Borgarráð - Fundur nr. 4816

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 4. nóvember, var haldinn 4816. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritun annaðist Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 21. október. R03030051

2. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 27. október. R03010013

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 23. október. R03010018

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R03100180

5. Lögð fram umsögn borgarverkfræðings frá 30. f.m. varðandi frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjáröflun til vegagerðar og lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum, sbr. bréf efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis frá 15. s.m. R03100099 Frestað.

6. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra frá 27. f.m. þar sem óskað er eftir heimild til að beita Global hf. dagsektum á grundvelli ákvæðis 32. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 vegna ágalla á brunavörnum húseignarinnar að Einholti 6. Dagsektir nemi kr. 2.400,- fyrir hvern virkan dag þar til kröfur hafa verið uppfylltar. R03100160 Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Borgarlögmanni, borgarritara og forstöðumanni lögfræðideildar skipulags- og byggingarsviðs falið að fara yfir ákvarðanir og reglur um fjárhæðir dagsekta, annars vegar hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hins vegar hjá skipulags- og byggingarsviði.

7. Lögð fram viljayfirlýsing Norðuráls, Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur um orkuviðskipti vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvers Norðuráls á Grundartanga. R03090081

Borgarráð samþykkti svohljóðandi bókun:

Borgarráð fagnar undirritun viljayfirlýsingar milli Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja og Norðuráls um orkusölu vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvers Norðuráls við Grundartanga. Reykjavíkurborg, aðaleigandi Orkuveitu Reykjavíkur, hefur stutt þá stefnu fyrirtækisins að fjárfesta í grunnrannsóknum á nýjum virkjanasvæðum. Sú stefna er nú að skila sér í því að Orkuveitan er reiðubúin að takast á hendur stórverkefni á borð við orkusölu vegna stækkunar Norðuráls. Þetta er í fyrsta sinn sem jarðvarmi er virkjaður í það miklum mæli hér á landi, að hann leysir vatnsafl alfarið af hólmi í orkuframleiðslu til stóriðju. Hellisheiðarvirkjun, sem nú verður ráðist í, er hagkvæmur og vistvænn virkjunarkostur, sem eykur hlutdeild Orkuveitu Reykjavíkur í rafmagnsframleiðslu landsins. Mikilvægt er að stuðla að áframhaldandi öflugu atvinnuástandi á suðvesturhorni landsins. Þar sem áhrif stóriðjuframkvæmda á Austurlandi á atvinnuástandið á svæðinu eru óljós, er mikilvægt að Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja reyndust reiðubúin að svara kallinu eftir aukinni orku. Allt að 800 manns munu fá störf við uppbyggingu orkuvera OR og HS og við stækkun Norðuráls. Þegar framkvæmdum lýkur koma um 30 manns til með að starfa við virkjanirnar og um 130 ný störf skapast hjá Norðuráli. Auk þess má reikna með fjölda afleiddra starfa og að verðmæti útflutnings þjóðarinnar aukist um 12 milljarða króna á ári.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Eins og á fundi borgarráðs 16. september sl. þegar rætt var um fyrirhugaða orkuöflun vegna Norðuráls þá styð ég samþykkt borgarráðs og fagna því ef umhverfisvænir og hagkvæmir virkjunarkostir sem víðtæk sátt getur náðst um verða nýttir við orkuöflun.

8. Lögð fram drög að viðauka við samning Knattspyrnufélagsins Vals og Reykjavíkurborgar frá 11. maí 2002 um uppbyggingu og framkvæmdir á Hlíðarenda, dags. í nóvember 2003, ásamt bréfi borgarlögmanns og framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 31. f.m. 99030094 Frestað.

9. Lagðar fram tillögur samráðshóps um sumarvinnu ungs fólks og átaksverkefni fyrir atvinnulaus ungmenni, dags. 24. f.m. R02110017 Frestað.

10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt Bláfjallanefndar 30. september sl. varðandi nýja samþykkt fyrir stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Bláfjallafólkvangs, er komi í stað Bláfjallanefndar. R02020104 Borgarráð samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti.

11. Lagt fram bréf leikskólans Olgukots frá 21. f.m. varðandi málefni leikskólans. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 31. s.m. um framtíðarrekstur skólans. Þá var lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Erindi Olgukots dags. 21. október sl., þar sem farið er fram á sérstakan fjárstuðning, hefur fengið umfjöllun borgarráðs. Borgarráð hefur ekki fjárheimildir eða svigrúm til þess að aðstoða einkaleikskóla fjárhagslega fram yfir þá styrki sem veittir eru skv. reglum sem leikskólaráð hefur sett og borgarráð staðfest. Borgarráð getur því ekki orðið við þessari beiðni forsvarsaðila leikskólans Olgukots um fjárhagsstuðning vegna vangoldinna opinberra gjalda. Ljóst er að hagsmunir fjölda barna og foreldra þeirra eru í húfi og felur borgarráð Leikskólum Reykjavíkur að fylgjast hér eftir sem hingað til með þróun málefna Olgukots og þeirra sem þar njóta þjónustu, sérstaklega ef til lokunar Olgukots kemur. R03100141

Tillagan samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

12. Lagt fram bréf borgarverkfræðings og sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m. þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að hefja viðræður við tvo byggingaraðila, byggingarfélagið Eykt ehf. annars vegar og Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. hins vegar, um nýtt sameiginlegt húsnæði fyrir umhverfis- og tæknisvið og skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar. R03110006 Samþykkt.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 29. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar Kennaraháskólans/Sjómannaskólans. 99050130 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 29. s.m. um auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna göngustíga á Esjumelum. R03090108 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 29. s.m. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Mógilsár. R01120103 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 29. s.m. um breytingu á afmörkun þess lands er komið var í fóstur eiganda hússins að Viðarási 85, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs 12. ágúst sl. R03080001 Samþykkt.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 29. s.m. um auglýsingu breytingar á aðalskipulagi varðandi landnotkun að Jafnaseli 2-4. R03110007 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Á fulltrúaráðsfundi Listahátíðar sem haldinn var 25. apríl 2003 lýstu borgarstjóri og menntamálaráðherra yfir vilja sínum til að vinna því framgang innan ríkisstjórnar og borgarráðs að Listahátíð verði árlegur viðburður og að framlög ríkisins og borgarinnar taki mið af því. Lagt er til að borgarráð samþykki hækkun á framlagi Reykjavíkurborgar til Listahátíðar fyrir árið 2005 í 30 mkr. á verðlagi ársins í ár á grundvelli tillagna stjórnar Listahátíðar um framtíðarskipan hátíðarinnar enda verði framlag ríkisins hækkað samsvarandi. Ennfremur að samþykkt verði tillaga stjórnar Listahátíðar um að hún annist undirbúning að breytingum á samþykktum fyrir hátíðina.

Greinargerð fylgir tillögunni. R03040075 Samþykkt.

19. Lagt fram bréf stjórnkerfisnefndar frá 22. f.m. varðandi skipun fulltrúa í hverfisráð Hlíða. Borgarráð leggur til við borgarstjórn að eftirtaldir aðilar verði skipaðir: Sigrún Elsa Smáradóttir Garðar Mýrdal Kristján Guðmundsson

Til vara: Steinunn Valdís Óskarsdóttir Steinunn Þóra Árnadóttir Jón Kári Jónsson. R03010146

20. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Ármann Jakobsson verði kosinn aðalmaður í menningarmálanefnd í stað Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur. R02060081

21. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Svandís Svavarsdóttir verði kosin varamaður í fræðsluráð í stað Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur. R02060077

22. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Þorleifur Gunnlaugsson verði kosinn aðalmaður í Hverfisráð Miðborgar í stað Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur. Varamaður verði kosinn Hervör Alma Árnadóttir. R02060099

23. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar varðandi fyrirhugað niðurrif Austurbæjarbíós, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs 28. f.m. R03070007

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Svar borgarstjóra og framgangur áforma um niðurrif Austurbæjarbíós bendir til að samþykkt borgarstjórnar frá 4. sept. sl. hafi verið hrein sýndarmennska. Það hefði verið heiðarlegra af borgarfulltrúum R- og D-lista að vísa tillögu minni frá enda virðist það einlægur ásetningur þeirra að stuðla að niðurrifi Austurbæjarbíós. Þar er verið að þjóna skammtímahagsmunum verktaka á kostnað langtímahagsmuna almennings. Niðurrif Austurbæjarbíós fæli í sér menningarsögulegt slys, sem koma verður í veg fyrir.

24. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 3. þ.m. þar sem lagðar eru til nánar tilgreindar breytingar á fjárhagsrömmum ársins 2004. R03060140 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

25. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2004.

- Kl. 15.15 vék Kjartan Magnússon af fundi. - Kl. 15.30 viku Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ólafur F. Magnússon af fundi. - Kl. 15.35 tók Ólafur Kr. Hjörleifsson við fundarritun af Gunnari Eydal. - Kl. 16.00 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Björk Vilhelmsdóttir tók þar sæti. - Kl. 16.05 vék Dagur B. Eggertsson af fundi.

Lagt fram bréf forstöðumanns umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 3. þ.m. þar sem lagðar eru til breytingar á gjaldskrám fyrir sorphirðu og meindýravarnir. Jafnframt lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá Félagsþjónustunnar fyrir heimaþjónustu í Reykjavík, sbr. bréf framkvæmdastjóra þjónustusviðs og fjármálasviðs frá 20. f.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 22. s.m. R03060140 Tillögum að breytingum á gjaldskrám frestað.

26. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að innri endurskoðunardeild borgarinnar verði falið að gera úttekt á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í samræmi við starfsreglur deildarinnar.

Greinargerð fylgir tillögunni. R03110024 Frestað.

Fundi slitið kl. 16:45

Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir