Borgarráð - Fundur nr. 4814

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 21. október, var haldinn 4814. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 13. október. R03010026

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 8. október. R03010029

3. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 13. október. R03010013

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 14. október. R03020199

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R03090151

6. Lagt fram bréf Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur frá 9. þ.m., þar sem óskar lausnar sem varaborgarfulltrúi, varaformaður menningarmálanefndar, varaformaður hverfisráðs Miðborgar og varamaður í fræðsluráði. R02060030 Vísað til borgarstjórnar.

7. Lagt fram bréf Guðrúnar Ingu Ingólfsdóttur frá 16. þ.m., þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum sem varamaður í jafnréttisnefnd. R02060079 Lagt er til við borgarstjórn að Steinunn Vala Sigfúsdóttir taki sæti í hennar stað.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 15. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis í Grafarholti, svæði 3, við Vínlandsleið nr. 1. R03070062 Samþykkt.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 15. s.m. varðandi auglýsingu að breyttu deiliskipulagi byggingarreits E3 fyrir golfæfingaskýli. R00070085 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 15. s.m. varðandi breytt deiliskipulag Hringbrautar. R03020062 Samþykkt.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 15. s.m. varðandi breytt deiliskipulag á lóð nr. 195 við Vesturberg. R03070034 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

12. Lagt fram bréf stýrihóps um skipulag Mýrargötusvæðis frá 17. þ.m. um niðurstöðu einkunnagjafar og umsögn stýrihópsins, ódags., um tillögu ráðgjafahópsins sem valinn hefur verið til frekari vinnu. R03020008 Samþykkt.

13. Lögð fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 17. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs s.d. varðandi þjónustusamning og húsnæðisstyrki til einkarekinna leikskóla. Jafnframt lagt fram bréf borgarstjóra frá 20. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð staðfesti samþykkt leikskólaráðs. R03100108 Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Þessar breytingar á rekstrarstyrkjum til handa einkareknum leikskólum sýna að barátta sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur skilað árangri. Frá því R-listinn tók við árið 1994 hefur verið unnið markvisst að því að gera einkaskólum, bæði leik- og grunnskólum, erfitt eða jafnvel ómögulegt að starfa. Sérstaklega er athyglisvert hvernig Samfylkingin með fyrrverandi borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, í broddi fylkingar hefur hatrammlega barist gegn þessu rekstrarformi og aukinni fjölbreytni í skólastarfi. Er það ekki bundið við Reykjavík þar sem að fræg er atlaga Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að þessu rekstrarformi í upphafi kjörtímabilsins. Von er á skýrslu um stöðu einkarekinna leikskóla og það liggur fyrir að staða margra þeirra er erfið. Einnig er sorglegt til að vita að margir einkareknir skólar hafa þurft að hætta starfsemi á undanförnum árum vegna erfiðra rekstrarskilyrða. Ný forysta leikskólaráðs Reykjavíkur hefur augljóslega mun meiri skilning á stöðu einkarekinna skóla og mikilvægi þess að í borginni verði skapað svigrúm fyrir fjölbreytni í skólastarfi. Er ekki annað hægt en að hrósa sérstaklega formanni ráðsins fyrir framsýni og gott samstarf. Tillögurnar þýða m.a. hækkun styrkja og aldurstengingu sem er nauðsynleg þar sem mikill munur er á rekstrarkostnaði eftir aldri barna. Enn er þó munur á samkeppnisstöðu einkarekinna og borgarrekinna skóla, en án nokkurs vafa er hér um að ræða stórt skref í rétta átt. Af þessu tilefni er áréttað að það er mjög aðkallandi að stjórnkerfisnefnd útfæri samþykktar hugmyndir leikskólaráðs um aðskilnað reksturs borgarrekinna leikskóla frá eftirliti og stefnumótun í leikskólamálum. Núverandi breytingar hefðu að öllu óbreyttu í för með sér vanda fyrir þá leikskóla sem eru með þjónustusamning við Leikskóla Reykjavíkur og er mikilvægt að þeim verði áfram gert kleift að starfa samkvæmt eldri reglum. Sjálfstæðismenn styðja þessa tillögu af heilum hug en hefðu gjarnan viljað sjá hana fyrr framkomna. Það er ekki nokkur vafi að ef reglur sem þessar hefðu komið fram fyrr þá hefði ekki verið til staðar þessi biðlistavandi sem Reykvíkingar hafa upplifað á undanförnum áratug.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Leikskólaráð hefur nú samþykkt að gera þjónustusamninga við einkarekna leikskóla vegna leikskóladvalar barna frá 18 mánaða aldri og samþykkt hækkun á húsnæðisstyrkjum til sömu aðila. Með samþykkt þessari er vandi einkarekinna leikskóla í borginni leystur og um leið munu þeir geta sinnt fleiri börnum en nú er. Það leiðir til þess að fleiri börn fá þjónustu sem greidd verður af Leikskólum Reykjavíkur. Einnig munu greiðslur foreldra á einkareknum leikskólum lækka umtalsvert og verða í samræmi við gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur. Þjónustusamningar við einkarekna leikskóla og hækkun húsnæðisstyrkja styrkja í sessi þá leikskóla sem nú eru í rekstri og hægt verður að taka tillit til þeirra í uppbyggingu á leikskólaþjónustu í borginni. Fulltrúar allra flokka sem standa að Reykjavíkurlistanum standa heilshugar að því framfaraskrefi sem hér er stigið í málefnum einkarekinna leikskóla. Meirihluti leikskólaráðs vísar á bug ásökunum sem fram koma í bókun sjálfstæðismanna í garð Samfylkingar og fyrrum borgarstjóra.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Fulltrúar meirihlutans geta ekki hlaupið frá staðreyndum málsins enda er auðvelt að rekja sögu þessarar baráttu í gegnum bókanir í leikskólarráði og umræðu í borgarstjórn.

14. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 15. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs s.d. um tillögu stýrihóps að breytingum á reglum um verkaskiptingu milli félagsmálaráðs og barnaverndarnefndar Reykjavíkur, viðauki VIII, og tillaga að breytingum á verklagsreglum varðandi verkaskiptingu barnaverndarnefndar Reykjavíkur og Fjölskylduþjónustunnar Miðgarðs í Grafarvogi við vinnslu barnaverndarmála, viðauki IX. Jafnframt lögð fram skýrsla Félagsþjónustunnar um útfærslu á tillögum stýrihópsins, dags. 29. september s.l. R02120145 Frestað.

15. Lagt fram bréf samgönguráðherra frá 1. þ.m. varðandi samgöngumál í höfuðborginni, sbr. einnig samþykkt borgarráðs frá 9. f.m. um fjármögnun samgöngumannvirkja og formlegar viðræður við ríkið. R03060145

16. Lagt fram að nýju bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 13. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 7. s.m. um að heimila fjölgun bifreiðastæða við Ofanleiti 19-21. R00100160 Vísað til umsagnar borgarlögmanns.

17. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 20. þ.m. ásamt skýrslu starfshóps um þjónustu- og menningarmiðstöð í Grafarvogi, dags. í október 2003. 99040008

18. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um að gefa eiganda Æsuborgar 3, tímafrest, vegna fimm verkliða er allir lúta að frágangi hússins að utan og lóðarfrágangi, að viðlögðum dagsektum. R03080088 Samþykkt.

19. Rætt um fornleifauppgröft við Aðalstræti. R01110051

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í svari við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um fornleifarannsóknir við Aðalstræti, sem lagt var fram í borgarráði 14. þ.m. var skýrt frá því að við uppgröftinn hefði komið í ljós fordyri sem er síst ómerkara en sjálfur landnámsskálinn. Spurt er: 1. Hver tók ákvörðun um að varðveita fordyrið? Kom til greina á einhverju stigi málsins að varðveita það ekki? Hver heimilaði uppgröft austan þess svæðis sem áður hafði verið samþykkt? 2. Hvað hefur miklum fjármunum verið varið til fornleifarannsókna undir fyrirhugaðri hótelbyggingu við Aðalstræti? 3. Hver er áætlaður heildarkostnaður við að koma fornleifum í sýningarhæft form?

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Tæplega tvö ár eru liðin síðan ég flutti tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur, sem beindist gegn fyrirætlunum um að koma landnámsskálanum við Aðalstræti fyrir í kjallara hótels í eigu einkaaðila. Tillagan hlaut ekki stuðning annarra borgarfulltrúa. Stuðningur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við mín sjónarmið á síðari stigum þessa máls er fagnaðarefni en of seint fram komin. Fyrirspurnir borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um yfirstandandi framkvæmdir við landnámsskálann hafa leitt í ljós, að þar hefur ekki verið staðið nægilega vel að málum varðandi samráð við lýðræðislegar stofnanir borgarinnar. Það er þó aðeins smámál í samanburði við það menningarsögulega klúður, sem felst í því að tryggja ekki landnámsskálanum við Aðalstræti þá umgjörð sem honum ber.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Greinargerð borgarminjavarðar í borgarráði í dag sýnir hve vel og faglega hefur verið staðið að uppgreftri fornminja í Aðalstræti og viðtækt samráð haft um það meðal fræðimanna. Öll forvinna tryggir góða umgjörð um þessar minjar.

Fundi slitið kl. 14:50.

Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson