Borgarráð - Fundur nr. 4822

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 2. desember, var haldinn 4822. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritun annaðist Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 11. nóvember. R03030051

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 26. nóvember. R03010029

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 24. nóvember. R03010023

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. nóvember. R03020113

5. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 24. nóvember. R03010013

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 25. nóvember. R03020199

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Skipulagssjóðs frá 25. nóvember. R03010017

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R03110317

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 26. s.m., þar sem því er beint til borgarráðs að hefja sem fyrst vinnu við að endurskoða gildandi heimildir til reksturs veitingastaða í hliðargötum við Bankastræti og Laugaveg. R03110328 Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi breytingartillögu:

Tillagan orðist svo:

Borgarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarnefnd að endurskoða þær heimildir sem gilda varðandi rekstur veitingastaða í hliðargötum við Bankastræti og Laugaveg, enda er það í fullu samræmi við starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs á árinu 2004.

Samþykkt.

10. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 26. s.m. varðandi jólauppbót til þeirra notenda Félagsþjónustunnar í Reykjavík sem þegið hafa fjárhagsaðstoð í 6 mánuði eða lengur. R01120003 Borgarráð samþykkir sérstaka desemberuppbót í samræmi við tillögu félagsmálaráðs.

11. Lagt fram bréf Kaffihússins ehf., ódags., þar sem óskað er eftir því að heimilaður veitingatími áfengis á veitingastaðnum Kaffi Espresso, Spönginni 21, verði rýmkaður til kl. 01.00 alla daga, þó til kl. 03.00 aðfaranætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga. Jafnframt lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 28. f.m., þar sem lagt er til að orðið verði við umsókninni með tilteknum skilyrðum. R03050129 Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1. Árni Þór Sigurðsson greiddi atkvæði á móti.

12. Lagt fram bréf Gilli veitinga ehf. frá 17. f.m. þar sem óskað er eftir því að veitingatími áfengis á veitingastaðnum Si senor, Lækjargötu 10, verði rýmkaður til kl. 05.30 um helgar. Jafnframt lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar um erindið frá 23. s.m. þar sem lagt er til að umsókninni verði hafnað. R02020049 Umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum og er umsókninni því hafnað.

13. Lagt fram bréf forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 28. f.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um innleiðingu Oracle launa- og starfsmannakerfisins, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. s.m. R02110136

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 28. f.m. varðandi fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um bókanir í borgarráði , sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs 18. s.m. R03110144

15. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 28. f.m., þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að draga á rammasamning við European Investment Bank sem svarar til allt að 1,5 milljarði íslenskra króna. Lántakan er til að brúa fjárþörf vegna flýtiframkvæmda og fjármagna afborganir af langtímalánum. R03100121 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

16. Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 30. október sl. í málinu nr. 120/2003, varðandi söluverð fasteignar. R01100007

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að fela stjórnkerfisnefnd að kanna kosti þess að settar verði siða- og starfsreglur fyrir kjörna fulltrúa og embættismenn Reykjavíkurborgar. Nefndin kanni erlendar og innlendar fyrirmyndir og efni til umræðu og samráðs um álitamál við skilgreiningu og gerð slíkra reglna. Meðal annars verði tekin til skoðunar handbók Evrópuráðsins að siðareglum fyrir sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga og fyrirmyndir að sambærilegum reglum sveitarstjórna og þjóðþinga eftir því sem við á. Stjórnkerfisnefnd skili niðurstöðum til borgarráðs ekki síðar en 15. júní 2004.

Greinargerð fylgir tillögunni. R03120003 Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 1. þ.m. þar sem lagt er til að 2. mgr. 11. gr. samþykktar fyrir samgöngunefnd breytist og hljóði svo:

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs ber ábyrgð á rekstri og stjórnsýslu, þ.m.t. fjármálum og starfsmannamálum og á framkvæmd ákvarðana nefndarinnar, sbr. 1.-5. og 7.-8. lið 3. gr., en framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs að því er varðar 6. lið 3. gr. og 8. lið að því er varðar gjaldskrá Bílastæðasjóðs. R02020104

Vísað til borgarstjórnar.

19. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Óskað er eftir greinargerð um framkvæmd samstarfssamnings Bílastæðasjóðs og Þróunarfélags miðborgarinnar um markaðsmál. Hve há upphæð hefur runnið frá Bílastæðasjóði til Þróunarfélagsins á gildistíma samningsins og hvernig hefur þeim fjármunum verið varið? R00010241

20. Rætt um niðurstöðu nefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins varðandi landnotkun í Vatnsmýri. R02010120

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra um breytingar á leikreglum ársins 2003 vegna fjárhagsáætlunar 2004 þar sem lagt er til að 2., 3. og 6. gr. hljóði svo:

2. gr. Bundnir kostnaðarstaðir taki breytingum m.a. í samræmi við nýjar reikningsskilareglur sveitarfélaga.

3. gr. Nýr kafli byggist á tillögum starfshóps sem vann að breytingum sem tengjast stofnun Fasteignastofu og innri leigu hjá borginni. Þar er gerð grein fyrir hlutverkum í fasteignaumsýslu, meðferð húsaleigu og nýbyggingarkostnaðar í fjárhagsáætlun, reglum um hagkvæma nýtingu húsnæðis borgarinnar m.a. samnýtingu, leigusamninga og nýtingu húsnæðis borgarinnar í þágu grenndarhagsmuna, uppsögn húsnæðis og meðferð sérhæfs húsnæðis, ef málaflokkur hefur ekki þörf fyrir það í rekstri sínum, meðferð ágreinings o.fl. Vakin er athygli á því að stjórnendur í almennu húsnæði hjá borginni sem geta minnkað við sig njóta ávinnings af sparnaði yfirstandandi fjárhagsár. Næsta ár á eftir verður fjárhagsramma úthlutað miðað við endurskoðaðar húsnæðisþarfir.

6. gr. Með tilliti til breytinga á endurskoðun hjá borginni er tekið fram að sérstök skoðun á starfsemi málaflokks sem gert er ráð fyrir ef afgangur/halli nær 5% af heildarfjárveitingu ársins sé verkefni ytri endurskoðanda í stað Borgarendurskoðunar sem áður fór með það verkefni.

Jafnframt lagt fram bréf formanns starfshóps um leikreglur um fasteignarekstur og innri leigu, dags. 1. þ.m. Þá eru lagðar fram leikreglur um gerð fjárhagsáætlunar 2004 með ofangreindum breytingum. R01010096 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

22. Fjárhagsáætlun 2004.

A. Lagðar fram eftirtaldar starfsáætlanir fyrir árið 2004:

Skipulags- og byggingarsvið Umhverfis- og tæknisvið Gatnamálastofa Umhverfis- og heilbrigðisstofa Menningarmál Fræðslumál Íþrótta- og tómstundaráð Leikskólar Reykjavíkur Félagsþjónustan Miðgarður Ráðhús Reykjavíkur Jafnréttismál Borgarendurskoðandi Höfuðborgarstofa Skipulagssjóður/lóðasjóður Fasteignastofa Innkaupastofnun Reykjavíkurhöfn Bílastæðasjóður Fráveita Reykjavíkur

Vísað til borgarstjórnar.

B. Tillögur um gjaldskrárbreytingar sem eru forsendur frumvarps að fjárhagsáætlun. Fræðslumál: Lagt fram að nýju bréf fræðslustjóra frá 10. f.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs s.d. um breytingu á gjaldskrá skólahljómsveita.

Innkaupastofnun: Lagt fram að nýju bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 25. október um nýja gjaldskrá Innkaupastofnunar.

Félagsþjónustan: Lagt fram að nýju bréf félagsmálastjóra frá 3. f.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 22. október um breytingu á gjaldskrá fyrir heimaþjónustu, sbr. einnig bréf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Félagsþjónustunnar frá 4. f.m. um breytingar á öðrum gjaldskrám vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs.

Leikskólar Reykjavíkur: Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 7. f.m. sbr. samþykkt leikskólaráðs 30. október, um breytingu á gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur.

Samþykkt að fresta tillögu um breytingu á gjaldskrá skólahljómsveita til meðferðar milli umræðna um fjárhagsáætlun í borgarstjórn. B-liður samþykktur að öðru leyti með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráð hefur þegar samþykkt breytingar á gjaldskrá fyrir sorphirðu og nýja gjaldskrá fyrir meindýravarnir, auk breytinga á gjaldskrá gæsluvalla, sbr. 19., 20. og 25. lið fundargerðar borgarráðs 18. f.m.

C. Lagðar fram tillögur um viðbótarfjárveitingar.

Umhverfis- og tæknisvið: Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 6. f.m. þar sem óskað er eftir hækkunum á fjárhagsramma umhverfis- og tæknisviðs sem hér segir: 1. 30 mkr. til lausafjárkaupa. 2. 3 mkr. vegna samgöngunefndar til þáttöku í Access-samtökunum á árinu 2004.

Umhverfis- og heilbrigðisstofa: Vísað er til starfsáætlunar Umhverfis- og heilbrigðisstofu þar sem óskað er eftir hækkunum á fjárhagsramma Umhverfis- og heilbrigðisstofu sem hér segir: 1. 7.369 þkr. vegna sorpeyðingar. 2. 32.828 þkr. vegna Endurvinnslustöðva Sorpu. 3. 30.715 þkr. vegna Vinnuskóla Reykjavíkur.

Miðgarður: Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Miðgarðs frá 12. f.m. þar sem óskað er eftir hækkun á fjárhagsramma Miðgarðs sem hér segir: 1. 2.466 þkr. vegna heimaþjónustu. 2. 2.289 þkr. vegna liðveislu.

Borgarráð samþykkir að fresta tillögum skv. C-lið til meðferðar milli umræðna um fjárhagsáætlun í borgarstjórn.

D. Lagðar fram tillögur úr starfsáætlunum um breytingar á þjónustu:

Gatnamálastofa: Vísað er til starfsáætlunar Gatnamálastofu þar sem lagt er til að útleigu á skiltum og fánaborgum o.fl. til annarra en ríkis og borgar verði hætt.

Félagsþjónustan: Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 3. f.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 22. október þar sem lagt er til að rekstri búslóðageymslunnar við Faxaskála verði hætt frá og með 1. júlí 2004. R03060140

23. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2004 ásamt greinargerð. R03060140 Vísað til borgarstjórnar.

24. Afgreidd 68 útsvarsmál. R03010198

Fundi slitið kl. 15.10

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson