Lagt fram bréf formanns stýrihóps um skipulag Mýrargötusvæðis frá 4. þ.m. varðandi lóðaumsóknir Ánanausta ehf. og hugmyndir um uppbyggingu við Ánanaust og Vesturgötu. R03020109 Vísað til sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs og skrifstofustjóra borgarverkfræðings.

10. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 3. þ.m. varðandi yfirlit yfir viðskipti Reykjavíkurborgar við Innkaupastofnun Reykjavíkur í nóvember 2003. R03030048

11. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

1. Hver er kostnaðaráætlun fyrir heildarsímakostnað hjá Reykjavíkurborg fyrir árið 2004? Hver er áætlaður kostnaður á þessu ári? 2. Hver er áætluð samningsfjárhæð hjá bjóðendum í nýlegu útboði vegna símaþjónustu? 3. Í greinargerð sparnaðarnefndar til borgarráðs 11. júní s.l., í tilefni tillagna sparnaðarnefndar um niðurskurð, nefnir nefndin sérstaklega þörfina á að setja þak á símakostnað, GSM farsímanotkun og skilgreina vel notkunarleyfi starfsmanna. Hefur þetta verið gert? R03050156

12. Lagt fram bréf formanns framtalsnefndar frá 25. f.m. varðandi viðmiðunartölur vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2004. R03110143 Vísað til borgarstjórnar.

13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra skipulagssjóðs frá 5. þ.m., kynning á kauprétti Íslensk-ameríska ehf. að Skúlagötu 28, sbr. samþykkt stjórnar skipulagssjóðs 3. s.m. R03120062

14. Lagt fram bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur frá 4. þ.m. varðandi staðsetningu listaverksins "Rætur". R02110338 Samþykkt.

15. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 1. þ.m. þar sem óskað er staðfestingar á nýskipan almannavarna, sbr. einnig greinargerð um starfsskipulag almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, dags. s.d. Jafnframt er óskað eftir skipan eins fulltrúa borgarráðs í Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins og varamanns. R01030028 Borgarráð samþykkir starfsskipulagið. Kosningu í almannavarnarnefnd frestað.

Bókun borgarráðs:

Borgarráð Reykjavíkur fagnar samkomulagi um stofnun einnar almannavarnarnefndar fyrir höfuðborgarsvæðið allt. Með því að sameina nefndirnar þrjár á höfuðborgarsvæðinu gefst tækifæri til að vinna heildstætt að almannavarnarmálefnum svæðisins. Er hér um að ræða eðlilegt og rökrétt framhald af stofnun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. Borgarráð óskar sérstaklega eftir því að í kjölfar sameiningar nefndanna verði sveitarstjórnum svæðisins kynntar almannavarnaráætlanir og staða þeirra mála.

16. Lagt fram árshlutauppgjör fjármáladeildar 30. september 2003, dags. í des. 2003. Jafnframt lögð fram greinargerð um rekstur og framkvæmdir borgarsjóðs 2003, byggð á níu mánaða uppgjöri. Borgarráð samþykkir svofelldar breytingar á fjárhagsáætlun 2003, með 4 samhljóða atkvæðum. R03100060

í þkr. Kostn.st Var Verður Breyting Borgarstjórn 01001 51.218 50.605 -613 Borgarráð 01002 18.220 17.965 -255 Framtalsnefnd 01020 6.921 6.825 -96 Aðrar nefndir 01030 5.398 5.323 -75 Skrifstofa borgarstjórnar 01110 30.500 30.047 -453 Skrifstofa borgarstjóra 01120 46.025 45.369 -656 Skrifstofa borgarlögmanns 01160 23.499 23.151 -348 Fjármáladeild 01200 65.560 64.581 -979 Borgarbókhald 01220 33.240 32.746 -494 Upplýsingatækniþjónusta 01230 34.335 33.824 -511 Kjaraþróunardeild 01240 54.232 53.439 -793 Rekstrar- og þjónustuskrifstofa 01250 24.529 24.165 -364 Síma- og upplýsingaþjónusta 01251 18.298 18.024 -274 Skjalasafn 01252 10.314 10.159 -155 Tölvudeild 01253 7.933 7.814 -119 Akstur 01254 4.600 4.531 -69 Mötuneyti 01255 2.600 2.561 -39 Sameiginlegur kostnaður 01269 23.211 22.863 -348 Jafnréttisnefnd 01270 3.846 3.794 -52 Skrifstofa jafnréttisráðgjafa 01271 8.750 8.619 -131 Þróunar- og fjölskyldusvið 01300 36.746 36.204 -542 Aðkeypt tölvuvinnsla 01360 63.700 62.744 -956 Rekstur ráðhúss 01370 222.585 221.866 -719 Borgarendurskoðun 01400 46.399 45.708 -691 Lækkun ramma -10.100 0 10.100 Fasteignakostnaður menningarmála -352 0 352 Fasteignakostnaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu -464 0 464 Lækkun ramma Gatnamálastofu -19.300 -18.000 1.300 Byggingastyrkir ÍTR I9300 140.000 80.000 -60.000 Eigin fyrirtæki, breyting 60.000 Veltufjármunir/Skammtímaskuldir 2.484 Fasteignastofa Gervigrasvellir 1105/05060 0 60.000 60.000 Eigin fyrirtæki, breyting -60.000

17. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Félagsþjónustunnar frá 3. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs s.d. um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð. R01060013 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

1. Fyrir hvaða fagnefndum, hverfaráðum og öðrum nefndum borgarinnar hafa hugmyndir um stofnun þjónustumiðstöðva þegar verið kynntar? Verða þessar hugmyndir kynntar fyrir stjórn Strætó bs. og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur? 2. Verður óskað eftir formlegri umsögn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar þegar tillögur stjórnkerfisnefndar liggja fyrir? 3. Verður óskað eftir formlegri umsögn ráða og nefnda borgarinnar þegar tillögur stjórnkerfisnefndar liggja fyrir og áður en endanlegar tillögur stjórnkerfisnefndar verða lagðar fyrir borgarráð? R03020227

19. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 5. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um skoðana- og viðhorfskannanir Reykjavíkurborgar 1997-2003, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. nóvember. R03110170

20. Lögð fram skýrsla Land-ráðs, Bjarna Reynarssonar, dags. í nóvember 2003, varðandi húsnæðis- og búsetuóskir Reykvíkinga, og gæði íbúðahverfa. R03110316

21. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 8. þ.m. um vilja- og samstarfsyfirlýsingar við Osló og Stokkhólm vegna nærþjónustu í hverfum. R02120086

Fundi slitið kl. 14:30.

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson