Borgarráð - Fundur nr. 4818

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 11. nóvember, var haldinn 4818. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritun annaðist Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð Hverfisráðs Vesturbæjar frá 3. október. R02110107

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Skipulagssjóðs frá 5. nóvember. R03010017

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 17. október. R03010010

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 31. október. R03010005

5. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R03100180

6. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2004. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 10. þ.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs s.d. varðandi breytingar á gjaldskrá skólahljómsveita. R03060140 Frestað.

7. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar:

Borgarráð samþykkir að innri endurskoðunardeild borgarinnar verði falið að gera úttekt á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í samræmi við starfsreglur deildarinnar.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi breytingartillögu:

Tillagan orðist svo: Með tilliti til vægis fræðslumála í heildarútgjöldum borgarsjóðs felur borgarráð innri endurskoðunardeild að gera ráð fyrir úttekt á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í endurskoðunaráætlun næsta árs. Í endurskoðunaráætlun fyrir árið 2004 geri innri endurskoðunardeild grein fyrir afmörkun verkefnisins, m.a. með hliðsjón af stjórnsýsluendurskoðuninni frá 2002. R03110024

Tillagan svo breytt samþykkt.

8. Lagt fram bréf Skipulagssjóðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar sjóðsins 6. s.m. þar sem óskað er staðfestingar á kauptilboði í landspilduna Selásblett við Bugðu á Norðlingaholti. R03110073 Samþykkt.

9. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra frá 20. f.m. ásamt skýrslu starfshóps um þjónustu- og menningarmiðstöð í Grafarvogi. 99040008 Skýrslunni vísað til borgarstjóra til frekari meðferðar.

10. Lagðar fram að nýju tillögur samráðshóps um sumarvinnu ungs fólks og átaksverkefni fyrir atvinnulaus ungmenni, dags. 24. f.m. R02110017 Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru sammála tillögunum í meginatriðum, en telja nauðsynlegt að skoða betur þær hugmyndir sem þar eru fram settar um styttri vinnutíma tveggja yngstu aldurshópanna.

11. Lögð fram ársskýrsla fræðslumála í Reykjavík fyrir árið 2002, ásamt bréfi fræðslustjóra, dags. 7. þ.m. R03110066

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi auglýsingu deiliskipulags reits 1.152.4, sem afmarkast af Hverfisgötu, Klapparstíg, Lindargötu og Vatnsstíg. R03110045 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi auglýsingu breytingar á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, flugvallargeira 3. R03110043 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu breytingar á aðalskipulagi varðandi breytta landnotkun Vesturhafnar. R00050070 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 5. þ.m. þar sem lagt er til að Loran ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóðunum nr. 2, 4 og 6 við Jörfagrund, með nánar tilgreindum skilmálum. R03110048 Samþykkt.

16. Lögð fram drög að samningi Reykjavíkurborgar og Skotfélags Reykjavíkur um afnot félagsins af landspildu á Álfsnesi undir æfinga- og keppnissvæði, ódags., ásamt bréfi skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 5. þ.m. 99050276 Borgarráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti.

17. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fundi borgarráðs í byrjun þessa árs var samþykkt tillaga um að stjórnkerfisnefnd, að höfðu samráði við fagnefndir, útfærði hugmyndir um þjónustumiðstöðvar. Þær hugmyndir hafa ekki enn verið fram lagðar, né liggur fyrir ákvörðun um uppbyggingu eða starfsemi þjónustumiðstöðva. Í kynningu á starfsáætlun Ráðhússins fyrir árið 2004 um þjónustumiðstöðvar segir að: ,,Gert er ráð fyrir því að að undirbúningnum vinni, auk verkefnisstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs, fjórir sérfræðingar frá fjölskyldustofnunum borgarinnar, sem greiða launakostnað vegna þeirra". Af þessu tilefni óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins svara við eftirfarandi spurningum: 1. Hvenær verða tillögur stjórnkerfisnefndar kynntar borgarráði? 2. Er sérstaklega gert ráð fyrir útgjöldum vegna undirbúnings þjónustumiðstöðva í starfs- og fjárhagsáætlun stofnana borgarinnar - ef svo er hjá hvaða stofnunum og hversu há eru þau útgjöld? 3. Liggja fyrir einhverjar ákvarðanir um hvar nýjar þjónustumiðstöðvar verða stofnaðar, verði þær hugmyndir að veruleika? 4. Verður starfsmönnum fækkað hjá þjónustustofnunum borgarinnar eins og t.d. hjá Félagsþjónustunni, ÍTR og Fræðslumiðstöð er nýjar þjónustumiðstöðvar verða stofnaðar? 5. Hvert verður hlutverk miðlægra stofnana, eins og Félagsþjónustunnar, ÍTR, Leikskóla, stofnana umhverfis- og tæknisviðs og Fræðsluráðs, í framhaldi af stofnun þjónustumiðstöðva? 6. Hafa borgaryfirvöld haft samráð við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar vegna hugmynda um stofnun þjónustumiðstöðva - ef svo er þá með hvaða hætti? R02120086

18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Að undanförnu hefur farið fram kynning í ráðum og nefndum borgarinnar á stofnun þjónustumiðstöðva. Fram hefur komið að á vegum stýrihóps um málið hafi ýmsir vinnuhópar skilað skýrslum sínum m.a. um fjármál, starfsmannamál og þjónustu þá sem kæmi til greina að flytja í þjónustumiðstöðvarnar. Óskað er eftir því að fá afrit af skýrslum allra þessara vinnuhópa. R02120086

19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hefur svokölluð sparnaðarnefnd, sem skipuð var af hálfu borgarráðs 3. desember 2002, skilað niðurstöðum og ef svo er, hvenær verða þær kynntar borgarráði? R02110358

20. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hvernig hyggjast fræðsluyfirvöld bregðast við rökstuddri gagnrýni vegna stærðfræðikennslu í grunnskólum? R03110092

21. Lagður fram samningur Reykjavíkurborgar og séreignarstofnunarinnar Bókmenntahátíðin í Reykjavík, dags. 10. þ.m., um stuðning borgarinnar við Bókmenntahátíð í Reykjavík, ásamt viljayfirlýsingu sömu aðila, dags. s.d. R03100179 Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.

22. Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi bókun:

Á fundi borgarstjórnar 6. nóvember sl. spurði undirritaður forystumenn R-listans um það, hvort samband hefði verið haft við þá fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, vegna fyrirhugaðs niðurrifs Austurbæjarbíós af hálfu þess verktaka sem í hlut á, og hvort þeir hefðu gefið fyrirheit um slíkt. Til andsvara varð aðeins fyrrverandi borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og verður svar hennar ekki skilið öðruvísi en að verktakinn hafi þrýst á um slík fyrirheit. Ég tel því nauðsynlegt, að allir forystumenn pólitískra fylkinga og skipulagsmála innan R-listans, sem áttu sæti í borgarstjórn á liðnu kjörtímabili, geri grein fyrir samskiptum sínum við áðurnefndan verktaka og hvort þeir hafi gefið verktakanum fyrirheit um niðurrif Austurbæjarbíós. Um er að ræða borgarráðsmennina Alfreð Þorsteinsson, forystumann Framsóknarflokksins í borgarstjórn, Árna Þór Sigurðsson, forystumann Vinstri grænna í borgarstjórn og fyrrverandi formann skipulags- og byggingarnefndar, og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, núverandi formann skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Öllum byggingaraðilum, sem sýna áhuga á þéttingu byggðar vestan Elliðaáa, er gerð grein fyrir því af hálfu borgaryfirvalda, að taka verður tillit til samþykktrar landnotkunar samkvæmt aðalskipulagi. Kalli umsókn á breytingu á deiliskipulagi er umsækjanda gerð grein fyrir að afstaða til umsóknarinnar verði fyrst tekin að lokinni almennri kynningu. Þá skal áréttað að samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar eiga fulltrúar og áheyrnarfulltrúar í nefndum og ráðum ekki rétt á því að leggja fram bókanir varðandi mál sem ekki eru á dagskrá viðkomandi fundar, þó það hafi verið heimilað að þessu sinni. R03070007

23. Afgreidd 43 útsvarsmál. R03010198

Fundi slitið kl. 14:50

Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðlaugur Þór Þórðarson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson