Borgarráð - Fundur nr. 4821

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 25. nóvember, var haldinn 4821. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Margrét K. Sverrisdóttir. Fundarritun annaðist Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 28. október. R03030051

2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 2. október og 13. nóvember. R03010025

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 19. nóvember. R03010029

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 21. nóvember. R03010023

5. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 17. nóvember. R03010013

6. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um löggæslumálefni frá 21. nóvember. R03010022

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 10. nóvember. R03020199

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 3. nóvember. R03010021

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 14. nóvember. R03010005

10. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 7. nóvember. R03010009

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R03100180 12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 19. s.m. um deiliskipulag lóðanna nr. 1, 3 og 5-9 við Fiskislóð. R03090027 Samþykkt.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 19. s.m. um auglýsingu endurskoðaðs deiliskipulags austurhluta Hálsahverfis. R00060164 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 21. þ.m. þar sem lagt er til að Þórarni Ragnarssyni verði úthlutað um 3.640 fm lóðarstækkun við lóð nr. 2 við Stekkjarbakka, með nánar tilgreindum skilmálum. R01110228 Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 21. þ.m. þar sem lagt er til að Lyngbergi ehf. verði úthlutað byggingarrétti á lóð fyrir veitingahús við Nauthólsvík, með nánar tilgreindum skilmálum. 99010287 Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 12. september sl. varðandi samkomulag milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um byggingar við Nauthólsvík, ásamt drögum að samkomulagi, ódags., sem m.a. felur í sér að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi. R03090070 Borgarráð samþykkir samkomulagsdrögin fyrir sitt leyti.

17. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar frá 12. þ.m. varðandi bann við bifreiðastöðum á norðurkanti Sogavegar milli Réttarholtsvegar og Grensásvegar. R03110117 Samþykkt.

18. Lögð fram drög að kaupsamningi Reykjavíkurborgar og hafnarstjórnar um kaup á Faxaskála, dags. í dag., sbr. uppdrátt dags. í október 2003. R00110108 Samningsdrögin samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

19. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 24. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um stuðning við endurbætur á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. s.m. R03110100

20. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 24. þ.m. um tilfærslur á fjárveitingum Umhverfis- og heilbrigðisstofu og skipulags- og byggingarsviðs milli áranna 2002 og 2003, ásamt tillögum borgarendurskoðanda frá 4. s.m. R03060194 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

21. Lögð fram þjónustu- og viðhorfskönnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg sept.-okt. 2003. R03110245

22. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

1. Hver hefur heildarkostnaður Reykjavíkurborgar orðið fram til þessa við að innleiða Oracle launa- og starfsmannakerfið hjá borginni? 2. Hver var upphafleg kostnaðaráætlun vegna verksins? 3. Hvað má gera ráð fyrir að kostnaður til ársloka og á næsta ári verði mikill? 4. Hvernig sundurliðast kostnaður vegna þessar útgjalda? 5. Hvernig hefur rekstur kerfisins gengið? Óskað er eftir skriflegum svörum við fyrirspurninni. R03020073

Fundi slitið kl. 14.05.

Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson