Borgarráð - Fundur nr. 4820

Borgarráð

1

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 18. nóvember, var haldinn 4820. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritun annaðist Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir búfjáreftirlitsnefndar frá 11. og 25. september og 7. nóvember. R03110096

2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Háaleitis frá 3. og 6. nóvember. R03010024

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 6. nóvember. R03010023

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 7. nóvember. R02110107

5. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 12. og 17. nóvember. R03020113

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 6. nóvember. R03010018

7. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R03100180

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 4-8 við Vatnagarða. R01070101 Frestað.

9. Lögð fram ársskýrsla Miðgarðs fyrir árið 2002. R03110014

10. Lögð fram umsögn borgarverkfræðings frá 17. þ.m. varðandi frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjáröflun til vegagerðar og lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum, sbr. bréf efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis frá 15. f.m. R03100099 Samþykkt.

11. Lagt fram svar borgarstjóra frá 17. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um niðurstöður sparnaðarnefndar, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs 11. þ.m. R02110358

12. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 16. þ.m. ásamt minnisblaði innri endurskoðanda frá 14. s.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um útfærslu á starfsreglum innri endurskoðunar, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs 28. f.m. R03100166

13. Lagt fram bréf stýrihóps um gerð tillögu um stofnun þjónustumiðstöðva frá 17. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um undirbúning þjónustumiðstöðva, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. þ.m. R02120086

14. Lögð fram greinargerð Fræðslumiðstöðvar frá 13. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um viðbrögð við gagnrýni á stærðfræðikennslu í grunnskólum Reykjavíkur, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. þ.m. R03110092

15. Lagt fram að nýju bréf félagsmálastjóra frá 15. f.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs s.d. um tillögur stýrihóps að breytingum á reglum um verkaskiptingu milli félagsmálaráðs og barnaverndarnefndar Reykjavíkur, viðauki VIII, og tillögur að breytingum á verklagsreglum varðandi verkaskiptingu barnaverndarnefndar Reykjavíkur og Fjölskylduþjónustunnar Miðgarðs í Grafarvogi við vinnslu barnaverndarmála, viðauki IX. Þá er lögð fram að nýju skýrsla Félagsþjónustunnar um útfærslu á tillögum stýrihópsins, dags. 29. september s.l. Jafnframt lagðar fram umsagnir borgarlögmanns um málið, dags. 22. f.m. og 17. þ.m. R02120145 Frestað.

16. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar:

Á fundi borgarráðs 11. nóvember sl. lagði undirritaður fram bókun af mjög gefnu tilefni þar sem spurt er um samskipti borgarráðsfulltrúa R-listans við þann verktaka sem hyggst rífa Austurbæjarbíó til að geta reist fjölbýlishús á lóð þess. Í ljósi umræðu á síðasta borgarstjórnarfundi og yfirlýsingar Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur í Morgunblaðinu 7. nóvember sl. er spurningum um þetta mál enn ósvarað af hálfu þeirra borgarráðsfulltrúa R-listans, sem áttu sæti í borgarstjórn á liðnu kjörtímabili. Þar sem undirritaður gat ekki beint fyrirspurn til kjörinna fulltrúa í borgarráði lagði hann fram bókun um nauðsyn þess að þeir svöruðu þeim spurningum um þetta mál, sem beint hefur verið til þeirra. Undirritaður kynnti formanni borgarráðs bókunina í upphafi fundar og var hún lögð fram síðar á fundinum, eftir að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu lagt fram nokkrar fyrirspurnir til borgarráðs utan dagskrár. Það hefur gerst nokkuð oft á þessu kjörtímabili, að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt fram bókanir eða fyrirspurnir utan áður útsendrar dagskrár. Mér er ekki kunnugt um að meirihluti R-listans hafi brugðist jafn harkalega við þessum vinnubrögðum hjá Sjálfstæðisflokknum eins og við bókun minni um Austurbæjarbíó í borgarráði 11. nóvember sl. Vegna áðurnefndrar bókunar minnar létu borgarráðsfulltrúar R-listans bóka að undirritaður ætti "ekki rétt á því að leggja fram bókanir sem ekki eru á dagskrá viðkomandi fundar. Ég lít það alvarlegum augum ef meirihluti R-listans í borgarráði vill gera vinnubrögð minnihlutans tortryggileg eða hafi uppi tilburði til að skerða málfrelsi og tillögurétt minnihlutans. Mér er ekki kunnugt um að á árunum 1990-1994 hafi þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins haft uppi neina slíka tilburði gagnvart minnihlutanum, en um tíma sátu þrír áheyrnarfulltrúar þáverandi minnihluta í borgarráði. Bókun borgarráðsfulltrúa R-listans í borgarráði 11. nóvember sl. kallar á að eftirfarandi spurningum sé svarað: 1. Hversu oft lögðu kjörnir fulltrúar minnihlutans í borgarráði árin 1990-1994 (þegar Sjálfstæðisfokkurinn var í meirihluta) fram fyrirspurnir eða bókanir í borgarráði og hversu margar þeirra voru utan dagskrár? 2. Sömu spurningum sé svarað varðandi áheyrnarfulltrúa minnihlutans í borgarráði árin 1990-1994. 3. Sömu spurningum sé svarað varðandi kjörna fulltrúa D-listans í minnihluta borgarráðs á yfirstandandi kjörtímabili. 4. Sömu spurningum sé svarað varðandi áheyrnarfulltrúa F-listans í minnihluta borgarráðs á yfirstandandi kjörtímabili. R03110144

17. Svohljóðandi tillögu vísað til borgarstjórnar:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að álagningarstuðull útsvars verði 12,70% á tekjur manna á árinu 2004 með vísan til 1. mgr. 24. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga með síðari breytingum. R03110138

18. Svohljóðandi tillögum vísað til borgarstjórnar:

1. Á árinu 2004 skal hlutfall fasteignaskatts, skv. a-lið 3.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, vera 0,32%. 2. Á árinu 2004 skal hlutfall fasteignaskatts skv. b-lið 3.mgr. 3.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum, vera 1,32% að viðbættri hækkun um 25%, sbr. heimild í 4.mgr. sömu greinar (1,65%). 3. Lóðaleiga fyrir íbúðahúsalóðir skal á árinu 2004 vera 0,08% af fasteignamatsverði. 4. Leiga fyrir verslunar- og iðnaðarlóðir skal á árinu 2004 vera 1,0% af fasteignamatsverði. 5. Á árinu 2004 skal hlutfall holræsagjalds skv. reglugerð nr. 658/1994 vera 0,115%. R03110143

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 7. þ.m. varðandi gjaldskrá fyrir Meindýravarnir Reykjavíkurborgar, sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 6. s.m. R03110124 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 7. þ.m. varðandi nýja gjaldskrá fyrir sorphirðu í Reykjavík, sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 6. s.m. R02120033 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

21. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 17. þ.m. þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall borgarsjóðs og hlutaðeigandi stofnana á lífeyrisgjöldum Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar verði 62%. R03060140 Samþykkt.

22. Kynnt var vinna við uppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna samrekstrar ríkis og borgar. R03010128 Borgarstjóra og fyrrverandi borgarlögmanni falið að halda áfram undirbúningi málsins í þeim farvegi sem kynntur var.

23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í borgarráði 11. apríl sl. var samþykkt að fela borgarstjóra að taka upp viðræður um stuðning við endurbætur á Grund. Spurt er: Liggur fyrir niðurstaða þessara viðræðna og ef svo er, í hverju er hún fólgin? R03110100

24. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir upplýsingum um allar þær skoðana- og viðhorfskannanir sem borgaryfirvöld og stofnanir þeirra hafa látið gera og snerta borgarmálin frá upphafi árs 1997. R03110170

25. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2004.

- Kl. 14.45 viku Stefán Jón Hafstein og Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.

Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 17. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 14. s.m. um breytingu á gjaldskrá heimsókna á gæsluvelli. R03060140 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

26. Afgreidd 42 útsvarsmál. R03010198

Fundi slitið kl. 15.15

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson