Borgarráð - Fundur nr. 4815

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 28. október, var haldinn 4815. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritun annaðist Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 22. október. R03020113

2. Lögð fram fundargerð samráðsfundar Sorpu bs. frá 8. október. R03010018

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 17. október. R03010005

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 17. október. R03010009

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag,, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R03090151

6. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi breytingar á afmörkun tiltekinna landspildna í landi Esjubergs á Kjalarnesi. R03080098 Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 23. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg samþykki fyrir sitt leyti framsal Rauðhóls ehf. á byggingarrétti á lóðinni nr. 27 við Móvað til Guðmundar Kristinssonar ehf., með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R03040067 Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

8. Kynnt var skipulag á Mýrargötu og slippasvæði, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. þ.m. R03020008

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð samþykki makaskipti á skikum innan lóðanna að Smárarima 1, 1A og 1B, með vísan til deiliskipulags lóðanna, skv. meðfylgjandi yfirliti, dags. s.d. Aðilar að makaskiptunum eru annars vegar Reykjavíkurborg og hins vegar Grænibær ehf. og Úthlíð ehf. R03100143 Samþykkt.

10. Lagt fram að nýju bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 13. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 7. s.m. um að heimila fjölgun bifreiðastæða við Ofanleiti 19-21. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 23. þ.m. um málið. R00100160 Samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Fyrirliggjandi gögn um viðkomandi mál sem kynnt hafa verið borgarráðsfulltrúum og mæliblöð og lóðasamningar við íbúa Ofanleitis 23-25 sýna að ekki er gert ráð fyrir bifreiðastæðum norðan við bílskýli þeirra. Til frekari staðfestingar á áralöngu banni við að leggja bifreiðum á þessum stað var með auglýsingu lögreglustjórans í Reykjavík 5. apríl 2002, í framhaldi af samþykkt borgarráðs, bannað að leggja ökutækjum við hús nr. 19-21 við Ofanleiti. Það stöðubann er í gildi í dag. Sú ákvörðun borgarráðs nú að breyta fyrri ákvörðun sinni er bæði ósanngjörn og andstæð því skipulagi sem þarna hefur ríkt í u.þ.b. 17 ár. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks greiða því atkvæði gegn tillögunni.

11. Lögð fram að nýju umsögn borgarverkfræðings frá 9. þ.m. um matsskyldu vegna Sæbrautar, Laugarnesvegar og Kambsvegar. R0309012 Umsögn borgarverkfræðings samþykkt.

12. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um fornleifauppgröft við Aðalstræti, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs 21. þ.m. R01110051

13. Lögð fram umsögn borgarritara frá 15. þ.m. varðandi þá ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar 9. júlí s.l. að synja íbúum að Laugarnestanga 60 um stækkun lóðarinnar og viðbyggingu. R03070119 Borgarráð samþykkir umsögnina og staðfestir synjun skipulags- og byggingarnefndar.

14. Lagt fram bréf samgönguráðherra frá 13. þ.m. varðandi viðræður um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu o.fl. R00110185

15. Lögð fram að nýju tillaga Ólafs F. Magnússonar um hugsanlegt niðurrif Austurbæjarbíós, vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 3. f.m. og lögð fram á fundi borgarráðs 9. s.m. R03070007 Vísað til umsagnar menningarmálanefndar.

Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fundi borgarstjórnar 4. september s.l. var tillögu minni gegn áformum um niðurrif Austurbæjarbíós vísað til borgarráðs. Síðan hefur það gerst að kynning áforma um niðurrif Austurbæjarbíós hefur haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorist. Um það vitnar nýlegur kynningarfundur skipulagssviðs borgarinnar með íbúum Norðurmýrar um byggingu fjölbýlishúss þar sem Austurbæjarbíó stendur nú. Ég spyr því borgarstjóra: 1. Hvenær verður afstaða borgarráðs til samþykktar borgarstjórnar frá 4. september s.l. ljós? 2. Getur það talist eðlilegt að halda áfram kynningu óbreyttra áforma um niðurrif Austurbæjarbíós þrátt fyrir samþykkt borgarstjórnar 4. sept. s.l.?

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Í framhaldi af fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar er rétt að það komi fram að borgarráð hefur falið skipulags- og byggingarnefnd áframhaldandi meðferð málsins. Að lokinni þeirri meðferð, kynningu fyrir íbúa o.fl. kemur málið til borgarráðs. Þá mun borgarráð taka efnislega afstöðu til málsins í heild sinni svo og til tillögu Ólafs F. Magnússonar.

16. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska upplýsinga um hvernig samþykkt borgarráðs frá 3. júní s.l. um nánari útfærslu á starfsreglum innri endurskoðunar hefur verið fylgt eftir og hver sé staða málsins nú fimm mánuðum síðar? R03100166

17. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2004. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 25. þ.m. ásamt tillögu að gjaldskrá. R03060140 Frestað.

- Kl. 14.25 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

Fundi slitið kl. 14:45

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson